Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda framleiðslustörfum í landinu. "Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira