Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár atli ísleifsson skrifar 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni Framhaldsskólanna var síðast haldin 9. apríl þar sem þrettán atriði stigu á stokk. Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigur úr býtum með laginu Hyperballad með Björk. Samband íslenskra framhaldsskólanema Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Fram kemur að undanfarna mánuði hafi framkvæmdastjórn sambandsins skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi framtíð keppninnar í kjölfar þess að á aðalþingi sambandsins í byrjun september 2016 var samþykkt að SÍF skyldi ekki sjá um framkvæmd keppninnar líkt og verið hefur. „Síðastliðin ár hefur keppnin verið framkvæmd í samstarfi við Sagafilm og vegna umfangs hennar mikil vinna lent á framkvæmdastjórninni við undirbúning. Af þeim sökum hefur stjórnin ekki náð að vinna að þeim málum sem SÍF vill beita sér fyrir, að gæta hagsmuna framhaldsskólanema. Ógerlegt er að halda Söngkeppni framhaldsskólanna án þess að að áhugi og fjármagn séu fyrir hendi. Áhugaleysi á keppninni hefur sýnt sig í lítilli þátttöku og stuðningi nemendafélaganna við sína keppendur þrátt fyrir að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að án þeirra væri ekki hægt að halda keppnina. Þá hefur léleg miðasala og áhugaleysi valdið því að fjárhagslega hefur orðið sífellt erfiðara að halda keppnina og er svo komið að það er ekki hægt nema mikil breyting verði á. Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki. Okkur þykir leitt að tilkynna að engin Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin árið 2017. Við vitum að margir skólar hafi nú þegar haldið sínar undankeppni og teljum við það jákvætt. Mikilvægt er að ungt fólk fái vettvang til að koma hæfileikum sínum á framfæri þrátt fyrir að SÍF muni ekki standa fyrir formlegri keppni á milli framhaldsskóla í þetta sinn. Við gerum ráð fyrir að ræða frekari framtíðarmöguleika á sambandsstjórnarþingi SÍF á vorönn 2017 en ljóst er að ef keppnin á að haldast í höndum framhaldsskólanema en ekki utanaðkomandi aðila er nauðsynlegt að auka áhuga og efla samstarfið milli skóla,“ segir í tilynningunni. Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Fram kemur að undanfarna mánuði hafi framkvæmdastjórn sambandsins skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi framtíð keppninnar í kjölfar þess að á aðalþingi sambandsins í byrjun september 2016 var samþykkt að SÍF skyldi ekki sjá um framkvæmd keppninnar líkt og verið hefur. „Síðastliðin ár hefur keppnin verið framkvæmd í samstarfi við Sagafilm og vegna umfangs hennar mikil vinna lent á framkvæmdastjórninni við undirbúning. Af þeim sökum hefur stjórnin ekki náð að vinna að þeim málum sem SÍF vill beita sér fyrir, að gæta hagsmuna framhaldsskólanema. Ógerlegt er að halda Söngkeppni framhaldsskólanna án þess að að áhugi og fjármagn séu fyrir hendi. Áhugaleysi á keppninni hefur sýnt sig í lítilli þátttöku og stuðningi nemendafélaganna við sína keppendur þrátt fyrir að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að án þeirra væri ekki hægt að halda keppnina. Þá hefur léleg miðasala og áhugaleysi valdið því að fjárhagslega hefur orðið sífellt erfiðara að halda keppnina og er svo komið að það er ekki hægt nema mikil breyting verði á. Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki. Okkur þykir leitt að tilkynna að engin Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin árið 2017. Við vitum að margir skólar hafi nú þegar haldið sínar undankeppni og teljum við það jákvætt. Mikilvægt er að ungt fólk fái vettvang til að koma hæfileikum sínum á framfæri þrátt fyrir að SÍF muni ekki standa fyrir formlegri keppni á milli framhaldsskóla í þetta sinn. Við gerum ráð fyrir að ræða frekari framtíðarmöguleika á sambandsstjórnarþingi SÍF á vorönn 2017 en ljóst er að ef keppnin á að haldast í höndum framhaldsskólanema en ekki utanaðkomandi aðila er nauðsynlegt að auka áhuga og efla samstarfið milli skóla,“ segir í tilynningunni.
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira