Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 19:48 Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira