Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 14:47 Jon Von Tetzchner. Vivaldi Frumkvöðullinn og fjárfestirinn Jón von Tetzchner segist þreyttur á viðskiptaháttum Microsoft varðandi vafra þeirra Edge. Jón segir fyrirtækið þvinga notendur Windows til þess að notast einnig við vafra fyrirtækisins. „Ég skil að Microsoft hafi áhyggjur af því hve fáir notendur Edge eru, en í stað þess að byggja betri vafra, þvingar Microsoft vörum sínum á notendur á mjög blygðunarlausan hátt," segir Jón.Jón á fyrirtæki sem framleitt hefur vafrann Vivaldi og á árum áður gerði hann vafrann Opera.Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Á vef Vivaldi segist hana fengið nóg af því að Microsoft geri Edge að aðal vafra hjá öllum sem uppfæri stýrikerfi sín í Windows 10. Sama gerist þegar stýrikerfið er uppfært. „Í hvert sinn sem Windows 10 uppfærist, gerir það Edge að aðal vafranum. Það á til að gerast einnig þegar nýr vafri er settur upp í tölvum fólks. Af einhverri ástæðu verður Edge aftur aðal vafrinn, ekki sá vafri sem verið var að setja upp, né vafrinn sem var áður aðal vafrinn.“Jón segir Microsoft hafa gert notendum sem ekki búa yfir mikilli tæknilegri kunnáttu erfitt að afturkalla breytingarnar sem stýrikerfið gerir. Hann nefnir sérstaklega 72 ára gamla vinkonu sína sem hafi lent í þessu og þrátt fyrir hún hafi reynt að breyta aftur um aðal vafra hafi það ekki tekist. „Markmið okkar sem tæknifyrirtæki ætti að vera að útvega notendum okkar góðum hugbúnaði. Við eigum einnig að sætta okkur við að sumir notendur vilja hugbúnað frá öðrum fyrirtækjum. Það er ábyrgð okkar að koma fram við notendur af sanngirni og það er það sem ætti að keyra tækniiðnaðinn áfram.“ Enn fremur segir Jón að útgáfa fræbærra vara ætti að kynda undir tækniiðnaðinum við að skara fram úr. „Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“ Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Frumkvöðullinn og fjárfestirinn Jón von Tetzchner segist þreyttur á viðskiptaháttum Microsoft varðandi vafra þeirra Edge. Jón segir fyrirtækið þvinga notendur Windows til þess að notast einnig við vafra fyrirtækisins. „Ég skil að Microsoft hafi áhyggjur af því hve fáir notendur Edge eru, en í stað þess að byggja betri vafra, þvingar Microsoft vörum sínum á notendur á mjög blygðunarlausan hátt," segir Jón.Jón á fyrirtæki sem framleitt hefur vafrann Vivaldi og á árum áður gerði hann vafrann Opera.Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Á vef Vivaldi segist hana fengið nóg af því að Microsoft geri Edge að aðal vafra hjá öllum sem uppfæri stýrikerfi sín í Windows 10. Sama gerist þegar stýrikerfið er uppfært. „Í hvert sinn sem Windows 10 uppfærist, gerir það Edge að aðal vafranum. Það á til að gerast einnig þegar nýr vafri er settur upp í tölvum fólks. Af einhverri ástæðu verður Edge aftur aðal vafrinn, ekki sá vafri sem verið var að setja upp, né vafrinn sem var áður aðal vafrinn.“Jón segir Microsoft hafa gert notendum sem ekki búa yfir mikilli tæknilegri kunnáttu erfitt að afturkalla breytingarnar sem stýrikerfið gerir. Hann nefnir sérstaklega 72 ára gamla vinkonu sína sem hafi lent í þessu og þrátt fyrir hún hafi reynt að breyta aftur um aðal vafra hafi það ekki tekist. „Markmið okkar sem tæknifyrirtæki ætti að vera að útvega notendum okkar góðum hugbúnaði. Við eigum einnig að sætta okkur við að sumir notendur vilja hugbúnað frá öðrum fyrirtækjum. Það er ábyrgð okkar að koma fram við notendur af sanngirni og það er það sem ætti að keyra tækniiðnaðinn áfram.“ Enn fremur segir Jón að útgáfa fræbærra vara ætti að kynda undir tækniiðnaðinum við að skara fram úr. „Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira