„Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2016 13:13 Jon Von Tetzchner. Mynd/Vivaldi Vafrinn Vivaldi hefur nú verið gefinn út í endanlegri útgáfu. Frumkvöðullinn Jon von Tetzchner, sem stóð einnig fyrir gerð vafrans Opera, á fyrirtækið sem gefur vafrann út. Vivaldi er að hluta til íslenskt fyrirtæki og vinna um tólf starfsmenn þess hér á höfuðborgarsvæðinu. Stærstur hluti fyrirtækisins er á Íslandi og í Noregi og eru teymin þar álíka stór. Í samtali við Vísi segir Jon að vinnan við vafrann hafi staðið yfir í tæp þrjú ár. Fyrir um ári síðan var vafrinn fyrst gefinn út til prófana og svo var endanlega útgáfan gefin út í síðasta mánuði. „Fólk er rosalega ánægt. Það verður að segjast eins og er. Það er búið að vera mjög gaman að tala við fréttamenn en fyrsta spurning þeirra hefur yfirleitt verið: Hvað eigum við að gera við annan vafra? Svo talar maður smávegis við fólk og svo prófar það. Allt í einu er maður bara kominn með nýja notendur.“Jon segir að það sjáist að margir hafi byrjað að prufa sig áfram og svo fest sig við Vivaldi.Vafrinn hefur fengið góða dóma hjá erlendum tæknimiðlum og Jon segir notendahóp Vivaldi byggjast upp smátt og smátt. Þeir hafi þó ekki sömu dreifingarmöguleika og stóru aðilarnir á markaðinum eins og Google, Apple og Microsoft.Sjá einnig: Kynna nýjan vafra tileinkuðum „nördahópnum“ „Allir hinir vafrarnir sem eru á markaðinum eru ætlaðir til þess að vera einfaldir. Það á að vera einfalt fyrir þig að fara frá hinum einföldu vöfrunum. Við einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi. Að gera eitthvað sem er betra fyrir notandann.“Sérstaða Vivaldi felst að vissu leyti í því að vafrinn er flóknari en aðrir og geta notendur sniðið vafrann vel að sínum þörfum og hentisemi.Jon bendir á að fjölmargir séu á netinu í marga klukkutíma á degi hverjum. Sé eitthvað verkefni sem sé þeim einstaklingum nauðsynlegt þá sé það góður vafri. „Í byrjun þegar þú ferð að nota hann sérðu að hann er litríkari og flottari því við erum með góða stráka í þessu. Svo ferðu að breyta honum. Það er hægt að breyta hvernig hann lítur út.” Þá taka starfsmenn Vivaldi á móti hugmyndum notenda. „Við tökum á móti öllum hugmyndum og það er kannski það mikilvægasta sem við það sem við erum að gera. Við hlustum á notendur. Það er lykillinn því hvernig við erum öðruvísi. Við erum með þá reglu að ef einhver biður um eitthvað og það er hægt, ekki of mikil vinna og ekki algerlega út í hött. Þá leggjum við það til. Kannski jafnvel bara sem valmöguleika svo þeir sem vilja geti notað það.“ „Hugsunarhátturinn er að fólk hefur mismunandi skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera og það er flott. Okkar starf er að sjá til þess að allir geti haft hlutina eins og þau vilja sjálf.“Sjá einnig: Milljarðamæringur styrkir Gróttu.Styður við bakið á frumkvöðlumJon hefur verið duglegur við að styðja við bakið á sprotafyrirtækjum hér á Íslandi og rekur meðal annars Innovation House á Eiðistorgi. Starfsstöð Vivaldi er einnig þar til húsa. „Þetta var hugmynd sem gekk út á að styðja við frumkvöðlafyrirtæki og það er gott að geta gert það á þennan hátt. Ég fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum og mér finnst mjög gaman að geta komið að því á Íslandi,“ segir Jon Von Tetzchner. Tengdar fréttir Internet Explorer ekki lengur vinsælastur Rúmlega 41 prósent netverja notast nú við Google Chrome. 3. maí 2016 11:27 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Vafrinn Vivaldi hefur nú verið gefinn út í endanlegri útgáfu. Frumkvöðullinn Jon von Tetzchner, sem stóð einnig fyrir gerð vafrans Opera, á fyrirtækið sem gefur vafrann út. Vivaldi er að hluta til íslenskt fyrirtæki og vinna um tólf starfsmenn þess hér á höfuðborgarsvæðinu. Stærstur hluti fyrirtækisins er á Íslandi og í Noregi og eru teymin þar álíka stór. Í samtali við Vísi segir Jon að vinnan við vafrann hafi staðið yfir í tæp þrjú ár. Fyrir um ári síðan var vafrinn fyrst gefinn út til prófana og svo var endanlega útgáfan gefin út í síðasta mánuði. „Fólk er rosalega ánægt. Það verður að segjast eins og er. Það er búið að vera mjög gaman að tala við fréttamenn en fyrsta spurning þeirra hefur yfirleitt verið: Hvað eigum við að gera við annan vafra? Svo talar maður smávegis við fólk og svo prófar það. Allt í einu er maður bara kominn með nýja notendur.“Jon segir að það sjáist að margir hafi byrjað að prufa sig áfram og svo fest sig við Vivaldi.Vafrinn hefur fengið góða dóma hjá erlendum tæknimiðlum og Jon segir notendahóp Vivaldi byggjast upp smátt og smátt. Þeir hafi þó ekki sömu dreifingarmöguleika og stóru aðilarnir á markaðinum eins og Google, Apple og Microsoft.Sjá einnig: Kynna nýjan vafra tileinkuðum „nördahópnum“ „Allir hinir vafrarnir sem eru á markaðinum eru ætlaðir til þess að vera einfaldir. Það á að vera einfalt fyrir þig að fara frá hinum einföldu vöfrunum. Við einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi. Að gera eitthvað sem er betra fyrir notandann.“Sérstaða Vivaldi felst að vissu leyti í því að vafrinn er flóknari en aðrir og geta notendur sniðið vafrann vel að sínum þörfum og hentisemi.Jon bendir á að fjölmargir séu á netinu í marga klukkutíma á degi hverjum. Sé eitthvað verkefni sem sé þeim einstaklingum nauðsynlegt þá sé það góður vafri. „Í byrjun þegar þú ferð að nota hann sérðu að hann er litríkari og flottari því við erum með góða stráka í þessu. Svo ferðu að breyta honum. Það er hægt að breyta hvernig hann lítur út.” Þá taka starfsmenn Vivaldi á móti hugmyndum notenda. „Við tökum á móti öllum hugmyndum og það er kannski það mikilvægasta sem við það sem við erum að gera. Við hlustum á notendur. Það er lykillinn því hvernig við erum öðruvísi. Við erum með þá reglu að ef einhver biður um eitthvað og það er hægt, ekki of mikil vinna og ekki algerlega út í hött. Þá leggjum við það til. Kannski jafnvel bara sem valmöguleika svo þeir sem vilja geti notað það.“ „Hugsunarhátturinn er að fólk hefur mismunandi skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera og það er flott. Okkar starf er að sjá til þess að allir geti haft hlutina eins og þau vilja sjálf.“Sjá einnig: Milljarðamæringur styrkir Gróttu.Styður við bakið á frumkvöðlumJon hefur verið duglegur við að styðja við bakið á sprotafyrirtækjum hér á Íslandi og rekur meðal annars Innovation House á Eiðistorgi. Starfsstöð Vivaldi er einnig þar til húsa. „Þetta var hugmynd sem gekk út á að styðja við frumkvöðlafyrirtæki og það er gott að geta gert það á þennan hátt. Ég fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum og mér finnst mjög gaman að geta komið að því á Íslandi,“ segir Jon Von Tetzchner.
Tengdar fréttir Internet Explorer ekki lengur vinsælastur Rúmlega 41 prósent netverja notast nú við Google Chrome. 3. maí 2016 11:27 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Internet Explorer ekki lengur vinsælastur Rúmlega 41 prósent netverja notast nú við Google Chrome. 3. maí 2016 11:27