Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 14:47 Jon Von Tetzchner. Vivaldi Frumkvöðullinn og fjárfestirinn Jón von Tetzchner segist þreyttur á viðskiptaháttum Microsoft varðandi vafra þeirra Edge. Jón segir fyrirtækið þvinga notendur Windows til þess að notast einnig við vafra fyrirtækisins. „Ég skil að Microsoft hafi áhyggjur af því hve fáir notendur Edge eru, en í stað þess að byggja betri vafra, þvingar Microsoft vörum sínum á notendur á mjög blygðunarlausan hátt," segir Jón.Jón á fyrirtæki sem framleitt hefur vafrann Vivaldi og á árum áður gerði hann vafrann Opera.Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Á vef Vivaldi segist hana fengið nóg af því að Microsoft geri Edge að aðal vafra hjá öllum sem uppfæri stýrikerfi sín í Windows 10. Sama gerist þegar stýrikerfið er uppfært. „Í hvert sinn sem Windows 10 uppfærist, gerir það Edge að aðal vafranum. Það á til að gerast einnig þegar nýr vafri er settur upp í tölvum fólks. Af einhverri ástæðu verður Edge aftur aðal vafrinn, ekki sá vafri sem verið var að setja upp, né vafrinn sem var áður aðal vafrinn.“Jón segir Microsoft hafa gert notendum sem ekki búa yfir mikilli tæknilegri kunnáttu erfitt að afturkalla breytingarnar sem stýrikerfið gerir. Hann nefnir sérstaklega 72 ára gamla vinkonu sína sem hafi lent í þessu og þrátt fyrir hún hafi reynt að breyta aftur um aðal vafra hafi það ekki tekist. „Markmið okkar sem tæknifyrirtæki ætti að vera að útvega notendum okkar góðum hugbúnaði. Við eigum einnig að sætta okkur við að sumir notendur vilja hugbúnað frá öðrum fyrirtækjum. Það er ábyrgð okkar að koma fram við notendur af sanngirni og það er það sem ætti að keyra tækniiðnaðinn áfram.“ Enn fremur segir Jón að útgáfa fræbærra vara ætti að kynda undir tækniiðnaðinum við að skara fram úr. „Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“ Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Frumkvöðullinn og fjárfestirinn Jón von Tetzchner segist þreyttur á viðskiptaháttum Microsoft varðandi vafra þeirra Edge. Jón segir fyrirtækið þvinga notendur Windows til þess að notast einnig við vafra fyrirtækisins. „Ég skil að Microsoft hafi áhyggjur af því hve fáir notendur Edge eru, en í stað þess að byggja betri vafra, þvingar Microsoft vörum sínum á notendur á mjög blygðunarlausan hátt," segir Jón.Jón á fyrirtæki sem framleitt hefur vafrann Vivaldi og á árum áður gerði hann vafrann Opera.Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Á vef Vivaldi segist hana fengið nóg af því að Microsoft geri Edge að aðal vafra hjá öllum sem uppfæri stýrikerfi sín í Windows 10. Sama gerist þegar stýrikerfið er uppfært. „Í hvert sinn sem Windows 10 uppfærist, gerir það Edge að aðal vafranum. Það á til að gerast einnig þegar nýr vafri er settur upp í tölvum fólks. Af einhverri ástæðu verður Edge aftur aðal vafrinn, ekki sá vafri sem verið var að setja upp, né vafrinn sem var áður aðal vafrinn.“Jón segir Microsoft hafa gert notendum sem ekki búa yfir mikilli tæknilegri kunnáttu erfitt að afturkalla breytingarnar sem stýrikerfið gerir. Hann nefnir sérstaklega 72 ára gamla vinkonu sína sem hafi lent í þessu og þrátt fyrir hún hafi reynt að breyta aftur um aðal vafra hafi það ekki tekist. „Markmið okkar sem tæknifyrirtæki ætti að vera að útvega notendum okkar góðum hugbúnaði. Við eigum einnig að sætta okkur við að sumir notendur vilja hugbúnað frá öðrum fyrirtækjum. Það er ábyrgð okkar að koma fram við notendur af sanngirni og það er það sem ætti að keyra tækniiðnaðinn áfram.“ Enn fremur segir Jón að útgáfa fræbærra vara ætti að kynda undir tækniiðnaðinum við að skara fram úr. „Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira