Álögur á hátekjufólk lækkaðar Árni Stefán Jónsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Um síðustu áramót fækkaði skattþrepum í tekjuskattskerfinu úr þremur í tvö þegar miðþrepið var fellt út. Það var óheillaskref og mun annað hvort leiða til skertrar þjónustu eða leiða til þess að álögur á tekjulægri hópa aukast. Skattkerfið á ekki eingöngu að hugsa sem tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð, það á einnig að virka sem tekjujöfnunartæki. Kerfið á að spila saman með velferðarkerfinu þannig að fólk greiði inn eftir efnum en taki út eftir þörfum. Aðeins þannig getum við kallað okkur norrænt velferðarsamfélag. Þess vegna þarf skattkerfið að virka þannig að þeir sem hafa hærri tekjur greiði meira. BSRB er fylgjandi þrepaskiptingu í skattkerfinu, gefið að slík skipting taki mið af skerðingum bótamegin, eins og segir í stefnu bandalagsins. Það var því heillaskref þegar ákveðið var taka upp þrjú skattþrep hér á landi í stað eins áður og reynslan af því kerfi hefur verið góð. Það er því óskiljanlegt að ákveðið hafi verið að breyta kerfinu aftur með því að fækka skattþrepunum, sér í lagi eftir svo stuttan tíma. Rökin sem notuð eru fyrir því að fækka skattþrepunum virðast aðallega vera þau að það þurfi að einfalda kerfið. Það er einkennilegt að okkur Íslendingum sé ekki treyst til að skilja kerfi með nokkrum skattþrepum þegar allar aðrar vestrænar þjóðir eru með slík fjölþrepa kerfi. Allt tal um einföldun á kerfinu og „lækkun á flækjustigi“ er aðeins yfirvarp fyrir lækkun á álögum á hina tekjumeiri. Það sem gerist með fækkun skattþrepa er að skattbyrðin er færð á milli hópa. Hærra hlutfall af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti kemur frá þeim sem hafa minnst á milli handanna. Við það er ekki hægt að búa. Einnig er augljóst að breytingarnar hafa það í för með sér að tekjur ríkissjóðs lækka á tímum þegar almenningur kallar eftir því að velferðarkerfið sé byggt upp að nýju. Það á enn frekar við nú um áramótin þegar skatthlutfallið var lækkað samhliða því að miðjuskattþrepið var fellt út. Þetta er augljóslega röng forgangsröðun. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót fækkaði skattþrepum í tekjuskattskerfinu úr þremur í tvö þegar miðþrepið var fellt út. Það var óheillaskref og mun annað hvort leiða til skertrar þjónustu eða leiða til þess að álögur á tekjulægri hópa aukast. Skattkerfið á ekki eingöngu að hugsa sem tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð, það á einnig að virka sem tekjujöfnunartæki. Kerfið á að spila saman með velferðarkerfinu þannig að fólk greiði inn eftir efnum en taki út eftir þörfum. Aðeins þannig getum við kallað okkur norrænt velferðarsamfélag. Þess vegna þarf skattkerfið að virka þannig að þeir sem hafa hærri tekjur greiði meira. BSRB er fylgjandi þrepaskiptingu í skattkerfinu, gefið að slík skipting taki mið af skerðingum bótamegin, eins og segir í stefnu bandalagsins. Það var því heillaskref þegar ákveðið var taka upp þrjú skattþrep hér á landi í stað eins áður og reynslan af því kerfi hefur verið góð. Það er því óskiljanlegt að ákveðið hafi verið að breyta kerfinu aftur með því að fækka skattþrepunum, sér í lagi eftir svo stuttan tíma. Rökin sem notuð eru fyrir því að fækka skattþrepunum virðast aðallega vera þau að það þurfi að einfalda kerfið. Það er einkennilegt að okkur Íslendingum sé ekki treyst til að skilja kerfi með nokkrum skattþrepum þegar allar aðrar vestrænar þjóðir eru með slík fjölþrepa kerfi. Allt tal um einföldun á kerfinu og „lækkun á flækjustigi“ er aðeins yfirvarp fyrir lækkun á álögum á hina tekjumeiri. Það sem gerist með fækkun skattþrepa er að skattbyrðin er færð á milli hópa. Hærra hlutfall af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti kemur frá þeim sem hafa minnst á milli handanna. Við það er ekki hægt að búa. Einnig er augljóst að breytingarnar hafa það í för með sér að tekjur ríkissjóðs lækka á tímum þegar almenningur kallar eftir því að velferðarkerfið sé byggt upp að nýju. Það á enn frekar við nú um áramótin þegar skatthlutfallið var lækkað samhliða því að miðjuskattþrepið var fellt út. Þetta er augljóslega röng forgangsröðun. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar