Álögur á hátekjufólk lækkaðar Árni Stefán Jónsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Um síðustu áramót fækkaði skattþrepum í tekjuskattskerfinu úr þremur í tvö þegar miðþrepið var fellt út. Það var óheillaskref og mun annað hvort leiða til skertrar þjónustu eða leiða til þess að álögur á tekjulægri hópa aukast. Skattkerfið á ekki eingöngu að hugsa sem tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð, það á einnig að virka sem tekjujöfnunartæki. Kerfið á að spila saman með velferðarkerfinu þannig að fólk greiði inn eftir efnum en taki út eftir þörfum. Aðeins þannig getum við kallað okkur norrænt velferðarsamfélag. Þess vegna þarf skattkerfið að virka þannig að þeir sem hafa hærri tekjur greiði meira. BSRB er fylgjandi þrepaskiptingu í skattkerfinu, gefið að slík skipting taki mið af skerðingum bótamegin, eins og segir í stefnu bandalagsins. Það var því heillaskref þegar ákveðið var taka upp þrjú skattþrep hér á landi í stað eins áður og reynslan af því kerfi hefur verið góð. Það er því óskiljanlegt að ákveðið hafi verið að breyta kerfinu aftur með því að fækka skattþrepunum, sér í lagi eftir svo stuttan tíma. Rökin sem notuð eru fyrir því að fækka skattþrepunum virðast aðallega vera þau að það þurfi að einfalda kerfið. Það er einkennilegt að okkur Íslendingum sé ekki treyst til að skilja kerfi með nokkrum skattþrepum þegar allar aðrar vestrænar þjóðir eru með slík fjölþrepa kerfi. Allt tal um einföldun á kerfinu og „lækkun á flækjustigi“ er aðeins yfirvarp fyrir lækkun á álögum á hina tekjumeiri. Það sem gerist með fækkun skattþrepa er að skattbyrðin er færð á milli hópa. Hærra hlutfall af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti kemur frá þeim sem hafa minnst á milli handanna. Við það er ekki hægt að búa. Einnig er augljóst að breytingarnar hafa það í för með sér að tekjur ríkissjóðs lækka á tímum þegar almenningur kallar eftir því að velferðarkerfið sé byggt upp að nýju. Það á enn frekar við nú um áramótin þegar skatthlutfallið var lækkað samhliða því að miðjuskattþrepið var fellt út. Þetta er augljóslega röng forgangsröðun. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót fækkaði skattþrepum í tekjuskattskerfinu úr þremur í tvö þegar miðþrepið var fellt út. Það var óheillaskref og mun annað hvort leiða til skertrar þjónustu eða leiða til þess að álögur á tekjulægri hópa aukast. Skattkerfið á ekki eingöngu að hugsa sem tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð, það á einnig að virka sem tekjujöfnunartæki. Kerfið á að spila saman með velferðarkerfinu þannig að fólk greiði inn eftir efnum en taki út eftir þörfum. Aðeins þannig getum við kallað okkur norrænt velferðarsamfélag. Þess vegna þarf skattkerfið að virka þannig að þeir sem hafa hærri tekjur greiði meira. BSRB er fylgjandi þrepaskiptingu í skattkerfinu, gefið að slík skipting taki mið af skerðingum bótamegin, eins og segir í stefnu bandalagsins. Það var því heillaskref þegar ákveðið var taka upp þrjú skattþrep hér á landi í stað eins áður og reynslan af því kerfi hefur verið góð. Það er því óskiljanlegt að ákveðið hafi verið að breyta kerfinu aftur með því að fækka skattþrepunum, sér í lagi eftir svo stuttan tíma. Rökin sem notuð eru fyrir því að fækka skattþrepunum virðast aðallega vera þau að það þurfi að einfalda kerfið. Það er einkennilegt að okkur Íslendingum sé ekki treyst til að skilja kerfi með nokkrum skattþrepum þegar allar aðrar vestrænar þjóðir eru með slík fjölþrepa kerfi. Allt tal um einföldun á kerfinu og „lækkun á flækjustigi“ er aðeins yfirvarp fyrir lækkun á álögum á hina tekjumeiri. Það sem gerist með fækkun skattþrepa er að skattbyrðin er færð á milli hópa. Hærra hlutfall af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti kemur frá þeim sem hafa minnst á milli handanna. Við það er ekki hægt að búa. Einnig er augljóst að breytingarnar hafa það í för með sér að tekjur ríkissjóðs lækka á tímum þegar almenningur kallar eftir því að velferðarkerfið sé byggt upp að nýju. Það á enn frekar við nú um áramótin þegar skatthlutfallið var lækkað samhliða því að miðjuskattþrepið var fellt út. Þetta er augljóslega röng forgangsröðun. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun