Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 06:00 Aron hefur glímt við erfið nárameiðsli undanfarna mánuði. vísir/ernir Blóðtakan var mikil fyrir íslenska landsliðið í handbolta þegar það kom í ljós, daginn fyrir fyrsta leik þess á HM í Frakklandi, að Aron Pálmarsson yrði ekkert með. Aron hafði verið að glíma við meiðsli í nára í einn og hálfan mánuð og reyndi hvað hann gat að ná sér góðum í tæka tíð en án árangurs. Aron segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé nú orðinn verkjalaus og að hann sé bjartsýnn á að geta spilað aftur innan tíðar. Hann sé þó rétt svo að koma sér aftur af stað og ótímabært að segja nákvæmlega hvenær það gæti orðið. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Þetta er orðið verulega þreytt,“ viðurkennir Aron sem hefur verið í endurhæfingu á Íslandi síðan í nóvember. „Þetta er í góðum farvegi en ég flýti mér hægt. Ég er hræddur við að fara of geyst af stað en ætti þó að vera kominn með góðan grunn. Ég er með mikið af jákvæðu fólki í kringum mig sem hjálpar mér mikið.“Lét reyna á meiðslin heima Aron hélt kyrru fyrir heima á meðan landsliðið lék á æfingamóti í Danmörku. Þaðan héldu strákarnir til Frakklands og þangað kom Aron til að gera lokatilraun til að ná mótinu. „Ég hélt í vonina. Ég hafði farið í sprautumeðferð en hún var ekki byrjuð að virka. Hún er fyrst núna farin að bera árangur. En daginn fyrir leikinn gegn Spáni gat ég ekki verið með inni á teig á æfingum,“ útskýrir Aron sem taldi þá best að koma sér aftur til Íslands. „Þetta snerist að of miklu leyti um mig og mína stöðu. Ég vildi því létta á liðinu með því að fara aftur í burtu.“ Sjá einnig: Aron verður ekki með á HM Þó svo að það hafi aldrei verið viðurkennt á meðan á mótinu stóð var haldið í þá von að Aron gæti komið inn í liðið á síðari stigum þess. „Ég lét reyna tvisvar á meiðslin eftir að HM í byrjaði en ég náði aldrei að verða nógu góður.“Aron í leik með landsliðinu.vísir/epaNýliðarnir litu vel út Ísland féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar eftir baráttuleik gegn gestgjöfum sínum, Frökkum. Þrátt fyrir tapið var leikurinn einn sá besti hjá Íslandi í keppninni. En þegar upp var staðið vann Ísland aðeins einn leik allt mótið – gegn Angóla. Strákarnir fóru illa að ráði sínu á lokakafla nokkurra annarra leikja. Aron segir að það sé hægt að nefna margt jákvætt við frammistöðu Íslands en líka neikvætt. „Best var að við fengum svör við spurningum um nokkra leikmenn og hvað þeir væru komnir langt,“ segir Aron. Hann nefnir ungu nýliðana, Janus Daða Smárason, Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon, sem fengu dýrmæta reynslu. „Þeir litu vel út þó svo að það hafi ekki verið hægt að reikna með neinu frá þeim fyrirfram,“ segir hann. Skytturnar Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson fengu í fyrsta sinn stór hlutverk með landsliðinu á stórmóti og þeim fór það vel úr hendi. „Auðvitað gerðu menn mistök, eins og við var að búast. En þeir voru báðir áræðnir og sýndu að þeir geta vel spilað á þessu sviði. Það er samt heilmikið sem þarf að laga við leik liðsins.“Aron Pálmarsson.Vísir/AFPTrylltur heima í sófanum Hinn svokallaði slæmi kafli íslenska liðsins fékk sitt sviðsljós á þessu móti, eftir frægt viðtal við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson á RÚV. „Slæmi kaflinn“ skaut upp kollinum reglulega á mótinu, til að mynda í lokaleiknum gegn Frökkum þar sem Íslendingar misstu leikinn úr höndunum í upphafi síðari hálfleiks eftir góðan fyrri hálfleik. „Ég þurfti að hafa mig hægan heima í sófanum,“ sagði Aron í léttum dúr um fyrri hálfleikinn. „Ég var orðinn það trylltur. Ég þurfti bara að passa nárann.“ Talið berst svo að umræddum slæmum kafla sem fór illa með okkar menn í leiknum gegn Frökkum. „Yfirleitt þegar við eigum slæman kafla þá erum við í raun að gefa þetta frá okkur. Við erum ekki að klikka á opnum færum eða að spila lélegan handbolta, heldur erum við að gera mistök og erum sjálfum okkur verstir. Við erum í raun að kasta boltanum frá okkur. Handboltinn í dag er þannig að ef þú gerir mistök þá er þér langoftast refsað með marki.“ Sjá einnig: Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron segir að það jákvæða við þetta sé að það sé hægt að koma í veg fyrir mistök sem þessi. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu enda er þetta ekki vanalegt að sjá þetta þegar menn eru að spila með sínum félagsliðum.“ Hann segir að framtíð liðsins sé björt og að Geir Sveinsson sé á réttri leið. „Auðvitað erum við með mikinn metnað og krefjumst að okkur gangi vel. En miðað við aðstæður nú hefði verið ósanngjarnt að búast við meiru,“ segir Aron. „Við nýttum þetta mót til að fá ákveðin svör og ég held að Geir hafi fengið mörg svör, sem við getum verið sáttir við. Það þarf aga, sjálfstraust og öryggi og það eru atriði sem hægt er að byggja upp. Ég hef trú á því að við munum standa okkur vel í næstu leikjum.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Blóðtakan var mikil fyrir íslenska landsliðið í handbolta þegar það kom í ljós, daginn fyrir fyrsta leik þess á HM í Frakklandi, að Aron Pálmarsson yrði ekkert með. Aron hafði verið að glíma við meiðsli í nára í einn og hálfan mánuð og reyndi hvað hann gat að ná sér góðum í tæka tíð en án árangurs. Aron segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé nú orðinn verkjalaus og að hann sé bjartsýnn á að geta spilað aftur innan tíðar. Hann sé þó rétt svo að koma sér aftur af stað og ótímabært að segja nákvæmlega hvenær það gæti orðið. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Þetta er orðið verulega þreytt,“ viðurkennir Aron sem hefur verið í endurhæfingu á Íslandi síðan í nóvember. „Þetta er í góðum farvegi en ég flýti mér hægt. Ég er hræddur við að fara of geyst af stað en ætti þó að vera kominn með góðan grunn. Ég er með mikið af jákvæðu fólki í kringum mig sem hjálpar mér mikið.“Lét reyna á meiðslin heima Aron hélt kyrru fyrir heima á meðan landsliðið lék á æfingamóti í Danmörku. Þaðan héldu strákarnir til Frakklands og þangað kom Aron til að gera lokatilraun til að ná mótinu. „Ég hélt í vonina. Ég hafði farið í sprautumeðferð en hún var ekki byrjuð að virka. Hún er fyrst núna farin að bera árangur. En daginn fyrir leikinn gegn Spáni gat ég ekki verið með inni á teig á æfingum,“ útskýrir Aron sem taldi þá best að koma sér aftur til Íslands. „Þetta snerist að of miklu leyti um mig og mína stöðu. Ég vildi því létta á liðinu með því að fara aftur í burtu.“ Sjá einnig: Aron verður ekki með á HM Þó svo að það hafi aldrei verið viðurkennt á meðan á mótinu stóð var haldið í þá von að Aron gæti komið inn í liðið á síðari stigum þess. „Ég lét reyna tvisvar á meiðslin eftir að HM í byrjaði en ég náði aldrei að verða nógu góður.“Aron í leik með landsliðinu.vísir/epaNýliðarnir litu vel út Ísland féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar eftir baráttuleik gegn gestgjöfum sínum, Frökkum. Þrátt fyrir tapið var leikurinn einn sá besti hjá Íslandi í keppninni. En þegar upp var staðið vann Ísland aðeins einn leik allt mótið – gegn Angóla. Strákarnir fóru illa að ráði sínu á lokakafla nokkurra annarra leikja. Aron segir að það sé hægt að nefna margt jákvætt við frammistöðu Íslands en líka neikvætt. „Best var að við fengum svör við spurningum um nokkra leikmenn og hvað þeir væru komnir langt,“ segir Aron. Hann nefnir ungu nýliðana, Janus Daða Smárason, Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon, sem fengu dýrmæta reynslu. „Þeir litu vel út þó svo að það hafi ekki verið hægt að reikna með neinu frá þeim fyrirfram,“ segir hann. Skytturnar Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson fengu í fyrsta sinn stór hlutverk með landsliðinu á stórmóti og þeim fór það vel úr hendi. „Auðvitað gerðu menn mistök, eins og við var að búast. En þeir voru báðir áræðnir og sýndu að þeir geta vel spilað á þessu sviði. Það er samt heilmikið sem þarf að laga við leik liðsins.“Aron Pálmarsson.Vísir/AFPTrylltur heima í sófanum Hinn svokallaði slæmi kafli íslenska liðsins fékk sitt sviðsljós á þessu móti, eftir frægt viðtal við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson á RÚV. „Slæmi kaflinn“ skaut upp kollinum reglulega á mótinu, til að mynda í lokaleiknum gegn Frökkum þar sem Íslendingar misstu leikinn úr höndunum í upphafi síðari hálfleiks eftir góðan fyrri hálfleik. „Ég þurfti að hafa mig hægan heima í sófanum,“ sagði Aron í léttum dúr um fyrri hálfleikinn. „Ég var orðinn það trylltur. Ég þurfti bara að passa nárann.“ Talið berst svo að umræddum slæmum kafla sem fór illa með okkar menn í leiknum gegn Frökkum. „Yfirleitt þegar við eigum slæman kafla þá erum við í raun að gefa þetta frá okkur. Við erum ekki að klikka á opnum færum eða að spila lélegan handbolta, heldur erum við að gera mistök og erum sjálfum okkur verstir. Við erum í raun að kasta boltanum frá okkur. Handboltinn í dag er þannig að ef þú gerir mistök þá er þér langoftast refsað með marki.“ Sjá einnig: Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron segir að það jákvæða við þetta sé að það sé hægt að koma í veg fyrir mistök sem þessi. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu enda er þetta ekki vanalegt að sjá þetta þegar menn eru að spila með sínum félagsliðum.“ Hann segir að framtíð liðsins sé björt og að Geir Sveinsson sé á réttri leið. „Auðvitað erum við með mikinn metnað og krefjumst að okkur gangi vel. En miðað við aðstæður nú hefði verið ósanngjarnt að búast við meiru,“ segir Aron. „Við nýttum þetta mót til að fá ákveðin svör og ég held að Geir hafi fengið mörg svör, sem við getum verið sáttir við. Það þarf aga, sjálfstraust og öryggi og það eru atriði sem hægt er að byggja upp. Ég hef trú á því að við munum standa okkur vel í næstu leikjum.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira