Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum Arnar Björnsson skrifar 10. janúar 2017 19:47 „90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. Öryggisgæslan er mikil og þannig fengu blaðamenn ekki að fylgjast með þegar íslenska liðið æfði seinnipartinn. Leikmennirnir komu til Metz í dag og á morgun verður æft í keppnishöllinni og fyrsti leikurinn verður gegn Spánverjum á fimmtudag. Er Geir bjartsýnn á að Aron Pálmarsson spili á mótinu? „Það verður bara að koma í ljós, ég get ekki gefið betra svar en þetta. Ég held að við viljum öll að hann spili og draumastaðan er að hann sé heill en hann er það bara ekki. Þetta getur alveg farið í báðar áttir, það er nú bara þannig,“ segir Geir en hvenær skýrast málin með Aron? „Ég held að við fáum heilmikil svör á morgun því þá kemur í ljóst hvernig hann verður eftir æfinguna.“ Vignir Svavarsson veiktist af flensu í Danmörku og fór ekki með liðinu til Frakklands, hvernig er staðan á honum? „Ég heyrði í honum í hádeginu og hann átti bölvanlega nótt, leið samt eitthvað betur í hádeginu en þetta virðist vera erfið flensa sem hann fékk og mínar mestu áhyggjur voru að þetta myndi smita aðra leikmenn í hópnum. „Ég vona að okkur hafi tekist að bjarga því og það var meðal annars þess vegna sem við ákváðum að senda hann heim, menn jafna sig mest heima í stað þess að fara í einhver ferðalög. Því miður lítur það þannig út að hann eigi einhverja daga eftir og ég held að það sé ljóst að hann sé ekki að fara að spila á móti Spánverjum.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17 Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, gerir kröfu á að Ísland endi í 3. sæti í sínum riðli á HM í handbolta sem hefst á morgun. 10. janúar 2017 19:00 Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
„90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. Öryggisgæslan er mikil og þannig fengu blaðamenn ekki að fylgjast með þegar íslenska liðið æfði seinnipartinn. Leikmennirnir komu til Metz í dag og á morgun verður æft í keppnishöllinni og fyrsti leikurinn verður gegn Spánverjum á fimmtudag. Er Geir bjartsýnn á að Aron Pálmarsson spili á mótinu? „Það verður bara að koma í ljós, ég get ekki gefið betra svar en þetta. Ég held að við viljum öll að hann spili og draumastaðan er að hann sé heill en hann er það bara ekki. Þetta getur alveg farið í báðar áttir, það er nú bara þannig,“ segir Geir en hvenær skýrast málin með Aron? „Ég held að við fáum heilmikil svör á morgun því þá kemur í ljóst hvernig hann verður eftir æfinguna.“ Vignir Svavarsson veiktist af flensu í Danmörku og fór ekki með liðinu til Frakklands, hvernig er staðan á honum? „Ég heyrði í honum í hádeginu og hann átti bölvanlega nótt, leið samt eitthvað betur í hádeginu en þetta virðist vera erfið flensa sem hann fékk og mínar mestu áhyggjur voru að þetta myndi smita aðra leikmenn í hópnum. „Ég vona að okkur hafi tekist að bjarga því og það var meðal annars þess vegna sem við ákváðum að senda hann heim, menn jafna sig mest heima í stað þess að fara í einhver ferðalög. Því miður lítur það þannig út að hann eigi einhverja daga eftir og ég held að það sé ljóst að hann sé ekki að fara að spila á móti Spánverjum.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17 Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, gerir kröfu á að Ísland endi í 3. sæti í sínum riðli á HM í handbolta sem hefst á morgun. 10. janúar 2017 19:00 Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17
Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, gerir kröfu á að Ísland endi í 3. sæti í sínum riðli á HM í handbolta sem hefst á morgun. 10. janúar 2017 19:00
Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08