Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum Arnar Björnsson skrifar 10. janúar 2017 19:47 „90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. Öryggisgæslan er mikil og þannig fengu blaðamenn ekki að fylgjast með þegar íslenska liðið æfði seinnipartinn. Leikmennirnir komu til Metz í dag og á morgun verður æft í keppnishöllinni og fyrsti leikurinn verður gegn Spánverjum á fimmtudag. Er Geir bjartsýnn á að Aron Pálmarsson spili á mótinu? „Það verður bara að koma í ljós, ég get ekki gefið betra svar en þetta. Ég held að við viljum öll að hann spili og draumastaðan er að hann sé heill en hann er það bara ekki. Þetta getur alveg farið í báðar áttir, það er nú bara þannig,“ segir Geir en hvenær skýrast málin með Aron? „Ég held að við fáum heilmikil svör á morgun því þá kemur í ljóst hvernig hann verður eftir æfinguna.“ Vignir Svavarsson veiktist af flensu í Danmörku og fór ekki með liðinu til Frakklands, hvernig er staðan á honum? „Ég heyrði í honum í hádeginu og hann átti bölvanlega nótt, leið samt eitthvað betur í hádeginu en þetta virðist vera erfið flensa sem hann fékk og mínar mestu áhyggjur voru að þetta myndi smita aðra leikmenn í hópnum. „Ég vona að okkur hafi tekist að bjarga því og það var meðal annars þess vegna sem við ákváðum að senda hann heim, menn jafna sig mest heima í stað þess að fara í einhver ferðalög. Því miður lítur það þannig út að hann eigi einhverja daga eftir og ég held að það sé ljóst að hann sé ekki að fara að spila á móti Spánverjum.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17 Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, gerir kröfu á að Ísland endi í 3. sæti í sínum riðli á HM í handbolta sem hefst á morgun. 10. janúar 2017 19:00 Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
„90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. Öryggisgæslan er mikil og þannig fengu blaðamenn ekki að fylgjast með þegar íslenska liðið æfði seinnipartinn. Leikmennirnir komu til Metz í dag og á morgun verður æft í keppnishöllinni og fyrsti leikurinn verður gegn Spánverjum á fimmtudag. Er Geir bjartsýnn á að Aron Pálmarsson spili á mótinu? „Það verður bara að koma í ljós, ég get ekki gefið betra svar en þetta. Ég held að við viljum öll að hann spili og draumastaðan er að hann sé heill en hann er það bara ekki. Þetta getur alveg farið í báðar áttir, það er nú bara þannig,“ segir Geir en hvenær skýrast málin með Aron? „Ég held að við fáum heilmikil svör á morgun því þá kemur í ljóst hvernig hann verður eftir æfinguna.“ Vignir Svavarsson veiktist af flensu í Danmörku og fór ekki með liðinu til Frakklands, hvernig er staðan á honum? „Ég heyrði í honum í hádeginu og hann átti bölvanlega nótt, leið samt eitthvað betur í hádeginu en þetta virðist vera erfið flensa sem hann fékk og mínar mestu áhyggjur voru að þetta myndi smita aðra leikmenn í hópnum. „Ég vona að okkur hafi tekist að bjarga því og það var meðal annars þess vegna sem við ákváðum að senda hann heim, menn jafna sig mest heima í stað þess að fara í einhver ferðalög. Því miður lítur það þannig út að hann eigi einhverja daga eftir og ég held að það sé ljóst að hann sé ekki að fara að spila á móti Spánverjum.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17 Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, gerir kröfu á að Ísland endi í 3. sæti í sínum riðli á HM í handbolta sem hefst á morgun. 10. janúar 2017 19:00 Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17
Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, gerir kröfu á að Ísland endi í 3. sæti í sínum riðli á HM í handbolta sem hefst á morgun. 10. janúar 2017 19:00
Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08