Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 11. janúar 2017 18:14 Í skýrslunni kemur einnig fram að Rússar hafi í fórum sínum upplýsingar sem gætu svert mannorð Trumps og komið upp um ýmis vafasöm athæfi. Vísir/Getty Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárusum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. Trump sagði að Rússar bæru líklega ábyrgð á þessum tölvuárásum og er þetta í fyrsta sinn sem hann viðurkennir það. CNN greinir frá. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, hafi í ágúst eða september 2016 heimsótt Kremlin og rætt þar um mögulegar tölvuárásir gegn andstæðingum Trumps. Hann neitar þó öllum sökum og segir allan fréttaflutning þess efnis vera uppsuna.Sýna Trump í vafasömu ljósi Í skýrslunni kemur einnig fram að Rússar hafi í fórum sínum upplýsingar sem gætu svert mannorð Trumps og komið upp um ýmis vafasöm athæfi. Mest allur tími blaðamannafundarins fór í að ræða um þessar ásakanir þar sem Trump er sakaður um glæfralega háttsemi í fjármálum sem og að hafa verið í samskiptum við vændiskonur. Trump segir þessar ásakanir sem komi fram í skýrslunni um hans persónulegu málefni vera sett fram af veiku fólki og séu uppspuni. Hann þakkaði þeim fréttaveitum sem hefðu ekki birt skýrsluna í heild sinni og gagnrýndi einnig Buzzfeed og CNN sem birtu skýrsluna. Trump neitaði meðal annars að svara spurningu frá fréttamanni CNN og sagði þá segja fréttir sem væru uppspuni. Trump taldi þó að Rússar hefðu átt hlut í tölvuárásunum á demókrataflokkinn þar sem meðal annars var brotist inn í tölvupósta Hillary Clinton. Trump bendir þó að fleiri aðilar gætu hafa átt hlut að máli. Talsmaður Pútíns ,Dmitry Perskov, segir að ekki sé neinn fótur fyrir þessum ásökunum sem komi fram í skýrslunni um að Rússa búi yfir mannorðsskemmandi upplýsingum um Trump. Hann segir ásakanirnar settar fram í þeirri von að spilla sambandinu enn frekar á milli landanna tveggja.Afturkallar Obamacare og forðast hagsmunaárekstra Trump segir að hann muni ekki hafa nein afskipti af fyrirtækjum í hans eigu á meðan á forsetatíð hans stendur. Hann muni láta það alfarið í hendur tveggja sona sinna og ítrekar að hann muni ekki ræða málefni fyrirtækjanna við þá. Einn af lögfræðingum Trumps, Sheri Dillon, virðist vera að vinna í því að einangra Trump algjörlega frá fyrirtækjunum þannig að engar upplýsingar tengist honum á nokkurn hátt. Það sé gert til að sporna við hagsmunaárekstrum. Þannig hafi Trump lagt upp með að vera forseti þjóðar sinnar og sinna málefnum hennar einungis. Einnig kom fram að Trump hefði meðal annars gengið í skugga um að hætt verði við alla nýja viðskiptasamninga sem hafa verið í undirbúningi og hafa ekki verið skjalfestir. Trump ætlar jafnframt að afturkalla Obamacare og endurnýja hana á sama tíma. Hann leggur áherslu á að þetta mundi einungis taka tvo daga eða viku. Jafnframt sagðist hann ætla að byggja vegginn á milli Mexíkó og Bandaríkjanna og sagði að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn að mestu leyti. Sjá má blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðanDonald Trump refuses to take a question from CNN's Senior White House Correspondent @Acosta https://t.co/SYIPLekALG https://t.co/Im5Dlc38B4— CNN (@CNN) January 11, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárusum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. Trump sagði að Rússar bæru líklega ábyrgð á þessum tölvuárásum og er þetta í fyrsta sinn sem hann viðurkennir það. CNN greinir frá. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, hafi í ágúst eða september 2016 heimsótt Kremlin og rætt þar um mögulegar tölvuárásir gegn andstæðingum Trumps. Hann neitar þó öllum sökum og segir allan fréttaflutning þess efnis vera uppsuna.Sýna Trump í vafasömu ljósi Í skýrslunni kemur einnig fram að Rússar hafi í fórum sínum upplýsingar sem gætu svert mannorð Trumps og komið upp um ýmis vafasöm athæfi. Mest allur tími blaðamannafundarins fór í að ræða um þessar ásakanir þar sem Trump er sakaður um glæfralega háttsemi í fjármálum sem og að hafa verið í samskiptum við vændiskonur. Trump segir þessar ásakanir sem komi fram í skýrslunni um hans persónulegu málefni vera sett fram af veiku fólki og séu uppspuni. Hann þakkaði þeim fréttaveitum sem hefðu ekki birt skýrsluna í heild sinni og gagnrýndi einnig Buzzfeed og CNN sem birtu skýrsluna. Trump neitaði meðal annars að svara spurningu frá fréttamanni CNN og sagði þá segja fréttir sem væru uppspuni. Trump taldi þó að Rússar hefðu átt hlut í tölvuárásunum á demókrataflokkinn þar sem meðal annars var brotist inn í tölvupósta Hillary Clinton. Trump bendir þó að fleiri aðilar gætu hafa átt hlut að máli. Talsmaður Pútíns ,Dmitry Perskov, segir að ekki sé neinn fótur fyrir þessum ásökunum sem komi fram í skýrslunni um að Rússa búi yfir mannorðsskemmandi upplýsingum um Trump. Hann segir ásakanirnar settar fram í þeirri von að spilla sambandinu enn frekar á milli landanna tveggja.Afturkallar Obamacare og forðast hagsmunaárekstra Trump segir að hann muni ekki hafa nein afskipti af fyrirtækjum í hans eigu á meðan á forsetatíð hans stendur. Hann muni láta það alfarið í hendur tveggja sona sinna og ítrekar að hann muni ekki ræða málefni fyrirtækjanna við þá. Einn af lögfræðingum Trumps, Sheri Dillon, virðist vera að vinna í því að einangra Trump algjörlega frá fyrirtækjunum þannig að engar upplýsingar tengist honum á nokkurn hátt. Það sé gert til að sporna við hagsmunaárekstrum. Þannig hafi Trump lagt upp með að vera forseti þjóðar sinnar og sinna málefnum hennar einungis. Einnig kom fram að Trump hefði meðal annars gengið í skugga um að hætt verði við alla nýja viðskiptasamninga sem hafa verið í undirbúningi og hafa ekki verið skjalfestir. Trump ætlar jafnframt að afturkalla Obamacare og endurnýja hana á sama tíma. Hann leggur áherslu á að þetta mundi einungis taka tvo daga eða viku. Jafnframt sagðist hann ætla að byggja vegginn á milli Mexíkó og Bandaríkjanna og sagði að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn að mestu leyti. Sjá má blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðanDonald Trump refuses to take a question from CNN's Senior White House Correspondent @Acosta https://t.co/SYIPLekALG https://t.co/Im5Dlc38B4— CNN (@CNN) January 11, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57