Nautabanarnir of sterkir í gær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. janúar 2017 06:00 Amar Freyr Anarsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í sínum fyrsta leik á stórmóti og hér skorar hann eitt marka sinna í gær. vísir/epa Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn