Kúbverjar sem koma ólöglega til Bandaríkjanna verða sendir aftur heim Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 23:55 Barack Obama og Raúl Castro, forseti Kúbu, í Havana í mars í fyrra. vísir/epa Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira