Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Snærós Sindradóttir skrifar 14. janúar 2017 07:00 Teymið á bakvið Ghostlamp núna. Eitt þeirra er sjálft áhrifavaldur og segir mikla vinnu liggja á bak við samfélagsmiðlareikninginn sinn. Vinsældir á samfélagsmiðlum sé engin tilviljun. mynd/antonía lárusdóttir Íslenskt fyrirtæki hefur hannað forrit til að finna fólk á samfélagsmiðlum sem getur auglýst vörur með nýstárlegum hætti. Fyrirtækið kallar fólkið áhrifavalda og flokkar þá, sem undir frumskilgreiningu fyrirtækisins falla, eftir áhugasviði þeirra og markhópsins sem fólkið nær til. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni. Nýlega gengu til liðs við fyrirtækið forritarar sem komu í gagnið leitarforriti sem gengur sjálfvirkt allan sólarhringinn og finnur fólk sem hefur nægilega stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Jón Bragi fullyrðir að forritið sé það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hafi fyrirtækið nú þegar um milljón manns á skrá sem falla að skilyrðum fyrirtækisins.Jón Bragi Gíslason, stofnandi Ghostlamp. Mynd/ Antonía LárusdóttirÞar af eru ríflega 20 þúsund Íslendingar. „Við erum að miða við að þú hafir yfir eitt þúsund fylgjendur á Instagram. Það er samt ekki nóg að vera með mjög marga fylgjendur því við leitum að fólki sem er búið að byggja upp sterk tengsl við sinn fylgjendahóp,“ segir Jón Bragi. Fyrirtækið flokkar áhrifavaldana í mikilvægisröð eftir því hversu stóran markhóp hver og einn hefur. Í stuttu máli virkar það þannig að Ghostlamp fær til viðskipta við sig fyrirtæki sem skipuleggja herferð. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið hefur auglýst útivistarfatnað. Í kjölfarið hefur Ghostlamp samband við það fólk sem passar við vöruna og býður því að auglýsa hana gegn gjaldi.Jón Bragi hafnar því að um duldar auglýsingar sé að ræða. „Nei, þetta eru ekki duldar auglýsingar. Við erum ekki að ritstýra neinu. Áhrifafólkið fær bara tilboð um að taka þátt og við gefum því algjört listrænt frelsi á það hvernig það tjáir sig um vörur og þjónustu og þar af leiðandi er þetta ekki auglýsing sem slík.“ Innan skamms heldur Jón Bragi utan til að skipuleggja stóra herferð með alþjóðlegum risavörumerkjum sem þó má ekki greina frá strax vegna samninga. Fyrirtækið er nú þegar farið að starfa í Evrópu og Bandaríkjunum með þarlendum áhrifavöldum.„Þú getur fengið allt að 50 þúsund krónur fyrir herferð sem tekur þig einn dag að framkvæma. Fyrirtækin fá alvöru fólk til að vera talsmenn vörunnar sinnar og þeir búa til frábært efni til að kynna vöruna. Það fólk fær svo bara borgað eftir því hversu áhrifaríkt það er.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki hefur hannað forrit til að finna fólk á samfélagsmiðlum sem getur auglýst vörur með nýstárlegum hætti. Fyrirtækið kallar fólkið áhrifavalda og flokkar þá, sem undir frumskilgreiningu fyrirtækisins falla, eftir áhugasviði þeirra og markhópsins sem fólkið nær til. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni. Nýlega gengu til liðs við fyrirtækið forritarar sem komu í gagnið leitarforriti sem gengur sjálfvirkt allan sólarhringinn og finnur fólk sem hefur nægilega stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Jón Bragi fullyrðir að forritið sé það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hafi fyrirtækið nú þegar um milljón manns á skrá sem falla að skilyrðum fyrirtækisins.Jón Bragi Gíslason, stofnandi Ghostlamp. Mynd/ Antonía LárusdóttirÞar af eru ríflega 20 þúsund Íslendingar. „Við erum að miða við að þú hafir yfir eitt þúsund fylgjendur á Instagram. Það er samt ekki nóg að vera með mjög marga fylgjendur því við leitum að fólki sem er búið að byggja upp sterk tengsl við sinn fylgjendahóp,“ segir Jón Bragi. Fyrirtækið flokkar áhrifavaldana í mikilvægisröð eftir því hversu stóran markhóp hver og einn hefur. Í stuttu máli virkar það þannig að Ghostlamp fær til viðskipta við sig fyrirtæki sem skipuleggja herferð. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið hefur auglýst útivistarfatnað. Í kjölfarið hefur Ghostlamp samband við það fólk sem passar við vöruna og býður því að auglýsa hana gegn gjaldi.Jón Bragi hafnar því að um duldar auglýsingar sé að ræða. „Nei, þetta eru ekki duldar auglýsingar. Við erum ekki að ritstýra neinu. Áhrifafólkið fær bara tilboð um að taka þátt og við gefum því algjört listrænt frelsi á það hvernig það tjáir sig um vörur og þjónustu og þar af leiðandi er þetta ekki auglýsing sem slík.“ Innan skamms heldur Jón Bragi utan til að skipuleggja stóra herferð með alþjóðlegum risavörumerkjum sem þó má ekki greina frá strax vegna samninga. Fyrirtækið er nú þegar farið að starfa í Evrópu og Bandaríkjunum með þarlendum áhrifavöldum.„Þú getur fengið allt að 50 þúsund krónur fyrir herferð sem tekur þig einn dag að framkvæma. Fyrirtækin fá alvöru fólk til að vera talsmenn vörunnar sinnar og þeir búa til frábært efni til að kynna vöruna. Það fólk fær svo bara borgað eftir því hversu áhrifaríkt það er.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira