Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. janúar 2017 11:36 Síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík. lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn á rauða Kia Rio bílnum sem lögregla hefur óskað eftir að ná tali af í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur enn ekki gefið sig fram. Skipulögð leit lögreglu og björgunarsveita hefst í hádeginu í dag og enn er unnið að því að ná frekara myndefni úr öryggismyndavélum í miðbænum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hverfur við Laugaveg 31 „Við höfum verið að fara yfir það að afla okkur sem mestra upplýsinga úr myndavélum og reyna að afla upplýsinga um myndavélar sem ekki er vitað um. Þá höfum við sérstaklega í huga myndavélar sem kunna að beinast út úr húsum og út á götu,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var vitað um ferðir Birnu um klukkan 25 mínútur yfir fimm aðfaranótt laugardags. Þá hafði hún, samkvæmt upptökum úr eftirlitsmyndavélum, gengið ein austur Austurstræti, upp Bankastræti og Laugaveg, en á móts við hús númer 31 hverfur hún sjónum. Um sama leyti sést rauður Kia Rio aka niður Laugaveginn og hefur lögregla því beðið ökumanninn og aðra, sem kunna að hafa orðið hennar varir, að hafa samband sem fyrst. Á kortinu má sjá það sem vitað er um ferðir Birnu Brjánsdóttur.vísir/loftmyndirSérhæft björgunarfólk kallað út „Við höfum enn ekki náð sambandi við ökumanninn en hvetjum hann til að hafa samband við okkur og ræða við okkur. Það er ekki það að við grunum hann um neitt, heldur viljum við upplýsingar frá honum,“ segir Grímur. Lögregla fundaði með foreldrum Birnu í nótt og hitti svo Landsbjargarmenn í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð til þess að fara yfir hvernig skipulagðri leit verði háttað. Sérhæft björgunarsveitarfólk var kallað út á ellefta tímanum í dag en byrjað verður að leita við Laugaveg 31, þar sem Birna sást síðast. „Það var ákveðið að kalla út sérhæft björgunarfólk frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Það mun hefja leit á því svæði þar sem síðast sást til hennar og vinna sig síðan út frá því,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Aðspurður segir hann að til að byrja með verði þetta ekki fjölmennur hópur björgunarfólks. „Þetta er sérhæft björgunarsveitarfólk, þannig að við erum ekki að kalla út breiðfylkingu núna heldur að kalla út minni hópa til þess að vera með skilvirka leit á þessu svæði.“ Tilkynning Landsbjargar vegna leitarinnar að Birnu:Leitarfólk úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem mun einbeita sér að svæðinu þar sem síðast sást til Birnu og leita skipulega út frá því. Svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi og hefur síðan unnið að gagnaöflun með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem m.a. leiddi til þeirrar sameiginlegu ákvörðunar lögreglu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar að hefja leit á Birnu en laust fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð sporhunds sem bæði í miðborg Reykjavíkur og við Flatahraun í Hafnarfirði. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Ökumaðurinn á rauða Kia Rio bílnum sem lögregla hefur óskað eftir að ná tali af í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur enn ekki gefið sig fram. Skipulögð leit lögreglu og björgunarsveita hefst í hádeginu í dag og enn er unnið að því að ná frekara myndefni úr öryggismyndavélum í miðbænum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hverfur við Laugaveg 31 „Við höfum verið að fara yfir það að afla okkur sem mestra upplýsinga úr myndavélum og reyna að afla upplýsinga um myndavélar sem ekki er vitað um. Þá höfum við sérstaklega í huga myndavélar sem kunna að beinast út úr húsum og út á götu,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var vitað um ferðir Birnu um klukkan 25 mínútur yfir fimm aðfaranótt laugardags. Þá hafði hún, samkvæmt upptökum úr eftirlitsmyndavélum, gengið ein austur Austurstræti, upp Bankastræti og Laugaveg, en á móts við hús númer 31 hverfur hún sjónum. Um sama leyti sést rauður Kia Rio aka niður Laugaveginn og hefur lögregla því beðið ökumanninn og aðra, sem kunna að hafa orðið hennar varir, að hafa samband sem fyrst. Á kortinu má sjá það sem vitað er um ferðir Birnu Brjánsdóttur.vísir/loftmyndirSérhæft björgunarfólk kallað út „Við höfum enn ekki náð sambandi við ökumanninn en hvetjum hann til að hafa samband við okkur og ræða við okkur. Það er ekki það að við grunum hann um neitt, heldur viljum við upplýsingar frá honum,“ segir Grímur. Lögregla fundaði með foreldrum Birnu í nótt og hitti svo Landsbjargarmenn í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð til þess að fara yfir hvernig skipulagðri leit verði háttað. Sérhæft björgunarsveitarfólk var kallað út á ellefta tímanum í dag en byrjað verður að leita við Laugaveg 31, þar sem Birna sást síðast. „Það var ákveðið að kalla út sérhæft björgunarfólk frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Það mun hefja leit á því svæði þar sem síðast sást til hennar og vinna sig síðan út frá því,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Aðspurður segir hann að til að byrja með verði þetta ekki fjölmennur hópur björgunarfólks. „Þetta er sérhæft björgunarsveitarfólk, þannig að við erum ekki að kalla út breiðfylkingu núna heldur að kalla út minni hópa til þess að vera með skilvirka leit á þessu svæði.“ Tilkynning Landsbjargar vegna leitarinnar að Birnu:Leitarfólk úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem mun einbeita sér að svæðinu þar sem síðast sást til Birnu og leita skipulega út frá því. Svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi og hefur síðan unnið að gagnaöflun með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem m.a. leiddi til þeirrar sameiginlegu ákvörðunar lögreglu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar að hefja leit á Birnu en laust fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð sporhunds sem bæði í miðborg Reykjavíkur og við Flatahraun í Hafnarfirði.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05
Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00