Forystusauðir funda á Davos-ráðstefnunni gUÐSTEINN BJARNASON skrifar 17. janúar 2017 07:00 Mikil öryggisgæsla er að venju í svissneska fjallaþorpinu Davos þegar helstu valdamenn heims safnast þar saman. Þarna eru lögreglumenn á þaki ráðstefnuhallarinnar að fara yfir öryggisatriði. vísir/epa Meðal gesta á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þetta árið er Xi Jinping, forseti Kína. Þar hittast á hverju ári margir helstu forystusauðir viðskipta og stjórnmála í heiminum. Enginn kínverskur forseti hefur áður mætt þar til leiks og þess vegna hefur athygli fjölmiðla beinst mjög að honum, ekki síst reyndar í von um að hann gefi kannski einhverjar vísbendingar um það hvernig hann muni takast á við nýjan forseta Bandaríkjanna.Xi Jinping, forseti Kína.vísir/afpDonald Trump tekur við á föstudaginn og hefur ekkert hikað við að ögra Kínverjum, þótt fyrri Bandaríkjaforsetar og aðrir þjóðarleiðtogar hafi flestir hverjir forðast slíkt eins og heitan eldinn. Xi flytur opnunarávarp ráðstefnunnar í dag og mun að sögn kínverskra fjölmiðla leggja áherslu á mikilvægi alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, sem er þveröfugt við þá einangrunarhyggju sem Trump hefur boðað. Trump verður hins vegar fjarri góðu gamni og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mætir ekki, en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kemur til Davos síðar í dag eftir að hafa flutt ræðu heima fyrir um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tengslum við ráðstefnuna eru jafnan gefnar út miklar skýrslur um ástand efnahagsmála í heiminum. Þar á meðal senda alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Oxfam frá sér samantekt um ójöfnuð, sem þetta árið leiðir í ljós að átta ríkustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Oxfam bendir á að einungis um fjórðungur þeirra 1.800 manna sem talist geta milljarðamæringar í dollurum talið hafi eignast auð sinn með dugnaði og heiðarlegri vinnu. Þriðjungur hafi erft féð en um 43 prósent þeirra hafi komist yfir peninga vegna aðstöðu sinnar. Ráðstefnunni í Davos lýkur á föstudaginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Meðal gesta á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þetta árið er Xi Jinping, forseti Kína. Þar hittast á hverju ári margir helstu forystusauðir viðskipta og stjórnmála í heiminum. Enginn kínverskur forseti hefur áður mætt þar til leiks og þess vegna hefur athygli fjölmiðla beinst mjög að honum, ekki síst reyndar í von um að hann gefi kannski einhverjar vísbendingar um það hvernig hann muni takast á við nýjan forseta Bandaríkjanna.Xi Jinping, forseti Kína.vísir/afpDonald Trump tekur við á föstudaginn og hefur ekkert hikað við að ögra Kínverjum, þótt fyrri Bandaríkjaforsetar og aðrir þjóðarleiðtogar hafi flestir hverjir forðast slíkt eins og heitan eldinn. Xi flytur opnunarávarp ráðstefnunnar í dag og mun að sögn kínverskra fjölmiðla leggja áherslu á mikilvægi alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, sem er þveröfugt við þá einangrunarhyggju sem Trump hefur boðað. Trump verður hins vegar fjarri góðu gamni og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mætir ekki, en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kemur til Davos síðar í dag eftir að hafa flutt ræðu heima fyrir um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tengslum við ráðstefnuna eru jafnan gefnar út miklar skýrslur um ástand efnahagsmála í heiminum. Þar á meðal senda alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Oxfam frá sér samantekt um ójöfnuð, sem þetta árið leiðir í ljós að átta ríkustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Oxfam bendir á að einungis um fjórðungur þeirra 1.800 manna sem talist geta milljarðamæringar í dollurum talið hafi eignast auð sinn með dugnaði og heiðarlegri vinnu. Þriðjungur hafi erft féð en um 43 prósent þeirra hafi komist yfir peninga vegna aðstöðu sinnar. Ráðstefnunni í Davos lýkur á föstudaginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17