Bjartsýni á uppbyggingu Náttúruminjasafns á næstu árum Svavar Hávarðsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 „Ekki verður annað sagt en að rofað hafi til í málefnum safnsins nú á allra síðustu vikum og að nokkuð bjart sé fram undan, a.m.k. í ljósi hartnær 130 ára sögu safnsins og forvera þess,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Hann vísar annars vegar til þingsályktunar vegna 100 ára fullveldisafmælis íslenska ríkisins árið 2018, sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir þingkosningarnar í október, og hins vegar fjárlaga 2017. Í þingsályktuninni, sem samþykkt var í október, er að finna málsgrein um Náttúruminjasafnið þar sem segir að Alþingi skuli „fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns“. Þetta er í fyrsta skipti síðan safnið var sett á laggirnar sem fyrir liggur staðfestur, þverpólitískur vilji Alþingis til að gera vel við höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, segir Hilmar en að ályktuninni stóðu forsvarsmenn allra fimm flokkanna sem sæti áttu á síðasta Alþingi og var ályktunin samþykkt með 56 atkvæðum mótatkvæðalaust en sjö þingmenn voru fjarverandi. Afar ánægjuleg niðurstaða og þótt fyrr hefði verið! Gangi allt eðlilega eftir á Alþingi næsta vor verður Náttúruminjasafni Íslands loksins gert kleift að byggja starfsemi sína upp til frambúðar og rækja mikilvægt fræðslu- og menntunarhlutverk sitt með sóma og virðingu í samræmi við lög. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Hilmar jafnframt. Samkvæmt nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi hækkar fjárheimild safnsins árið 2017 um nær 50% miðað við fyrri ár, fer úr um 25 milljónum króna á ári, eins og verið hefur að jafnaði síðastliðin tíu ár, og verður tæpar 39 milljónir. Þetta er mun lægri upphæð en rennur til hinna höfuðsafnanna tveggja, Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands, sem fá á næsta ári tugfalt meira fé en Náttúruminjasafnið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Ekki verður annað sagt en að rofað hafi til í málefnum safnsins nú á allra síðustu vikum og að nokkuð bjart sé fram undan, a.m.k. í ljósi hartnær 130 ára sögu safnsins og forvera þess,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Hann vísar annars vegar til þingsályktunar vegna 100 ára fullveldisafmælis íslenska ríkisins árið 2018, sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir þingkosningarnar í október, og hins vegar fjárlaga 2017. Í þingsályktuninni, sem samþykkt var í október, er að finna málsgrein um Náttúruminjasafnið þar sem segir að Alþingi skuli „fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns“. Þetta er í fyrsta skipti síðan safnið var sett á laggirnar sem fyrir liggur staðfestur, þverpólitískur vilji Alþingis til að gera vel við höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, segir Hilmar en að ályktuninni stóðu forsvarsmenn allra fimm flokkanna sem sæti áttu á síðasta Alþingi og var ályktunin samþykkt með 56 atkvæðum mótatkvæðalaust en sjö þingmenn voru fjarverandi. Afar ánægjuleg niðurstaða og þótt fyrr hefði verið! Gangi allt eðlilega eftir á Alþingi næsta vor verður Náttúruminjasafni Íslands loksins gert kleift að byggja starfsemi sína upp til frambúðar og rækja mikilvægt fræðslu- og menntunarhlutverk sitt með sóma og virðingu í samræmi við lög. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Hilmar jafnframt. Samkvæmt nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi hækkar fjárheimild safnsins árið 2017 um nær 50% miðað við fyrri ár, fer úr um 25 milljónum króna á ári, eins og verið hefur að jafnaði síðastliðin tíu ár, og verður tæpar 39 milljónir. Þetta er mun lægri upphæð en rennur til hinna höfuðsafnanna tveggja, Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands, sem fá á næsta ári tugfalt meira fé en Náttúruminjasafnið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent