Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 00:17 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Enginn úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið handtekinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að enginn hafi verið yfirheyrður við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur með réttarstöðu grunaðs manns, þar með taldi skipverjar Polar Nanoq. Að öðru leyti vildi Grímur ekkert tjá sig frekar um málið. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Polar Nanoq hefði verið snúið við til Íslands vegna rannsóknar á hvarfi Birnu en reiknað er með því að togarinn komi til Íslands seinni part dags á morgun eða annað kvöld.Ítarlega verður fjallað um hvarf Birnu í Fréttablaðinu á morgun. Þar verður meðal annars varpað ljósi á upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn að morgni laugardags, morguninn sem Birna hvarf.Einn úr áhöfn Nanoq Polar var með rauða Kia Rio-bíl á leigu, sem lögreglan lagði hald á í dag, aðfaranótt laugardags þegar Birna hvarf. Lögreglan óskaði í dag eftir aðstoð danska herskipsins Tríton vegna rannsóknarinnar. Tríton var fyrir á ferð við Ísland þegar beiðni um aðstoð barst. Upplýsingafulltrúi danska hersins, Erik Boettger, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni um aðstoð hefði borist frá íslensku lögreglunni síðdegis í dag. Hann gat þó ekki tjáð sig frekar um málið, sagði það á ábyrgð íslensku lögreglunnar og að hún yrði að svara fyrir það. Sem fyrr hefur lögreglan á Íslandi neitað að tjá sig um rannsóknina og aðgerðir lögreglu sem standa yfir.Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði fyrr í kvöld lagt af stað með sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra innanborðs út á haf í átt að skipi. Grímur vildi ekki staðfesta það í samtali við RÚV. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, hefur ekki viljað tjá sig neitt um verkefni Landhelgisgæslunnar í kvöld. Þyrla gæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan átta í kvöld. Fjórir stigu úr þyrlunni við lendingu, allt starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Vísir hefur engar upplýsingar um hvaða verkefni þyrlan var að sinna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Enginn úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið handtekinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að enginn hafi verið yfirheyrður við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur með réttarstöðu grunaðs manns, þar með taldi skipverjar Polar Nanoq. Að öðru leyti vildi Grímur ekkert tjá sig frekar um málið. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Polar Nanoq hefði verið snúið við til Íslands vegna rannsóknar á hvarfi Birnu en reiknað er með því að togarinn komi til Íslands seinni part dags á morgun eða annað kvöld.Ítarlega verður fjallað um hvarf Birnu í Fréttablaðinu á morgun. Þar verður meðal annars varpað ljósi á upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn að morgni laugardags, morguninn sem Birna hvarf.Einn úr áhöfn Nanoq Polar var með rauða Kia Rio-bíl á leigu, sem lögreglan lagði hald á í dag, aðfaranótt laugardags þegar Birna hvarf. Lögreglan óskaði í dag eftir aðstoð danska herskipsins Tríton vegna rannsóknarinnar. Tríton var fyrir á ferð við Ísland þegar beiðni um aðstoð barst. Upplýsingafulltrúi danska hersins, Erik Boettger, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni um aðstoð hefði borist frá íslensku lögreglunni síðdegis í dag. Hann gat þó ekki tjáð sig frekar um málið, sagði það á ábyrgð íslensku lögreglunnar og að hún yrði að svara fyrir það. Sem fyrr hefur lögreglan á Íslandi neitað að tjá sig um rannsóknina og aðgerðir lögreglu sem standa yfir.Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði fyrr í kvöld lagt af stað með sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra innanborðs út á haf í átt að skipi. Grímur vildi ekki staðfesta það í samtali við RÚV. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, hefur ekki viljað tjá sig neitt um verkefni Landhelgisgæslunnar í kvöld. Þyrla gæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan átta í kvöld. Fjórir stigu úr þyrlunni við lendingu, allt starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Vísir hefur engar upplýsingar um hvaða verkefni þyrlan var að sinna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10
Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10
Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36