Repúblikanar æfir vegna styttingar á dómi Chelsea Manning Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2017 08:32 Samflokksmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru margir æfir vegna ákvörðunar Barack Obama Bandaríkjaforseta að stytta fangelsisdóminn yfir fyrrverandi hermanninum Chelsea Manning. Manning hefur verið í haldi lögreglu síðan 2010 og verður að óbreyttu sleppt þann 17. maí næstkomandi. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda til Wikileaks. Trump hefur sjálfur ekki tjáð sig um ákvörðun Obama að náða Manning og raunar 209 fanga til viðbótar, en samflokksmenn hans á Bandaríkjaþingi hafa ekki legið á skoðunum sínum. Einn þeirra er öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain. „Þetta eru alvarleg mistök sem ég óttast að munu hvetja aðra til njósna og grefur undan heraga,“ segir McCain í yfirsýsingu. Hann kveðst allt annað en ánægður með framferði Obama. „Þetta er leitt, en ef til vill viðeigandi lýsing á misheppnaðri öryggispólitík Obama forseta að hann vilji sleppa manneskju sem stofnaði lífi bandarískra hermanna, embættismanna og leyniþjónustumanna í hættu með því að leka hundruð þúsunda viðkvæmra gagna til Wikileaks, and-bandarískri stofnun sem var verkfæri Rússa í afskiptum þeirra af kosningunum,“ segir McCain. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir málið vera hneyksli. „Landráð Chelsea Manning stofnaði lífi Bandaríkjamanna í hættu með því að opinbera nokkur af viðkvæmustu leyndarmálum ríkisins.“ Segir Ryan að Obama skapi hættulegt fordæmi þegar manneskjur sem ógni þjóðaröryggi verði ekki látnar sæta ábyrgð vegna brota sinna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama styttir dóm Chelsea Manning Mun losna úr fangelsi eftir fimm mánuði. 17. janúar 2017 22:51 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Samflokksmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru margir æfir vegna ákvörðunar Barack Obama Bandaríkjaforseta að stytta fangelsisdóminn yfir fyrrverandi hermanninum Chelsea Manning. Manning hefur verið í haldi lögreglu síðan 2010 og verður að óbreyttu sleppt þann 17. maí næstkomandi. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda til Wikileaks. Trump hefur sjálfur ekki tjáð sig um ákvörðun Obama að náða Manning og raunar 209 fanga til viðbótar, en samflokksmenn hans á Bandaríkjaþingi hafa ekki legið á skoðunum sínum. Einn þeirra er öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain. „Þetta eru alvarleg mistök sem ég óttast að munu hvetja aðra til njósna og grefur undan heraga,“ segir McCain í yfirsýsingu. Hann kveðst allt annað en ánægður með framferði Obama. „Þetta er leitt, en ef til vill viðeigandi lýsing á misheppnaðri öryggispólitík Obama forseta að hann vilji sleppa manneskju sem stofnaði lífi bandarískra hermanna, embættismanna og leyniþjónustumanna í hættu með því að leka hundruð þúsunda viðkvæmra gagna til Wikileaks, and-bandarískri stofnun sem var verkfæri Rússa í afskiptum þeirra af kosningunum,“ segir McCain. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir málið vera hneyksli. „Landráð Chelsea Manning stofnaði lífi Bandaríkjamanna í hættu með því að opinbera nokkur af viðkvæmustu leyndarmálum ríkisins.“ Segir Ryan að Obama skapi hættulegt fordæmi þegar manneskjur sem ógni þjóðaröryggi verði ekki látnar sæta ábyrgð vegna brota sinna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama styttir dóm Chelsea Manning Mun losna úr fangelsi eftir fimm mánuði. 17. janúar 2017 22:51 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira