Repúblikanar æfir vegna styttingar á dómi Chelsea Manning Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2017 08:32 Samflokksmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru margir æfir vegna ákvörðunar Barack Obama Bandaríkjaforseta að stytta fangelsisdóminn yfir fyrrverandi hermanninum Chelsea Manning. Manning hefur verið í haldi lögreglu síðan 2010 og verður að óbreyttu sleppt þann 17. maí næstkomandi. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda til Wikileaks. Trump hefur sjálfur ekki tjáð sig um ákvörðun Obama að náða Manning og raunar 209 fanga til viðbótar, en samflokksmenn hans á Bandaríkjaþingi hafa ekki legið á skoðunum sínum. Einn þeirra er öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain. „Þetta eru alvarleg mistök sem ég óttast að munu hvetja aðra til njósna og grefur undan heraga,“ segir McCain í yfirsýsingu. Hann kveðst allt annað en ánægður með framferði Obama. „Þetta er leitt, en ef til vill viðeigandi lýsing á misheppnaðri öryggispólitík Obama forseta að hann vilji sleppa manneskju sem stofnaði lífi bandarískra hermanna, embættismanna og leyniþjónustumanna í hættu með því að leka hundruð þúsunda viðkvæmra gagna til Wikileaks, and-bandarískri stofnun sem var verkfæri Rússa í afskiptum þeirra af kosningunum,“ segir McCain. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir málið vera hneyksli. „Landráð Chelsea Manning stofnaði lífi Bandaríkjamanna í hættu með því að opinbera nokkur af viðkvæmustu leyndarmálum ríkisins.“ Segir Ryan að Obama skapi hættulegt fordæmi þegar manneskjur sem ógni þjóðaröryggi verði ekki látnar sæta ábyrgð vegna brota sinna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama styttir dóm Chelsea Manning Mun losna úr fangelsi eftir fimm mánuði. 17. janúar 2017 22:51 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Samflokksmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru margir æfir vegna ákvörðunar Barack Obama Bandaríkjaforseta að stytta fangelsisdóminn yfir fyrrverandi hermanninum Chelsea Manning. Manning hefur verið í haldi lögreglu síðan 2010 og verður að óbreyttu sleppt þann 17. maí næstkomandi. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda til Wikileaks. Trump hefur sjálfur ekki tjáð sig um ákvörðun Obama að náða Manning og raunar 209 fanga til viðbótar, en samflokksmenn hans á Bandaríkjaþingi hafa ekki legið á skoðunum sínum. Einn þeirra er öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain. „Þetta eru alvarleg mistök sem ég óttast að munu hvetja aðra til njósna og grefur undan heraga,“ segir McCain í yfirsýsingu. Hann kveðst allt annað en ánægður með framferði Obama. „Þetta er leitt, en ef til vill viðeigandi lýsing á misheppnaðri öryggispólitík Obama forseta að hann vilji sleppa manneskju sem stofnaði lífi bandarískra hermanna, embættismanna og leyniþjónustumanna í hættu með því að leka hundruð þúsunda viðkvæmra gagna til Wikileaks, and-bandarískri stofnun sem var verkfæri Rússa í afskiptum þeirra af kosningunum,“ segir McCain. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir málið vera hneyksli. „Landráð Chelsea Manning stofnaði lífi Bandaríkjamanna í hættu með því að opinbera nokkur af viðkvæmustu leyndarmálum ríkisins.“ Segir Ryan að Obama skapi hættulegt fordæmi þegar manneskjur sem ógni þjóðaröryggi verði ekki látnar sæta ábyrgð vegna brota sinna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama styttir dóm Chelsea Manning Mun losna úr fangelsi eftir fimm mánuði. 17. janúar 2017 22:51 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira