Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2017 00:00 Tæknideild lögreglu á leið um borð í Polar Nanoq. Vísir/Anton Brink Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld. Þrír úr áhöfn skipsins voru handteknir fyrr í dag og í kvöld vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt síðastliðins laugardags. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að skipverjarnir þrír sem voru handteknir hafa allir verið leiddir frá borði og verða færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða yfirheyrðir. Skipið er kyrrsett á meðan lögreglan leitar í skipinu. Rúmlega 20 eru í áhöfn skipsins en þeir sem eru ekki handteknir eru með stöðu vitnis í málinu og verður tekin vitnaskýrsla af þeim. Þeir sem eru með stöðu vitnis í áhöfn sæta ekki landgöngubanni en Grímur Grímsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að skipið geti lagt um höfn um leið og lögreglan hefur lokið leit og klárað vitnaskýrslutökur.Fyrstu tveir handteknir um hádegisbil Um hádegisbilið handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska skipinu um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Í tilkynningu kom fram að sérsveitarmennirnir hefðu farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú erkomið til hafnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir sigu niður í skipið og tóku yfir stjórn þess.Lögregla á leið með skipverja á lögreglustöð.Vísir/Anton BrinkSá þriðji handtekinn um kvöldið Um klukkan hálf níu í kvöld var þriðji maðurinn handtekinn um borð í skipinu þar sem það var á leið til landsins. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Mennirnir þrír sem handteknir voru eru allir grænlenskir og með réttarstöðu sakbornings. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu sagði rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Þeim var boðið að tjá sig um sakarefnið í skipinu en gerðu það ekki. Þeim verður úthlutað verjendur þegar þeir eru komnir í land.Má halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld vegna komu Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkVildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Um hálftíma eftir að skipið lagðist við bryggju mátti sjá einn af sérsveitarmönnunum sem sigu niður í skipið úti á hafi um hádegisbilið í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld. Þrír úr áhöfn skipsins voru handteknir fyrr í dag og í kvöld vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt síðastliðins laugardags. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að skipverjarnir þrír sem voru handteknir hafa allir verið leiddir frá borði og verða færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða yfirheyrðir. Skipið er kyrrsett á meðan lögreglan leitar í skipinu. Rúmlega 20 eru í áhöfn skipsins en þeir sem eru ekki handteknir eru með stöðu vitnis í málinu og verður tekin vitnaskýrsla af þeim. Þeir sem eru með stöðu vitnis í áhöfn sæta ekki landgöngubanni en Grímur Grímsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að skipið geti lagt um höfn um leið og lögreglan hefur lokið leit og klárað vitnaskýrslutökur.Fyrstu tveir handteknir um hádegisbil Um hádegisbilið handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska skipinu um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Í tilkynningu kom fram að sérsveitarmennirnir hefðu farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú erkomið til hafnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir sigu niður í skipið og tóku yfir stjórn þess.Lögregla á leið með skipverja á lögreglustöð.Vísir/Anton BrinkSá þriðji handtekinn um kvöldið Um klukkan hálf níu í kvöld var þriðji maðurinn handtekinn um borð í skipinu þar sem það var á leið til landsins. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Mennirnir þrír sem handteknir voru eru allir grænlenskir og með réttarstöðu sakbornings. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu sagði rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Þeim var boðið að tjá sig um sakarefnið í skipinu en gerðu það ekki. Þeim verður úthlutað verjendur þegar þeir eru komnir í land.Má halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld vegna komu Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkVildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Um hálftíma eftir að skipið lagðist við bryggju mátti sjá einn af sérsveitarmönnunum sem sigu niður í skipið úti á hafi um hádegisbilið í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33