Guðni Th.: Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2017 13:15 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fylgist með íslenska landsliðinu á HM i handbolta. Vísir/EPA Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira