Trump um tölvuárásir Rússa: Ég veit hluti sem annað fólk veit ekki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. janúar 2017 16:41 Donald Trump veit margt sem við vitum ekki. Nordicphotos/AFP Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira
Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira