Óttar Magnús og Oliver á lista yfir bestu leikmenn í Norður-Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 13:00 Óttar Magnús Karlsson er fæddur 1997 en Oliver Sigurjónsson árið 1995. vísir/tom/stefán Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira