Vopnahlé í Sýrlandi hangir á bláþræði Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. janúar 2017 07:00 Rússneski herinn hefur undanfarið unnið að því að fjarlægja jarðsprengjur úr austurhluta Aleppo-borgar, en uppreisnarmenn voru hraktir þaðan stuttu fyrir jól. vísir/epa Vopnahléið í Sýrlandi hefur ekki staðið í heila viku og gæti verið að renna út í sandinn vegna vopnahlésbrota sýrlenska stjórnarhersins. Uppreisnarmenn segja grundvöll vopnahlésins brostinn vegna þess að hvorki Sýrlandsstjórn né Rússar hafi staðið við sinn hluta. Árásir hafi haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Wadi Barada er dalur í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus, en uppreisnarmennirnir segja í yfirlýsingu, sem birt er á vef fréttastöðvarinnar Al Jazeera, að árásir hafi einnig verið gerðar á austurhluta borgarinnar Ghouta, úthverfi Hama og á Daraa. Barada-dalurinn er sérlega mikilvægur vegna þess að áin Barada er mikilvægasta vatnsból höfuðborgarinnar, að því er fram kemur á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Átökin í dalnum hafa eyðilagt vatnsdælur þar. Bandaríkin eiga engan hlut að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum til vopnahlés í Sýrlandi. Það voru Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu um það, en Rússar hafa stutt stjórn Bashars al Assad forseta og Tyrkir hafa stutt uppreisnina gegn Assad. Einungis hófsamir uppreisnarhópar eiga þó aðild að vopnahléinu. Öfgahópar á borð við Íslamska ríkið fá engin grið, hvorki frá sýrlenska stjórnarhernum, Rússum né Tyrkjum. Hersveitir Kúrda, sem barist hafa gegn Íslamska ríkinu og haft til þess einhvern stuðning frá Vesturlöndum, fá hins vegar ekki heldur aðild að vopnahléinu enda líta Tyrkir á Kúrda sem ógn við tyrkneska hagsmuni. Tyrknesk stjórnvöld krefjast þess nú að Donald Trump sjái til þess að Bandaríkin hætti að styðja Kúrdaherinn þegar hann tekur við embættinu síðar í þessum mánuði. Undirbúningsviðræður fyrir friðarsamninga áttu að hefjast í Astana, höfuðborg Kasakstans, síðar í þessum mánuði. Þangað áttu bæði fulltrúar uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar að koma, ásamt fulltrúum frá Rússlandi, Tyrklandi og Íran. Íranar hafa stutt stjórn Assads, rétt eins og Rússar. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í nærri sex ár og kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Vopnahléið í Sýrlandi hefur ekki staðið í heila viku og gæti verið að renna út í sandinn vegna vopnahlésbrota sýrlenska stjórnarhersins. Uppreisnarmenn segja grundvöll vopnahlésins brostinn vegna þess að hvorki Sýrlandsstjórn né Rússar hafi staðið við sinn hluta. Árásir hafi haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Wadi Barada er dalur í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus, en uppreisnarmennirnir segja í yfirlýsingu, sem birt er á vef fréttastöðvarinnar Al Jazeera, að árásir hafi einnig verið gerðar á austurhluta borgarinnar Ghouta, úthverfi Hama og á Daraa. Barada-dalurinn er sérlega mikilvægur vegna þess að áin Barada er mikilvægasta vatnsból höfuðborgarinnar, að því er fram kemur á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Átökin í dalnum hafa eyðilagt vatnsdælur þar. Bandaríkin eiga engan hlut að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum til vopnahlés í Sýrlandi. Það voru Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu um það, en Rússar hafa stutt stjórn Bashars al Assad forseta og Tyrkir hafa stutt uppreisnina gegn Assad. Einungis hófsamir uppreisnarhópar eiga þó aðild að vopnahléinu. Öfgahópar á borð við Íslamska ríkið fá engin grið, hvorki frá sýrlenska stjórnarhernum, Rússum né Tyrkjum. Hersveitir Kúrda, sem barist hafa gegn Íslamska ríkinu og haft til þess einhvern stuðning frá Vesturlöndum, fá hins vegar ekki heldur aðild að vopnahléinu enda líta Tyrkir á Kúrda sem ógn við tyrkneska hagsmuni. Tyrknesk stjórnvöld krefjast þess nú að Donald Trump sjái til þess að Bandaríkin hætti að styðja Kúrdaherinn þegar hann tekur við embættinu síðar í þessum mánuði. Undirbúningsviðræður fyrir friðarsamninga áttu að hefjast í Astana, höfuðborg Kasakstans, síðar í þessum mánuði. Þangað áttu bæði fulltrúar uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar að koma, ásamt fulltrúum frá Rússlandi, Tyrklandi og Íran. Íranar hafa stutt stjórn Assads, rétt eins og Rússar. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í nærri sex ár og kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00