Klikkaði á síðasta sparkinu sínu og missti af 57 milljóna króna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2017 21:30 Adam Vinatieri. Vísir/Samsett Adam Vinatieri er einn frægasti og besti sparkarinn í sögu ameríska fótboltans en þessi 44 ára gamli maður er enn að spila í NFL-deildinni þrátt fyrir að vera kominn langt inn á fimmtugsaldurinn. Vinatieri er frægur fyrir að klikka aldrei á úrslitastundu og hefur hann meðal annars tryggt tveimur liðum NFL-meistaratitilinn á sínum ferli með því að skora vallarmark í lokin á Super Bowl leik. Adam Vinatieri setti líka nýtt NFL-met á þessu tímabili með því að skora 44 vallarmörk í röð án þess að klikka. Hann átti mjög gott tímabil þrátt fyrir að liði hans hafi mistekist að komast í úrslitakeppnina. Vinatieri klikkaði aftur á móti á vallarmarki í síðasta leik tímabilsins hjá Indianapolis Colts en þetta var leikur sem skipti engu máli fyrir Colts-liðið. Þótt að þetta vallarmark hafi ekki skipt liðið miklu máli þá skipti það hann sjálfan mjög miklu máli. Indianapolis Colts ætlaði nefnilega að borga Adam Vinatieri 500 þúsund dollara bónus ef hann næði að nýta nítíu prósent sparka sinn á tímabilinu. 500 þúsund dollarar eru 57 milljónir íslenskra króna og því ágætis bónus þarna á ferðinni. ESPN segir frá. Adam Vinatieri kom inn í lokaleikinn með 89,6 prósent nýtingu og hefði hann nýtt öll spörkin sín í honum þá hefði hann tryggt sér bónusinn. Vinatieri klikkaði hinsvegar á 48 jarda sparki í öðrum leikhluta á móti Jacksonville Jaguars sem þýddi að hann nýtti „aðeins“ 87,1 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Adam Vinatieri fékk 3,2 milljónir dollara fyrir allt tímabilið eða 370 milljónir og hefði því getað tryggt sér fimmtán prósenta launahækkun hefði hann skorað. Hann þarf svo sem ekkert að kvarta mikið yfir launum sínum og lifir þetta örugglega alveg af. NFL Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Sjá meira
Adam Vinatieri er einn frægasti og besti sparkarinn í sögu ameríska fótboltans en þessi 44 ára gamli maður er enn að spila í NFL-deildinni þrátt fyrir að vera kominn langt inn á fimmtugsaldurinn. Vinatieri er frægur fyrir að klikka aldrei á úrslitastundu og hefur hann meðal annars tryggt tveimur liðum NFL-meistaratitilinn á sínum ferli með því að skora vallarmark í lokin á Super Bowl leik. Adam Vinatieri setti líka nýtt NFL-met á þessu tímabili með því að skora 44 vallarmörk í röð án þess að klikka. Hann átti mjög gott tímabil þrátt fyrir að liði hans hafi mistekist að komast í úrslitakeppnina. Vinatieri klikkaði aftur á móti á vallarmarki í síðasta leik tímabilsins hjá Indianapolis Colts en þetta var leikur sem skipti engu máli fyrir Colts-liðið. Þótt að þetta vallarmark hafi ekki skipt liðið miklu máli þá skipti það hann sjálfan mjög miklu máli. Indianapolis Colts ætlaði nefnilega að borga Adam Vinatieri 500 þúsund dollara bónus ef hann næði að nýta nítíu prósent sparka sinn á tímabilinu. 500 þúsund dollarar eru 57 milljónir íslenskra króna og því ágætis bónus þarna á ferðinni. ESPN segir frá. Adam Vinatieri kom inn í lokaleikinn með 89,6 prósent nýtingu og hefði hann nýtt öll spörkin sín í honum þá hefði hann tryggt sér bónusinn. Vinatieri klikkaði hinsvegar á 48 jarda sparki í öðrum leikhluta á móti Jacksonville Jaguars sem þýddi að hann nýtti „aðeins“ 87,1 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Adam Vinatieri fékk 3,2 milljónir dollara fyrir allt tímabilið eða 370 milljónir og hefði því getað tryggt sér fimmtán prósenta launahækkun hefði hann skorað. Hann þarf svo sem ekkert að kvarta mikið yfir launum sínum og lifir þetta örugglega alveg af.
NFL Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Sjá meira