Sá eini rétti að mati mömmu Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði níu mörk eftir áramót og fram að vori og meira og minna hélt heilu liði nánast einn síns liðs uppi í ensku úrvalsdeildinni, erfiðustu deild heims. Hann var síðan frábær á EM þar sem strákarnir okkar heilluðu heimsbyggðina og hélt svo áfram að fara á kostum á Englandi út árið. Samt tókst fullt af fólki að verða alveg tryllt yfir því að hann var kjörinn Íþróttamaður ársins. Eins og við mátti búast voru stuðningsmenn, aðdáendur og velunnarar hinna sem voru „hlunnfarnir“ um þessi stærstu einstaklingsverðlaun íslensks íþróttalífs ósáttir. En þeir gleyma því að með orðum sínum setja þeir Gylfa og afrek hans niður, sem er í raun skammarlegt. Besservisserar af gamla skólanum voru svo hissa að þeir gátu vart orða bundist og létu alla vita af því. Efstu þrjú í kjörinu voru Gylfi, Hrafnhildur og Ólafía Þórunn. Þau sem vonuðust eftir sigri stúlknanna mögnuðu voru ósátt og er það skiljanlegt þótt óþarfi sé að gera lítið úr sigurvegaranum alveg eins og fótboltamenn gerðu í fyrra þegar Eygló vann en ekki Gylfi. En svo er fólk eins og móðir mín góð sem hélt með engu af þessum þremur. Hún bara trúir ekki að Aron Einar Gunnarsson hafi ekki fengið útnefninguna að þessu sinni. Gefum mömmu orðið við eldhúsborðið: „Aron er búinn að vera fyrirliði íslenska liðsins og fyrirliði alls Íslands. Hann stóð frammi fyrir liðinu á EM. Hann er búinn að vera þvílík landkynning og stolt þjóðarinnar. Mikið svakalega getur þessi þjóð verið vanþakklát.“ Mamma gleymdi í smá stund að það er sonur hennar og 23 aðrir íþróttafréttamenn sem kusu, en ekki þjóðin. Það stóð ekki á svari: „Hvað er að ykkur?!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði níu mörk eftir áramót og fram að vori og meira og minna hélt heilu liði nánast einn síns liðs uppi í ensku úrvalsdeildinni, erfiðustu deild heims. Hann var síðan frábær á EM þar sem strákarnir okkar heilluðu heimsbyggðina og hélt svo áfram að fara á kostum á Englandi út árið. Samt tókst fullt af fólki að verða alveg tryllt yfir því að hann var kjörinn Íþróttamaður ársins. Eins og við mátti búast voru stuðningsmenn, aðdáendur og velunnarar hinna sem voru „hlunnfarnir“ um þessi stærstu einstaklingsverðlaun íslensks íþróttalífs ósáttir. En þeir gleyma því að með orðum sínum setja þeir Gylfa og afrek hans niður, sem er í raun skammarlegt. Besservisserar af gamla skólanum voru svo hissa að þeir gátu vart orða bundist og létu alla vita af því. Efstu þrjú í kjörinu voru Gylfi, Hrafnhildur og Ólafía Þórunn. Þau sem vonuðust eftir sigri stúlknanna mögnuðu voru ósátt og er það skiljanlegt þótt óþarfi sé að gera lítið úr sigurvegaranum alveg eins og fótboltamenn gerðu í fyrra þegar Eygló vann en ekki Gylfi. En svo er fólk eins og móðir mín góð sem hélt með engu af þessum þremur. Hún bara trúir ekki að Aron Einar Gunnarsson hafi ekki fengið útnefninguna að þessu sinni. Gefum mömmu orðið við eldhúsborðið: „Aron er búinn að vera fyrirliði íslenska liðsins og fyrirliði alls Íslands. Hann stóð frammi fyrir liðinu á EM. Hann er búinn að vera þvílík landkynning og stolt þjóðarinnar. Mikið svakalega getur þessi þjóð verið vanþakklát.“ Mamma gleymdi í smá stund að það er sonur hennar og 23 aðrir íþróttafréttamenn sem kusu, en ekki þjóðin. Það stóð ekki á svari: „Hvað er að ykkur?!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar