Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - ÍR 82-98 | ÍR ekki í miklum vandræðum Arnór Óskarsson í Fjárhúsinu skrifar 5. janúar 2017 21:00 Quincy Hankins-Cole mætir sínum gömlu félögum í kvöld. vísir/anton ÍR-ingar unnu Snæfell sannfærandi, 82-98, í tólftu umferð Domino´s deildarinnar í Íþróttarmiðstöð Stykkishólms í kvöld. Leikurinn hófst á ágætis hittni hjá báðum liðum og einkenndist af miklum hraða en ÍR-ingar voru þó sterkari aðilinn í upphafi leiks. Gestirnir voru ávallt skrefinu á undan og kláruðu flest öll færi með sóma. Jafnframt sýndu ÍR-ingar skilvirkan varnarleik sem skilaði þó nokkrum hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Í öðrum leikhluta minnkaði hraði leiksins hinsvegar töluvert og fóru bæði liðin að stilla í auknum mæli upp í sóknarkerfin sín. Boltinn gekk ágætlega á milli manna hjá ÍR-ingum og enduðu flestar sóknir með öruggum körfum. Snæfell átti aftur á móti aðeins erfiðara með sinn sóknarleik en um miðjan annan leikhluta breyttist það og virtist minni hraði hafa jákvæð áhrif á sóknar- og varnarleik Snæfells. Heimamönnum tókst að minnka muninn í fimm stig áður en ÍR vaknaði aftur til lífs og setti allt í botn aftur. Mikilvægir þristar hjálpuðu gestunum í lok leikhlutans að klára fyrri hálfleik með átján stiga forskoti. Seinni hálfleikur byrjaði illa fyrir gestina. Quincy Hankins-Cole, fyrriverandi leikmaður Snæfells, fékk fljótlega dæmda á sig fjórðu villuna og fór á bekkin. Í kjölfar var stemmingin snæfellsmegin og greinilegt að allt gæti gerst í þessum leik. Á þessum tíma færðist töluverður hiti í leikin en heimamönnum tókst að nýta sér nýja andrúmsloftið sér í hag og minnkuði muninn í sjö stig. ÍR lét heimamenn fara í taugarnar á sér og hafði það augljóslega veruleg áhrif á þeirra leik en gestirnir fóru í auknum mæli að vannýta þau færi sem sköpuðust. Í fjórða leikhluta fundu gestirnir hinsvegar aftur réttan takt og með innkomu Quincy Hankins-Cole, sem hafði verið á bekknum nánast allan þriðja leikhluta, fór sóknarleikur ÍR-inga að verða betri og yfirvegaðri. Skotnýting fór aftur að batna og munurinn jókst enn á ný. Loks vann ÍR sannfærandi 16 stiga sigur á baráttuglöðu liði Snæfells sem mættu kanalausir til leiks í kvöld.Afhverju vann ÍR? ÍR-ingar búa yfir góðan mannskap og hafa ítrekað sýnt að þeir eru til alls líklegir þegar þeir mæta vel stemmdir til leiks. Sigurinn í kvöld var engu að síðu hálfgert formsatriði því kanalausir Hólmarar áttu erfitt með að ógna ÍR-ingum. ÍR stjórnaði leiknum mest allan tíman þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir heimamanna til að verja heimavöllinn sinn.Hvað gekk vel? Varnarleikur ÍR-inga var góður, einkum í fyrsta og öðrum leikhluta. Sú pressa sem sett var á heimamenn skilaði sér í hraðaupphlaupum og leiddi til þess að Snæfell þurfti að elta gestina allan leikinn. Sóknarleikur ÍR-inga var einnig til fyrirmyndar og var þá sérstaklega gaman að fylgjast með hversu vel boltinn gekk á milli manna á köflum. Hvað gekk illa? Þriðji leikhluti reyndist ÍR-ingum mjög erfiður. Um leið og ÍR-ingar tóku Quincy af vellinum fór Snæfell að auka pressuna sem leiddi greinilega til þess að menn urðu pirraðir. Kristinn Marínósson fékk dæmda á sig tæknivillu, skotnýtingin versnaði og heimamönnum tókst loks að vinna leikhlutann.Bestu menn vallarins? Hjá ÍR voru Sveinbjörn Claessen, Kristinn Marínósson og Matthías Orri mjög áberandi í bæði vörn og sókn. Quincy Hankins-Cole skilaði sínu þrátt fyrir að lenda snemma í villuvandræðum. Hjá Snæfell áttu þeir Andrée Fares Michelsson og Sveinn Arnar Davíðsson góðan leik.Borche: Allt of dýrkeyptur sigur ef meiðslin eru alvarleg „Kristinn Marínósson er meiddur og nú þurfum við að hitta lækni til að sjá hversu alvarlegt þetta er. Þetta leit alls ekki vel út,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, áhyggjufullur eftir sigurinn í kvöld. „Engu að síðu náðum við í tvö stig eins og við bjuggumst fyrirfram við. Við stjórnuðum leiknum og þrátt fyrir lítinn mun á köflum vorum við allan tíman sigurvissir.“ „Þriðji leikhluti var hinsvegar ekki góður. Við komum þó aftur til baka og kláruðum leikin þrátt fyrir villuvandræði hjá Quincy. Mig grunar að Snæfell ætlaði að fara í taugarnar á honum og spila dirty, sem getur verið hættulegt, en hann lifði þetta af. Hann á eftir að átta sig á því að fólk kemur til með að reyna að stoppa hann með ýmsum hætti. Hann verður samt að aðlagast og venjast þessu án þess að láta koma sér úr jafnvægi.“ „Ef Snæfell heldur áfram að berjast af sambærilegri ástriðu eiga þeir eftir að valda öðrum liðum miklum vandræðum,“ sagði Borche að lokum.Ingi Þór: Stoltur af mínu liði og tek hatt minn ofan fyrir því hvernig við spiluðum „Við vorum án Ameríkana og ég var mjög pirraður með það eins og var búið að tala um í dag en þeir sem spiluðu og voru á gólfinu lögðu sig allir fram,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við lendum tuttugu stigum undir og náum í fjórgang að minnka þetta í fimm eða sex stig. Með aðeins betri frákastabaráttu hefðum við náð yfirhöndum og leikurinn hefði farið öðruvísi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
ÍR-ingar unnu Snæfell sannfærandi, 82-98, í tólftu umferð Domino´s deildarinnar í Íþróttarmiðstöð Stykkishólms í kvöld. Leikurinn hófst á ágætis hittni hjá báðum liðum og einkenndist af miklum hraða en ÍR-ingar voru þó sterkari aðilinn í upphafi leiks. Gestirnir voru ávallt skrefinu á undan og kláruðu flest öll færi með sóma. Jafnframt sýndu ÍR-ingar skilvirkan varnarleik sem skilaði þó nokkrum hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Í öðrum leikhluta minnkaði hraði leiksins hinsvegar töluvert og fóru bæði liðin að stilla í auknum mæli upp í sóknarkerfin sín. Boltinn gekk ágætlega á milli manna hjá ÍR-ingum og enduðu flestar sóknir með öruggum körfum. Snæfell átti aftur á móti aðeins erfiðara með sinn sóknarleik en um miðjan annan leikhluta breyttist það og virtist minni hraði hafa jákvæð áhrif á sóknar- og varnarleik Snæfells. Heimamönnum tókst að minnka muninn í fimm stig áður en ÍR vaknaði aftur til lífs og setti allt í botn aftur. Mikilvægir þristar hjálpuðu gestunum í lok leikhlutans að klára fyrri hálfleik með átján stiga forskoti. Seinni hálfleikur byrjaði illa fyrir gestina. Quincy Hankins-Cole, fyrriverandi leikmaður Snæfells, fékk fljótlega dæmda á sig fjórðu villuna og fór á bekkin. Í kjölfar var stemmingin snæfellsmegin og greinilegt að allt gæti gerst í þessum leik. Á þessum tíma færðist töluverður hiti í leikin en heimamönnum tókst að nýta sér nýja andrúmsloftið sér í hag og minnkuði muninn í sjö stig. ÍR lét heimamenn fara í taugarnar á sér og hafði það augljóslega veruleg áhrif á þeirra leik en gestirnir fóru í auknum mæli að vannýta þau færi sem sköpuðust. Í fjórða leikhluta fundu gestirnir hinsvegar aftur réttan takt og með innkomu Quincy Hankins-Cole, sem hafði verið á bekknum nánast allan þriðja leikhluta, fór sóknarleikur ÍR-inga að verða betri og yfirvegaðri. Skotnýting fór aftur að batna og munurinn jókst enn á ný. Loks vann ÍR sannfærandi 16 stiga sigur á baráttuglöðu liði Snæfells sem mættu kanalausir til leiks í kvöld.Afhverju vann ÍR? ÍR-ingar búa yfir góðan mannskap og hafa ítrekað sýnt að þeir eru til alls líklegir þegar þeir mæta vel stemmdir til leiks. Sigurinn í kvöld var engu að síðu hálfgert formsatriði því kanalausir Hólmarar áttu erfitt með að ógna ÍR-ingum. ÍR stjórnaði leiknum mest allan tíman þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir heimamanna til að verja heimavöllinn sinn.Hvað gekk vel? Varnarleikur ÍR-inga var góður, einkum í fyrsta og öðrum leikhluta. Sú pressa sem sett var á heimamenn skilaði sér í hraðaupphlaupum og leiddi til þess að Snæfell þurfti að elta gestina allan leikinn. Sóknarleikur ÍR-inga var einnig til fyrirmyndar og var þá sérstaklega gaman að fylgjast með hversu vel boltinn gekk á milli manna á köflum. Hvað gekk illa? Þriðji leikhluti reyndist ÍR-ingum mjög erfiður. Um leið og ÍR-ingar tóku Quincy af vellinum fór Snæfell að auka pressuna sem leiddi greinilega til þess að menn urðu pirraðir. Kristinn Marínósson fékk dæmda á sig tæknivillu, skotnýtingin versnaði og heimamönnum tókst loks að vinna leikhlutann.Bestu menn vallarins? Hjá ÍR voru Sveinbjörn Claessen, Kristinn Marínósson og Matthías Orri mjög áberandi í bæði vörn og sókn. Quincy Hankins-Cole skilaði sínu þrátt fyrir að lenda snemma í villuvandræðum. Hjá Snæfell áttu þeir Andrée Fares Michelsson og Sveinn Arnar Davíðsson góðan leik.Borche: Allt of dýrkeyptur sigur ef meiðslin eru alvarleg „Kristinn Marínósson er meiddur og nú þurfum við að hitta lækni til að sjá hversu alvarlegt þetta er. Þetta leit alls ekki vel út,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, áhyggjufullur eftir sigurinn í kvöld. „Engu að síðu náðum við í tvö stig eins og við bjuggumst fyrirfram við. Við stjórnuðum leiknum og þrátt fyrir lítinn mun á köflum vorum við allan tíman sigurvissir.“ „Þriðji leikhluti var hinsvegar ekki góður. Við komum þó aftur til baka og kláruðum leikin þrátt fyrir villuvandræði hjá Quincy. Mig grunar að Snæfell ætlaði að fara í taugarnar á honum og spila dirty, sem getur verið hættulegt, en hann lifði þetta af. Hann á eftir að átta sig á því að fólk kemur til með að reyna að stoppa hann með ýmsum hætti. Hann verður samt að aðlagast og venjast þessu án þess að láta koma sér úr jafnvægi.“ „Ef Snæfell heldur áfram að berjast af sambærilegri ástriðu eiga þeir eftir að valda öðrum liðum miklum vandræðum,“ sagði Borche að lokum.Ingi Þór: Stoltur af mínu liði og tek hatt minn ofan fyrir því hvernig við spiluðum „Við vorum án Ameríkana og ég var mjög pirraður með það eins og var búið að tala um í dag en þeir sem spiluðu og voru á gólfinu lögðu sig allir fram,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við lendum tuttugu stigum undir og náum í fjórgang að minnka þetta í fimm eða sex stig. Með aðeins betri frákastabaráttu hefðum við náð yfirhöndum og leikurinn hefði farið öðruvísi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira