Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Haraldur Guðmundsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 6. janúar 2017 07:30 Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eru farnir út úr hluthafahópi Morgundags. Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa selt 36 prósenta hlut sinn í Fréttatímanum og hverfa þar með úr eigendahópi fjölmiðilsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu þeir öllum afskiptum af rekstri útgáfufélags Fréttatímans í haust vegna óánægju með ritstjórnarstefnu blaðsins. Árni hættir sem formaður stjórnar og tekur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, við. Eftir söluna eru hluthafar félagsins þrír; Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári, sem er stærsti eigandi blaðsins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í hádeginu í gær. „Viltu ekki bara ræða það við þá?“ sagði Gunnar Smári þegar blaðamaður náði í hann í síma í gær. Árni og Hallbjörn vildu heldur ekki veita viðtal en þeir áttu hvor um sig 18,1 prósent í Morgundegi ehf., útgáfufélagi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi, segist ekki hafa íhugað að selja sinn 18,1 prósents hlut sem hann á í fjölmiðlinum í gegnum félagið Dexter fjárfestingar ehf. „Það eru engar breytingar í vændum hjá mér,“ segir Sigurður Gísli í samtali við Fréttablaðið. Árni og Hallbjörn fóru inn í eigendahóp Morgundags, áður Miðopna, í nóvember 2015. Í fréttatilkynningu sem nýr eigendahópur Fréttatímans sendi þá frá sér kom fram að Gunnar Smári færi með forystu hans og að ritstjórinn og útgefandi blaðsins og Þóra Tómasdóttir myndu taka við stjórn þess í lok ársins. Markmiðið með kaupunum væri að efla og styrkja Fréttatímann og auka þátttöku fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaði. Samkvæmt skráningu á eignarhaldi Fréttatímans hjá Fjölmiðlanefnd er Gunnar Smári stærstur hluthafa með 29,5 prósent. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á 16,2 prósent. Morgundagur var rekinn með 13,5 milljóna króna tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi útgáfufélagsins. Tvöfaldaðist tapið þá milli ára. Í haust var útgáfudögum fjölgað úr tveimur á viku í þrjá. Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem vefstjóri Fréttatímans um áramótin eins og kom fram á Vísir.is í gær. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa selt 36 prósenta hlut sinn í Fréttatímanum og hverfa þar með úr eigendahópi fjölmiðilsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu þeir öllum afskiptum af rekstri útgáfufélags Fréttatímans í haust vegna óánægju með ritstjórnarstefnu blaðsins. Árni hættir sem formaður stjórnar og tekur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, við. Eftir söluna eru hluthafar félagsins þrír; Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári, sem er stærsti eigandi blaðsins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í hádeginu í gær. „Viltu ekki bara ræða það við þá?“ sagði Gunnar Smári þegar blaðamaður náði í hann í síma í gær. Árni og Hallbjörn vildu heldur ekki veita viðtal en þeir áttu hvor um sig 18,1 prósent í Morgundegi ehf., útgáfufélagi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi, segist ekki hafa íhugað að selja sinn 18,1 prósents hlut sem hann á í fjölmiðlinum í gegnum félagið Dexter fjárfestingar ehf. „Það eru engar breytingar í vændum hjá mér,“ segir Sigurður Gísli í samtali við Fréttablaðið. Árni og Hallbjörn fóru inn í eigendahóp Morgundags, áður Miðopna, í nóvember 2015. Í fréttatilkynningu sem nýr eigendahópur Fréttatímans sendi þá frá sér kom fram að Gunnar Smári færi með forystu hans og að ritstjórinn og útgefandi blaðsins og Þóra Tómasdóttir myndu taka við stjórn þess í lok ársins. Markmiðið með kaupunum væri að efla og styrkja Fréttatímann og auka þátttöku fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaði. Samkvæmt skráningu á eignarhaldi Fréttatímans hjá Fjölmiðlanefnd er Gunnar Smári stærstur hluthafa með 29,5 prósent. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á 16,2 prósent. Morgundagur var rekinn með 13,5 milljóna króna tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi útgáfufélagsins. Tvöfaldaðist tapið þá milli ára. Í haust var útgáfudögum fjölgað úr tveimur á viku í þrjá. Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem vefstjóri Fréttatímans um áramótin eins og kom fram á Vísir.is í gær.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira