Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Haraldur Guðmundsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 6. janúar 2017 07:30 Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eru farnir út úr hluthafahópi Morgundags. Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa selt 36 prósenta hlut sinn í Fréttatímanum og hverfa þar með úr eigendahópi fjölmiðilsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu þeir öllum afskiptum af rekstri útgáfufélags Fréttatímans í haust vegna óánægju með ritstjórnarstefnu blaðsins. Árni hættir sem formaður stjórnar og tekur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, við. Eftir söluna eru hluthafar félagsins þrír; Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári, sem er stærsti eigandi blaðsins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í hádeginu í gær. „Viltu ekki bara ræða það við þá?“ sagði Gunnar Smári þegar blaðamaður náði í hann í síma í gær. Árni og Hallbjörn vildu heldur ekki veita viðtal en þeir áttu hvor um sig 18,1 prósent í Morgundegi ehf., útgáfufélagi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi, segist ekki hafa íhugað að selja sinn 18,1 prósents hlut sem hann á í fjölmiðlinum í gegnum félagið Dexter fjárfestingar ehf. „Það eru engar breytingar í vændum hjá mér,“ segir Sigurður Gísli í samtali við Fréttablaðið. Árni og Hallbjörn fóru inn í eigendahóp Morgundags, áður Miðopna, í nóvember 2015. Í fréttatilkynningu sem nýr eigendahópur Fréttatímans sendi þá frá sér kom fram að Gunnar Smári færi með forystu hans og að ritstjórinn og útgefandi blaðsins og Þóra Tómasdóttir myndu taka við stjórn þess í lok ársins. Markmiðið með kaupunum væri að efla og styrkja Fréttatímann og auka þátttöku fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaði. Samkvæmt skráningu á eignarhaldi Fréttatímans hjá Fjölmiðlanefnd er Gunnar Smári stærstur hluthafa með 29,5 prósent. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á 16,2 prósent. Morgundagur var rekinn með 13,5 milljóna króna tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi útgáfufélagsins. Tvöfaldaðist tapið þá milli ára. Í haust var útgáfudögum fjölgað úr tveimur á viku í þrjá. Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem vefstjóri Fréttatímans um áramótin eins og kom fram á Vísir.is í gær. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa selt 36 prósenta hlut sinn í Fréttatímanum og hverfa þar með úr eigendahópi fjölmiðilsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu þeir öllum afskiptum af rekstri útgáfufélags Fréttatímans í haust vegna óánægju með ritstjórnarstefnu blaðsins. Árni hættir sem formaður stjórnar og tekur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, við. Eftir söluna eru hluthafar félagsins þrír; Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári, sem er stærsti eigandi blaðsins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í hádeginu í gær. „Viltu ekki bara ræða það við þá?“ sagði Gunnar Smári þegar blaðamaður náði í hann í síma í gær. Árni og Hallbjörn vildu heldur ekki veita viðtal en þeir áttu hvor um sig 18,1 prósent í Morgundegi ehf., útgáfufélagi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi, segist ekki hafa íhugað að selja sinn 18,1 prósents hlut sem hann á í fjölmiðlinum í gegnum félagið Dexter fjárfestingar ehf. „Það eru engar breytingar í vændum hjá mér,“ segir Sigurður Gísli í samtali við Fréttablaðið. Árni og Hallbjörn fóru inn í eigendahóp Morgundags, áður Miðopna, í nóvember 2015. Í fréttatilkynningu sem nýr eigendahópur Fréttatímans sendi þá frá sér kom fram að Gunnar Smári færi með forystu hans og að ritstjórinn og útgefandi blaðsins og Þóra Tómasdóttir myndu taka við stjórn þess í lok ársins. Markmiðið með kaupunum væri að efla og styrkja Fréttatímann og auka þátttöku fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaði. Samkvæmt skráningu á eignarhaldi Fréttatímans hjá Fjölmiðlanefnd er Gunnar Smári stærstur hluthafa með 29,5 prósent. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á 16,2 prósent. Morgundagur var rekinn með 13,5 milljóna króna tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi útgáfufélagsins. Tvöfaldaðist tapið þá milli ára. Í haust var útgáfudögum fjölgað úr tveimur á viku í þrjá. Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem vefstjóri Fréttatímans um áramótin eins og kom fram á Vísir.is í gær.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira