Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. janúar 2017 07:00 Mike Pence, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, ásamt Reince Preibus, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, ganga af fundi á miðvikudag. Nordicphotos/AFP Repúblikanar eru komnir í meirihluta á Bandaríkjaþingi og strax byrjaðir að leita leiða til þess að vinda ofan af lögum um heilbrigðisþjónustu, svonefndum ObamaCare-lögum, sem Barack Obama kom á. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða neinn hægðarleikur, því bæði verður flókið að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi auk þess sem lítil samstaða er meðal Repúblikana um það hvers konar fyrirkomulag eigi að taka við. Donald Trump tekur við af Obama eftir tvær vikur, föstudaginn 20. janúar. Nýkjörið þing, með Repúblikana í meirihluta í báðum deildum, kom saman á þriðjudaginn. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í gær að Demókratar viti vel hve slæmt ObamaCare sé, en í staðinn fyrir að reyna að lagfæra þetta kerfi séu þeir uppteknir við að kenna öðrum um: „Það er kominn tími til þess að Repúblikanar og Demókratar standi saman og setji saman hugmyndir um heilbrigðisþjónustu sem virkar í alvöru – miklu ódýrari og langtum betri,“ segir hann. Með þessu virðist hann vera að segja að Repúblikanar ætli ekki að reyna að breyta þessu fyrirkomulagi án þess að hafa Demókrata að einhverju leyti með í ráðum. Mike Pence, sem verður varaforseti Trumps, mætti engu að síður til þings á miðvikudaginn og gerði þar, ásamt forystumönnum flokksins, grein fyrir því hvernig þeir ætli sér að ógilda ObamaCare-lögin sem Obama undirritaði fyrir tæpum sjö árum, tveimur árum eftir að hann tók við embætti. Frá þessu segir meðal annars á vef dagblaðsins The New York Times. Strax í næstu viku ætla þeir sér að byrja á því að hindra fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar með því að samþykkja breytingu á fjárlögum. Síðan er meiningin að setja þingnefndir í að móta lög um breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Þegar Trump tekur við muni hann síðan grípa til frekari ráðstafana með tilskipunum, en á endanum þurfi Repúblikanar að semja ný heildarlög um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Obama forseti, sem nú á aðeins tvær vikur eftir í embætti, skrapp sjálfur í heimsókn í þingið á miðvikudag til að funda með Demókrötum. Þeir ætla sér að reyna allt til að verja þessa löggjöf sem þeir náðu í gegn eftir margra áratuga baráttu og eru harla stoltir af.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Repúblikanar eru komnir í meirihluta á Bandaríkjaþingi og strax byrjaðir að leita leiða til þess að vinda ofan af lögum um heilbrigðisþjónustu, svonefndum ObamaCare-lögum, sem Barack Obama kom á. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða neinn hægðarleikur, því bæði verður flókið að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi auk þess sem lítil samstaða er meðal Repúblikana um það hvers konar fyrirkomulag eigi að taka við. Donald Trump tekur við af Obama eftir tvær vikur, föstudaginn 20. janúar. Nýkjörið þing, með Repúblikana í meirihluta í báðum deildum, kom saman á þriðjudaginn. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í gær að Demókratar viti vel hve slæmt ObamaCare sé, en í staðinn fyrir að reyna að lagfæra þetta kerfi séu þeir uppteknir við að kenna öðrum um: „Það er kominn tími til þess að Repúblikanar og Demókratar standi saman og setji saman hugmyndir um heilbrigðisþjónustu sem virkar í alvöru – miklu ódýrari og langtum betri,“ segir hann. Með þessu virðist hann vera að segja að Repúblikanar ætli ekki að reyna að breyta þessu fyrirkomulagi án þess að hafa Demókrata að einhverju leyti með í ráðum. Mike Pence, sem verður varaforseti Trumps, mætti engu að síður til þings á miðvikudaginn og gerði þar, ásamt forystumönnum flokksins, grein fyrir því hvernig þeir ætli sér að ógilda ObamaCare-lögin sem Obama undirritaði fyrir tæpum sjö árum, tveimur árum eftir að hann tók við embætti. Frá þessu segir meðal annars á vef dagblaðsins The New York Times. Strax í næstu viku ætla þeir sér að byrja á því að hindra fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar með því að samþykkja breytingu á fjárlögum. Síðan er meiningin að setja þingnefndir í að móta lög um breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Þegar Trump tekur við muni hann síðan grípa til frekari ráðstafana með tilskipunum, en á endanum þurfi Repúblikanar að semja ný heildarlög um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Obama forseti, sem nú á aðeins tvær vikur eftir í embætti, skrapp sjálfur í heimsókn í þingið á miðvikudag til að funda með Demókrötum. Þeir ætla sér að reyna allt til að verja þessa löggjöf sem þeir náðu í gegn eftir margra áratuga baráttu og eru harla stoltir af.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira