Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 5. janúar 2017 23:37 Donald Trump var harðorður í tísti sínu fyrr í kvöld. Vísir/EPA Donald Trump hótaði bílaframleiðandanum Toyota háum gjöldum ef fyirirtækið héldi áfram að framleiða bíla sína í verksmiðjum í Mexíkó. Reuters greinir frá. Trump viðraði þessa hótun sína í tísti fyrr í kvöld sem er svohljóðandi: „Toyota sögðu að þeir ætluðu sér að reisa nýja verksmiðju í Baja, Mexíkó, til þess að framleiða Corolla-bíla fyrir Bandaríkjamarkað. EKKI SÉNS! Byggið verksmiðju í Bandaríkjunum eða greiðið annars háan landamæratoll.“ Þess ber þó að geta að Toyota hefur engin áform um byggingu nýrrar verksmiðju í Baja, þar er nú þegar Toyota verskmiðja. Hins vegar hyggst framleiðandinn reisa verksmiðju í mexíkósku borgini Guanajuato.Hlutabréf Toyota féllu Trump hefur margsinnis lýst yfir gremju sinni í garð bandarískra stórfyrirtækja sem framleiða vörur sínar erlendis á ódýran máta en þetta er í fyrsta skipti sem hann beinir spjótum sínum að erlendu fyrirtæki. Toyota er japanskur framleiðandi. Scott Vazin, forsvarsmaður Toyota brást við tísti Trumps og fullyrti að „Toyota hlakki til að starfa með ríkisstjórn Trumps í þágu neytenda og bílaiðnarins.“ Forstjóri Toyota sagði þó að framleiðandinn ætlaði ekki að breyta áformum sínum um bílaframleiðslu í Mexíkó að svo stöddu en til stæði að taka málið til íhugunar eftir að Trump tekur við embætti forseta þann 20. janúar. Hlutabréf Toyota á Bandaríkjamarkaði féllu um 0,7 prósent í kjölfar tístsins.Bifreið af gerðinni Toyota Corolla sett saman í verksmiðju.vísir/gettySetti Ford og General Motors afarkostiDonald Trump setti bifreiðaframleiðandanum General Motors svipaða afarkosti í fyrr í vikunni. Sagði hann að ef fyrirtækið hætti ekki framleiðslu sinni á bílategundinni Chevy Cruze utan landsteinanna gæti það búist við háum tollum. Að sama skapi hefur Trump þrýst á Ford með þeim afleiðingum að bifreiðaframleiðandinn lét af áformum sínum um að byggja verksmiðju í Mexíkó. Talsmenn Ford opinberuðu þessa ákvörðun fyrirtækisins fyrir tveimur dögum en þeir vilja meina að þrýstingur af hálfu Trumps hafi ekki átt neinn þátt í henni.Toyota Motor said will build a new plant in Baja, Mexico, to build Corolla cars for U.S. NO WAY! Build plant in U.S. or pay big border tax.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Donald Trump hótaði bílaframleiðandanum Toyota háum gjöldum ef fyirirtækið héldi áfram að framleiða bíla sína í verksmiðjum í Mexíkó. Reuters greinir frá. Trump viðraði þessa hótun sína í tísti fyrr í kvöld sem er svohljóðandi: „Toyota sögðu að þeir ætluðu sér að reisa nýja verksmiðju í Baja, Mexíkó, til þess að framleiða Corolla-bíla fyrir Bandaríkjamarkað. EKKI SÉNS! Byggið verksmiðju í Bandaríkjunum eða greiðið annars háan landamæratoll.“ Þess ber þó að geta að Toyota hefur engin áform um byggingu nýrrar verksmiðju í Baja, þar er nú þegar Toyota verskmiðja. Hins vegar hyggst framleiðandinn reisa verksmiðju í mexíkósku borgini Guanajuato.Hlutabréf Toyota féllu Trump hefur margsinnis lýst yfir gremju sinni í garð bandarískra stórfyrirtækja sem framleiða vörur sínar erlendis á ódýran máta en þetta er í fyrsta skipti sem hann beinir spjótum sínum að erlendu fyrirtæki. Toyota er japanskur framleiðandi. Scott Vazin, forsvarsmaður Toyota brást við tísti Trumps og fullyrti að „Toyota hlakki til að starfa með ríkisstjórn Trumps í þágu neytenda og bílaiðnarins.“ Forstjóri Toyota sagði þó að framleiðandinn ætlaði ekki að breyta áformum sínum um bílaframleiðslu í Mexíkó að svo stöddu en til stæði að taka málið til íhugunar eftir að Trump tekur við embætti forseta þann 20. janúar. Hlutabréf Toyota á Bandaríkjamarkaði féllu um 0,7 prósent í kjölfar tístsins.Bifreið af gerðinni Toyota Corolla sett saman í verksmiðju.vísir/gettySetti Ford og General Motors afarkostiDonald Trump setti bifreiðaframleiðandanum General Motors svipaða afarkosti í fyrr í vikunni. Sagði hann að ef fyrirtækið hætti ekki framleiðslu sinni á bílategundinni Chevy Cruze utan landsteinanna gæti það búist við háum tollum. Að sama skapi hefur Trump þrýst á Ford með þeim afleiðingum að bifreiðaframleiðandinn lét af áformum sínum um að byggja verksmiðju í Mexíkó. Talsmenn Ford opinberuðu þessa ákvörðun fyrirtækisins fyrir tveimur dögum en þeir vilja meina að þrýstingur af hálfu Trumps hafi ekki átt neinn þátt í henni.Toyota Motor said will build a new plant in Baja, Mexico, to build Corolla cars for U.S. NO WAY! Build plant in U.S. or pay big border tax.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira