Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-30 | Kaflaskipt í tapi fyrir Ungverjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2017 18:45 Guðjón Valur Sigurðsson og strákarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag. vísir/anton brink Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. Ungverjar voru með frumkvæðið nær allan tímann og Íslendingar komust aðeins tvisvar sinnum yfir í leiknum. Íslenska liðið spilaði vel á köflum en slæmur endir á fyrri hálfleik og byrjun á þeim seinni reyndist dýr. Ungverjar unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 10 mínúturnar í þeim seinni samtals 14-8. Þrátt fyrir að lenda mest sex mörkum undir, 18-24, gafst íslenska liðið ekki upp og vann sig aftur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Björgvin Páls Gústavssonar sem varði mjög vel í seinni hálfleik. Kollegi hans í ungverska markinu, hinn fertugi Nándor Fazekas, reyndist Íslendingum hins vegar erfiður en hann varði frá Ómari Inga Magnússyni úr dauðafæri í stöðunni 26-27. Ungverjar nýttu sér það, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30. Janus Daði Smárason átti stórleik í íslensku sókninni og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Ómar Ingi kom næstur með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Varnarleikurinn var aðal hausverkur íslenska liðsins í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega seinni hluta hans. Geir Sveinsson prófaði ýmsar samsetningar í vörninni en Ungverjar áttu svör við þeim öllum. Ungverjar voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu, bæði í annarri bylgju í hraðaupphlaupum og með hraðri miðju, sem skilaði mörgum mörkum. Á meðan skoraði Ísland aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson byrjuðu í skyttustöðunum en fundu sig engan veginn. Rúnar skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum en það var eina markið frá þeim Ólafi í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer var Janus Daði sjóðheitur en hann skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á fyrstu 18 mínútum leiksins. Janus jafnaði metin í 10-10 með sínu fimmta marki en þá seig á ógæfuhliðina. Ungverjar stigu á bensíngjöfina, kláruðu fyrri hálfleikinn með 8-5 kafla og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15-18. Byrjunin á seinni hálfleik var afleit hjá íslenska liðinu sem tapaði boltanum fjórum sinnum á fyrstu 10 mínútunum. Ólafur tapaði tveimur af þessum boltum auk þess sem hann fékk á sig víti og tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Eins fínan leik og Hafnfirðingurinn átti gegn Egyptum í gær, þá var hann úti á túni í dag. Gergely Harsányi kom Ungverjum sex mörkum yfir, 18-24, þegar 20 mínútur voru eftir. Þá tók Geir leikhlé sem hafði góð áhrif á íslenska liðið. Varnarleikurinn, með Bjarka Má Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson í miðjunni, var mjög öflugur á lokakaflanum og Björgvin Páll var frábær í markinu. Þá átti Gunnar Steinn Jónsson fína innkomu í sóknina eins og gegn Egyptum. Ísland vann síðustu 20 mínútur leiksins 12-6 en það dugði því miður ekki til. Lokatölur 27-30, Ungverjalandi í vil. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. Ungverjar voru með frumkvæðið nær allan tímann og Íslendingar komust aðeins tvisvar sinnum yfir í leiknum. Íslenska liðið spilaði vel á köflum en slæmur endir á fyrri hálfleik og byrjun á þeim seinni reyndist dýr. Ungverjar unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 10 mínúturnar í þeim seinni samtals 14-8. Þrátt fyrir að lenda mest sex mörkum undir, 18-24, gafst íslenska liðið ekki upp og vann sig aftur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Björgvin Páls Gústavssonar sem varði mjög vel í seinni hálfleik. Kollegi hans í ungverska markinu, hinn fertugi Nándor Fazekas, reyndist Íslendingum hins vegar erfiður en hann varði frá Ómari Inga Magnússyni úr dauðafæri í stöðunni 26-27. Ungverjar nýttu sér það, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30. Janus Daði Smárason átti stórleik í íslensku sókninni og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Ómar Ingi kom næstur með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Varnarleikurinn var aðal hausverkur íslenska liðsins í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega seinni hluta hans. Geir Sveinsson prófaði ýmsar samsetningar í vörninni en Ungverjar áttu svör við þeim öllum. Ungverjar voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu, bæði í annarri bylgju í hraðaupphlaupum og með hraðri miðju, sem skilaði mörgum mörkum. Á meðan skoraði Ísland aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson byrjuðu í skyttustöðunum en fundu sig engan veginn. Rúnar skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum en það var eina markið frá þeim Ólafi í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer var Janus Daði sjóðheitur en hann skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á fyrstu 18 mínútum leiksins. Janus jafnaði metin í 10-10 með sínu fimmta marki en þá seig á ógæfuhliðina. Ungverjar stigu á bensíngjöfina, kláruðu fyrri hálfleikinn með 8-5 kafla og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15-18. Byrjunin á seinni hálfleik var afleit hjá íslenska liðinu sem tapaði boltanum fjórum sinnum á fyrstu 10 mínútunum. Ólafur tapaði tveimur af þessum boltum auk þess sem hann fékk á sig víti og tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Eins fínan leik og Hafnfirðingurinn átti gegn Egyptum í gær, þá var hann úti á túni í dag. Gergely Harsányi kom Ungverjum sex mörkum yfir, 18-24, þegar 20 mínútur voru eftir. Þá tók Geir leikhlé sem hafði góð áhrif á íslenska liðið. Varnarleikurinn, með Bjarka Má Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson í miðjunni, var mjög öflugur á lokakaflanum og Björgvin Páll var frábær í markinu. Þá átti Gunnar Steinn Jónsson fína innkomu í sóknina eins og gegn Egyptum. Ísland vann síðustu 20 mínútur leiksins 12-6 en það dugði því miður ekki til. Lokatölur 27-30, Ungverjalandi í vil.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira