Schwarzenegger tók við umsjón þáttarins eftir að Trump ákvað að snúa sér alfarið að pólitískum ferli sínum og fór fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð í loftið síðastliðinn mánudag. Alls minnkaði áhorf á fyrsta þáttinn um 44 prósent frá frumsýningu fyrsta þáttar árið 2015 þegar Trump hafði umsjón með þáttunum.
Trump þótti ekki mikið til koma og tók til Twitter til að viðra skoðun sína. Hann sagði að Schwarzenegger hefði verið „kaffærður“ og talaði um sjálfan sig í þriðju persónu sem „áhorfs vélina DJT.“ Hann spurði jafnframt hverjum væri ekki sama um Schwarzenegger, sem hafi stutt framboð Hillary Clinton til forseta.
Schwarzenegger var ekki lengi að svara fyrir sig. Hann óskaði Trump alls hins besta í nýja starfinu og sagðist vona að hann myndi vinna jafn ötullega í þágu allra Bandaríkjamanna eins og hann vann fyrir sjónvarpsáhorfi. Þá setti hann einnig inn myndband þar sem hann vitnaði í ræðu Abraham Lincoln.
Wow, the ratings are in and Arnold Schwarzenegger got "swamped" (or destroyed) by comparison to the ratings machine, DJT. So much for....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017
I wish you the best of luck and I hope you'll work for ALL of the American people as aggressively as you worked for your ratings.
— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017
Please study this quote from Lincoln's inaugural, @realDonaldTrump. It inspired me every day I was Governor, and I hope it inspires you. pic.twitter.com/QRoOFTZfQ9
— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017