Jón Arnór: Var ekkert brjálæðislega góður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2017 22:40 Jón Arnór stimplaði sig inn í Domino's deildina með látum. Vísir/S2Sport „Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við íþróttadeild 365 eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45 Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
„Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við íþróttadeild 365 eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45 Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45
Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti