Um vanhæfi dómara og endurupptöku mála Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. janúar 2017 16:46 Nú er er eðlilega um það rætt hverju varði ef í ljós kemur eftir uppkvaðningu dóms að vanhæfur dómari hafi setið í fjölskipuðum dómi. Í þessu efni ættu menn að líta á dæmi sem getur að líta í dómasafni Hæstaréttar 7. júní 2007 í málinu nr. 400/2006. Í forsendum dómsins er tekið fram að dómur hafi (áður) fallið í málinu 1. mars 2007. Með ákvörðun 24. apríl 2007 hafi verið orðið við beiðni áfrýjanda um endurupptöku málsins. Ekki kemur fram í forsendunum hverjar voru ástæður fyrir þessari óvenjulegu meðferð málsins og skal nú bætt úr því. Við fyrri málflutninginn sat sá sem þetta skrifar ásamt tveimur samdómurum í dómi. Eftir að dómur okkar gekk 1. mars 2007 barst Hæstarétti erindi frá lögmanni áfrýjandans, þar sem til þess var vísað að áfrýjandi hefði komið til viðtals við mig um mál sitt á lögmannsstofu mína á tilgreindum degi nokkrum árum fyrr, meðan ég enn þá starfaði sem málflutningsmaður. Hefði þetta verið eitt samtal þar sem ég hefði tjáð áfrýjandanum að ég teldi ekki vera efni fyrir hann að hafa kröfu sína uppi fyrir dómi. Til þess skorti lagalegar forsendur. Ég mundi ekkert eftir þessu þegar málið var flutt í Hæstarétti hið fyrra skiptið, þar sem ég sat í dómi. Þegar erindið barst Hæstarétti kannaði ég málið og sá að viðkomandi einstaklingur hafði komið til viðtals við mig á skrifstofu mína þann dag sem tilgreindur var í erindinu. Ég sneri mér þá til yfirstjórnar Hæstaréttar og staðfesti að ég yrði að teljast hafa verið vanhæfur til meðferðar málsins. Féllst rétturinn á þetta og var málið því endurupptekið og öllum þremur dómurunum skipt út fyrir aðra þrjá, sem hlustuðu á síðari málflutninginn og kváðu upp nýjan dóm. Þetta voru auðvitað sjálfsögð viðbrögð við þeirri stöðu sem komin var upp. Voru þau byggð á lagareglum um skilyrði fyrir endurupptöku dæmdra mála, sem eru með sama meginefni, hvort sem um einkamál eða sakamál ræðir. Á sama hátt hlýtur að verða að endurupptaka þau mál þar sem í ljós hefur nú komið að dómarar, einn eða fleiri, hafa verið vanhæfir til meðferðar þess, þegar dómur var upp kveðinn. Það á enginn að þurfa að sitja uppi með dóm, þar sem einn eða fleiri dómarar hafa verið vanhæfir. Í fjölskipuðum dómi nægir að einn dómaranna hafi verið vanhæfur. Þá verður að leyfa endurupptöku og skipa allan dóminn á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú er er eðlilega um það rætt hverju varði ef í ljós kemur eftir uppkvaðningu dóms að vanhæfur dómari hafi setið í fjölskipuðum dómi. Í þessu efni ættu menn að líta á dæmi sem getur að líta í dómasafni Hæstaréttar 7. júní 2007 í málinu nr. 400/2006. Í forsendum dómsins er tekið fram að dómur hafi (áður) fallið í málinu 1. mars 2007. Með ákvörðun 24. apríl 2007 hafi verið orðið við beiðni áfrýjanda um endurupptöku málsins. Ekki kemur fram í forsendunum hverjar voru ástæður fyrir þessari óvenjulegu meðferð málsins og skal nú bætt úr því. Við fyrri málflutninginn sat sá sem þetta skrifar ásamt tveimur samdómurum í dómi. Eftir að dómur okkar gekk 1. mars 2007 barst Hæstarétti erindi frá lögmanni áfrýjandans, þar sem til þess var vísað að áfrýjandi hefði komið til viðtals við mig um mál sitt á lögmannsstofu mína á tilgreindum degi nokkrum árum fyrr, meðan ég enn þá starfaði sem málflutningsmaður. Hefði þetta verið eitt samtal þar sem ég hefði tjáð áfrýjandanum að ég teldi ekki vera efni fyrir hann að hafa kröfu sína uppi fyrir dómi. Til þess skorti lagalegar forsendur. Ég mundi ekkert eftir þessu þegar málið var flutt í Hæstarétti hið fyrra skiptið, þar sem ég sat í dómi. Þegar erindið barst Hæstarétti kannaði ég málið og sá að viðkomandi einstaklingur hafði komið til viðtals við mig á skrifstofu mína þann dag sem tilgreindur var í erindinu. Ég sneri mér þá til yfirstjórnar Hæstaréttar og staðfesti að ég yrði að teljast hafa verið vanhæfur til meðferðar málsins. Féllst rétturinn á þetta og var málið því endurupptekið og öllum þremur dómurunum skipt út fyrir aðra þrjá, sem hlustuðu á síðari málflutninginn og kváðu upp nýjan dóm. Þetta voru auðvitað sjálfsögð viðbrögð við þeirri stöðu sem komin var upp. Voru þau byggð á lagareglum um skilyrði fyrir endurupptöku dæmdra mála, sem eru með sama meginefni, hvort sem um einkamál eða sakamál ræðir. Á sama hátt hlýtur að verða að endurupptaka þau mál þar sem í ljós hefur nú komið að dómarar, einn eða fleiri, hafa verið vanhæfir til meðferðar þess, þegar dómur var upp kveðinn. Það á enginn að þurfa að sitja uppi með dóm, þar sem einn eða fleiri dómarar hafa verið vanhæfir. Í fjölskipuðum dómi nægir að einn dómaranna hafi verið vanhæfur. Þá verður að leyfa endurupptöku og skipa allan dóminn á ný.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar