Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2017 19:47 Donald Trump var töluvert kurteisari við forsvarsmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Vísir/EPA Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira