NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2017 12:49 Brock Osweiler fagnar en hann leiddi Houston Texans til sigurs. Vísir/Getty Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur „Wild card“ leikjunum Houston Texans vann þá 27-14 sigur á Oakland Raiders og Seattle Seahawks vann Detroit Lions 26-6.Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston Texans, hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu eftir að hafa ekki náð að standa undir þeim risasamning sem hann fékk í sumar. Osweiler var meðal annars settur á bekkinn á dögunum en kom aftur inn fyrir þennan leik af því að varamaðurinn hans mátti ekki spila eftir að hafa fengið höfuðhögg. Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum með fínum leik í nótt þegar hann leiddi Houston Texans til sigurs. Í mikilvægri í sókn í fyrri hálfleik sýndi hann meira að segja frábær tilþrif. Osweiler skoraði snertimark sjálfur auk þess að gefa snertimarkssendingu. Hvort að hann geti spilað svona vel um næstu helgi á eftir að koma í ljós. Oakland Raiders missti tvo leikstjórnendur í meiðsli á síðustu tveimur vikum og þurfti því að tefla fram nýliðanum Connor Cook í þessari mikilvægu stöðu í nótt. Connor Cook varð þá fyrsti leikstjórnandinn sem byrjar sinn fyrsta leik í úrslitakeppni og að auki var hann að mæta bestu vörninni í NFL-deildinni. Það kom því ekkert á óvart að tímabil Oakland Raiders hafi endað í nótt. Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hver verður mótherji Houston Texans í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Seattle Seahawks liðið er því komið í undanúrslitin fimmta árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Detroit Lions liðið hefur aftur á móti tapað níu leikjum í röð í úrslitakeppninni sem er met en liðið hefur ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 1991. Löng bið lengdist því enn frekar í nótt. Seattle Seahawks komst yfir í leiknum eftir ótrúleg tilþrif útherjans Paul Richardson sem greip þá boltann í vonlítilli stöðu í endamarkinu. Það var annars hlauparinn Thomas Rawls sem var besti maður Seattle-liðsins en hann setti nýtt félagsmet með því að hlaupa 161 jarda. Detroit Lions átti magnað tímabil en lenti í miklum vandræðum í lok tímabilsins þegar leikstjórnandinn meiddist á fingri. Hann spilaði í gegnum meiðslin en var ekki sami leikmaður. Detroit endaði tímabilið því á fjórum tapleikjum í röð. Seattle Seahawks mætir Atlanta Falcons í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en sá leikur fer fram á heimavelli Atlanta-liðsins. NFL Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur „Wild card“ leikjunum Houston Texans vann þá 27-14 sigur á Oakland Raiders og Seattle Seahawks vann Detroit Lions 26-6.Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston Texans, hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu eftir að hafa ekki náð að standa undir þeim risasamning sem hann fékk í sumar. Osweiler var meðal annars settur á bekkinn á dögunum en kom aftur inn fyrir þennan leik af því að varamaðurinn hans mátti ekki spila eftir að hafa fengið höfuðhögg. Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum með fínum leik í nótt þegar hann leiddi Houston Texans til sigurs. Í mikilvægri í sókn í fyrri hálfleik sýndi hann meira að segja frábær tilþrif. Osweiler skoraði snertimark sjálfur auk þess að gefa snertimarkssendingu. Hvort að hann geti spilað svona vel um næstu helgi á eftir að koma í ljós. Oakland Raiders missti tvo leikstjórnendur í meiðsli á síðustu tveimur vikum og þurfti því að tefla fram nýliðanum Connor Cook í þessari mikilvægu stöðu í nótt. Connor Cook varð þá fyrsti leikstjórnandinn sem byrjar sinn fyrsta leik í úrslitakeppni og að auki var hann að mæta bestu vörninni í NFL-deildinni. Það kom því ekkert á óvart að tímabil Oakland Raiders hafi endað í nótt. Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hver verður mótherji Houston Texans í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Seattle Seahawks liðið er því komið í undanúrslitin fimmta árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Detroit Lions liðið hefur aftur á móti tapað níu leikjum í röð í úrslitakeppninni sem er met en liðið hefur ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 1991. Löng bið lengdist því enn frekar í nótt. Seattle Seahawks komst yfir í leiknum eftir ótrúleg tilþrif útherjans Paul Richardson sem greip þá boltann í vonlítilli stöðu í endamarkinu. Það var annars hlauparinn Thomas Rawls sem var besti maður Seattle-liðsins en hann setti nýtt félagsmet með því að hlaupa 161 jarda. Detroit Lions átti magnað tímabil en lenti í miklum vandræðum í lok tímabilsins þegar leikstjórnandinn meiddist á fingri. Hann spilaði í gegnum meiðslin en var ekki sami leikmaður. Detroit endaði tímabilið því á fjórum tapleikjum í röð. Seattle Seahawks mætir Atlanta Falcons í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en sá leikur fer fram á heimavelli Atlanta-liðsins.
NFL Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira