Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 17:51 Rússnesk stjórnvöld andmæla ásökunum um tölvuárásir. Vísir/Getty Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. Líkja þeir þessum ásökunum við nornaveiðar. BBC greinir frá. Dmitry Peskov uppslýsingafulltrúi Kremlin í Moskvu lýsir því yfir að skýrsla sem Bandaríska leyniþjónustan gaf út nýverið byggi á engum heildstæðum grunni. Í skýrslunni kemur fram að Vladímír Pútín forseti Rússlands hafi í reynd fyrirskipað tölvuárás þar sem brotist var inn í tölvupósta andstæðings Trumps, Hillary Clinton, í þeirri von að veita Trump forskot í kosningabaráttunni og stuðla að sigri hans. Bandaríska leyniþjónustan vill þannig meina að Rússnesk stjórnvöld hafi haft hag á sigri Trumps. Viðbrögð Peskovs eru fyrstu opinberlegu viðbrögðin frá rússneskum stjórnvöldum síðan Donald Trump fékk skýrsluna í sínar hendur síðastliðinn föstudag en sama dag gekk hann til fundar við ráðamenn leyniþjónustunnar. Sagði hann fundinn hafa borið góðan árangur. Rússnesk stjórnvöld neita alfarið afskiptum sínum af forsetakosningunum umdeildu og segjast ekki eiga þátt í tölvuárásunum umtöluðu. Trump hefur hingað til haldið því fram að ásakanir um tölvuárásir eigi sér enga stoð en eftir að hafa fengið skýrsluna í hendurnar hefur hann dregið þær hugmyndir sínar til baka. Hann segist nú ekki neita fyrir það að rússnesk stjórnvöld gætu hafa staðið á bak við tölvuárásirnar án þess þó að segja að það sé ótvírætt svo. Hann nefndi einnig að hann myndi leggja sitt af mörkum að stöðva hvers kyns tölvuárásir á bandarísk stjórnvöld og fyrirtæki í sinni valdatíð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. Líkja þeir þessum ásökunum við nornaveiðar. BBC greinir frá. Dmitry Peskov uppslýsingafulltrúi Kremlin í Moskvu lýsir því yfir að skýrsla sem Bandaríska leyniþjónustan gaf út nýverið byggi á engum heildstæðum grunni. Í skýrslunni kemur fram að Vladímír Pútín forseti Rússlands hafi í reynd fyrirskipað tölvuárás þar sem brotist var inn í tölvupósta andstæðings Trumps, Hillary Clinton, í þeirri von að veita Trump forskot í kosningabaráttunni og stuðla að sigri hans. Bandaríska leyniþjónustan vill þannig meina að Rússnesk stjórnvöld hafi haft hag á sigri Trumps. Viðbrögð Peskovs eru fyrstu opinberlegu viðbrögðin frá rússneskum stjórnvöldum síðan Donald Trump fékk skýrsluna í sínar hendur síðastliðinn föstudag en sama dag gekk hann til fundar við ráðamenn leyniþjónustunnar. Sagði hann fundinn hafa borið góðan árangur. Rússnesk stjórnvöld neita alfarið afskiptum sínum af forsetakosningunum umdeildu og segjast ekki eiga þátt í tölvuárásunum umtöluðu. Trump hefur hingað til haldið því fram að ásakanir um tölvuárásir eigi sér enga stoð en eftir að hafa fengið skýrsluna í hendurnar hefur hann dregið þær hugmyndir sínar til baka. Hann segist nú ekki neita fyrir það að rússnesk stjórnvöld gætu hafa staðið á bak við tölvuárásirnar án þess þó að segja að það sé ótvírætt svo. Hann nefndi einnig að hann myndi leggja sitt af mörkum að stöðva hvers kyns tölvuárásir á bandarísk stjórnvöld og fyrirtæki í sinni valdatíð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira