Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur tilkynnt að hann haft beint þeim orðum til Vladimír Pútín Rússlandsforseta að reka 35 erindreka út landi - 31 úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg. AFP greinir frá þessu.
Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar að reka 35 erindreka rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum.
Talsmaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta hafði áður greint frá að viðbrögð Rússa kæmu til með að valda bandarískum stjórnvöldum „töluverðum óþægindum“.
Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast.
Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar.
Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið.
Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt

Tengdar fréttir

Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi
Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa.

Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu
Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar.