Mest lesnu Glamour fréttirnar á árinu Ritstjórn skrifar 30. desember 2016 13:00 Mynd/Samsett Glamour.is hefur séð til þess að lesendur hafi verið með stanslaust flæði af nýjustu fréttunum í tískuheiminum á árinu. Við höfum nú tekið saman þær fréttir sem voru mest lesnar á árinu. 1. Kourtney Kardashian í JÖR Þegar hálf Kardashian fjölskyldan mætti til landsins í apríl mátti sjá elstu systurina ganga um götur Reykjavíkur í silkikjól frá íslenska merkinu JÖR. Ansi vel gert hjá Guðmundi Jörundssyni og hans fólki. 2. 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingarPistlarnir hennar Hallgerðar Hallgrímsdóttur í Glamour hafa alltaf slegið í gegn. Þessi vakti þó meiri athygli en aðrir en þar skrifar hún upp alla þá hluti sem gerast á óléttunni og í fæðingum sem konur vita ekki endilega af. Það má enginn láta þennan skemmtilega hreinskilna pistil framhjá sér fara. 3. Svona héldu stjörnurnar upp á jólinAnnan í jólum tókum við saman allt það helsta sem gerðist á Instagram hjá stjörnunum á jólunum. Það virðist hafa vakið mikinn áhuga hjá lesendum okkar enda finnst öllum gaman að fylgjast með því sem stjörnurnar gera, þrátt fyrir að fæstir viðurkenni það. 4. Verstu trend 21.aldarinnar Við tókum saman allt það versta sem við höfum séð í tískustraumunum á þessari öld. Það var nóg að velja úr en við teljum listinn okkar sé á heildina litið góð samantekt á öllum trendunum sem við sjáum mest eftir. 5. Dauðlangar að leika í Star Wars Baltasar Breki mætti í létt og skemmtilegt viðtal hjá okkur í byrjun 2016. Þar sagði hann meðal annars frá hlutverki sínu í Ófærð og Sporvagninum Grind. Ungur og upprennandi leikari sem við eigum eftir að sjá meira af í nánustu framtíð.6. Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Allir þeir sem héldu að það væri hægt að gera svona lista án þess að minnast á Kim Kardashan eru á rangri hillu í lífinu. Okkar allra besta fór í frí ásamt börnum sínum og vinkonum þar sem hún klæddist mikið af ögrandi fötum. 7. Kim komin í smellubuxur Íslendingar fá greinilega ekki nóg af Kim enda á hún tvö sæti á listanum. Þessi frétt fjallaði um að Kim væri byrjuð að klæðast gömlu góðu Adidas smellubuxunum, og það á tískuvikunni í París. 8. Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Verðlaunahátíðir eru alltaf vinsælar hjá lesendum okkar. Oftast er það rauði dregillinn sem dregur fólk að en skemmtilegar uppákomum og fleira hefur alveg sömu áhrif. Hér tókum við saman allt það skemmtilegasta sem gerðist á Golden Globe hátíðinni í ár. 9. Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Leikkonan Dascha Polanco sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í Orange is the New Black vakti athygli á því að stór hluti hönnuða neiti því að klæða hana vegna þess að hún þykir of stór. Sjálf þyki henni það leiðinlegt þar sem hún hefur mikinn áhuga á tísku og elskar að klæða sig fyrir rauða dregilinn. 10. Óskarinn 2016: Verst klædd á rauða dreglinum Við elskum að spá í kjólunum á rauða dreglinum og lesendur virðast elska það líka. Við tókum saman allar verst klæddu stjörnurnar á Óskarnum þetta árið. Fréttir ársins 2016 Golden Globes Mest lesið Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour „Orðið sem var notað um mig var martröð“ Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour Kim Kardashian mætti ómáluð á Balenciaga sýninguna Glamour Ekki klæða þig í! Glamour Best klæddu stjörnurnar á SAG Glamour
Glamour.is hefur séð til þess að lesendur hafi verið með stanslaust flæði af nýjustu fréttunum í tískuheiminum á árinu. Við höfum nú tekið saman þær fréttir sem voru mest lesnar á árinu. 1. Kourtney Kardashian í JÖR Þegar hálf Kardashian fjölskyldan mætti til landsins í apríl mátti sjá elstu systurina ganga um götur Reykjavíkur í silkikjól frá íslenska merkinu JÖR. Ansi vel gert hjá Guðmundi Jörundssyni og hans fólki. 2. 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingarPistlarnir hennar Hallgerðar Hallgrímsdóttur í Glamour hafa alltaf slegið í gegn. Þessi vakti þó meiri athygli en aðrir en þar skrifar hún upp alla þá hluti sem gerast á óléttunni og í fæðingum sem konur vita ekki endilega af. Það má enginn láta þennan skemmtilega hreinskilna pistil framhjá sér fara. 3. Svona héldu stjörnurnar upp á jólinAnnan í jólum tókum við saman allt það helsta sem gerðist á Instagram hjá stjörnunum á jólunum. Það virðist hafa vakið mikinn áhuga hjá lesendum okkar enda finnst öllum gaman að fylgjast með því sem stjörnurnar gera, þrátt fyrir að fæstir viðurkenni það. 4. Verstu trend 21.aldarinnar Við tókum saman allt það versta sem við höfum séð í tískustraumunum á þessari öld. Það var nóg að velja úr en við teljum listinn okkar sé á heildina litið góð samantekt á öllum trendunum sem við sjáum mest eftir. 5. Dauðlangar að leika í Star Wars Baltasar Breki mætti í létt og skemmtilegt viðtal hjá okkur í byrjun 2016. Þar sagði hann meðal annars frá hlutverki sínu í Ófærð og Sporvagninum Grind. Ungur og upprennandi leikari sem við eigum eftir að sjá meira af í nánustu framtíð.6. Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Allir þeir sem héldu að það væri hægt að gera svona lista án þess að minnast á Kim Kardashan eru á rangri hillu í lífinu. Okkar allra besta fór í frí ásamt börnum sínum og vinkonum þar sem hún klæddist mikið af ögrandi fötum. 7. Kim komin í smellubuxur Íslendingar fá greinilega ekki nóg af Kim enda á hún tvö sæti á listanum. Þessi frétt fjallaði um að Kim væri byrjuð að klæðast gömlu góðu Adidas smellubuxunum, og það á tískuvikunni í París. 8. Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Verðlaunahátíðir eru alltaf vinsælar hjá lesendum okkar. Oftast er það rauði dregillinn sem dregur fólk að en skemmtilegar uppákomum og fleira hefur alveg sömu áhrif. Hér tókum við saman allt það skemmtilegasta sem gerðist á Golden Globe hátíðinni í ár. 9. Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Leikkonan Dascha Polanco sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í Orange is the New Black vakti athygli á því að stór hluti hönnuða neiti því að klæða hana vegna þess að hún þykir of stór. Sjálf þyki henni það leiðinlegt þar sem hún hefur mikinn áhuga á tísku og elskar að klæða sig fyrir rauða dregilinn. 10. Óskarinn 2016: Verst klædd á rauða dreglinum Við elskum að spá í kjólunum á rauða dreglinum og lesendur virðast elska það líka. Við tókum saman allar verst klæddu stjörnurnar á Óskarnum þetta árið.
Fréttir ársins 2016 Golden Globes Mest lesið Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour „Orðið sem var notað um mig var martröð“ Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour Kim Kardashian mætti ómáluð á Balenciaga sýninguna Glamour Ekki klæða þig í! Glamour Best klæddu stjörnurnar á SAG Glamour