Dauðlangar að leika í Star Wars Ritstjórn skrifar 22. febrúar 2016 09:45 Baltasar Breki Samper. Mynd/Silja Magg Baltasar Breki Samper er ný stjarna á sjónvarpsskjánum sem og á leiksviðinu. Hann hefur getið sér gott orð í Þjóðleikhúsinu auk þess sem hann er í einu lykilhlutverka í sjónvarpsþáttunum Ófærð þar sem hann leikur undir stjórn föður síns, Baltasars Kormáks. Glamour fékk að aðeins kynnast Breka, eins og hann er kallaður.Segðu okkur frá verkinu, Sporvagninum Girnd?Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra bókmennta. Það fjallar um hjónin Stellu og Stanley Kowalski sem búa í lítilli íbúð í New Orleans og systur Stellu, Blanche Dubois, sem kemur í heimsókn eftir að hafa lent í vandræðum heima fyrir. Hún flytur eiginlega bara inn á þau og gerir Stanley alveg brjálaðan. Verkið tekur á alls konar samfélagsmeinum, eins og alkóhólisma, heimilisofbeldi, meðvirkni og fleiru sem á alveg jafn vel við núna og fyrir um sextíu árum þegar verkið var skrifað. Aðalþemað í verkinu er þó kannski hvernig karllægur heimur tekur á þessari konu, Blanche, og eyðileggur hana.Hvert er þitt hlutverk?Ég leik Stanley Kowalski sem er ótrúlega spennandi karakter. Honum finnst að allt sem hann á sé merkt honum og er mjög upptekinn af því að vera húsbóndi á sínu heimili. En innst inni er hann í rauninni bara lítill strákur þó svo að hann geri allt í sínu valdi til þess að fela það.Hvað er það besta við að stíga á svið?Það er held ég frelsið sem fylgir því að leyfa verkinu að flæða og sleppa egóinu. Fá að vera einhver annar í nokkra tíma og upplifa kosti og bresti karaktersins. Ef maður er heppinn þá kemst maður líka oft að einhverju um sjálfan sig í leiðinni.Hvert er draumahlutverkið?Ég veit ekki hvort það er eitthvert eitt hlutverk sem mig dreymir um að leika. Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að leika Macbeth eða einhverja andhetju, en síðan hef ég áttað mig á því að langmest gefandi og skapandi vinnan er að búa til karakter frá grunni. Ekki að leika hlutverk eins og það hefur verið gert milljón sinnum eða eins og ,,á að gera það“, heldur leyfa sér að hafa frelsi til að gera hlutverkið algjörlega að sínu. Þá skiptir minna máli hvert hlutverkið er. Ég verð þó að viðurkenna að mig dauðlangar að leika í nýju Star Wars-myndunum. Þó svo að það væri bara einhver „stormtrooper“.Um hvað ertu að hugsa núna?Það kemst lítið annað fyrir í hausnum á mér þessa dagana en Stanley Kowalski og Hjörtur Stefánsson. Það er ótrúlega sérstakt að vera með hausinn á kafi í einhverju hlutverki og sjá svo útkomuna af öðru hlutverki sem maður lék fyrir u.þ.b. ári í sjónvarpinu.Hvað fær þig til að hlæja? Litlu skrítnu mómentin í hversdagsleikanum.Hvað fær þig til að gráta? Ótrúlegustu hlutir. Stundum er það bara eitthvert lag eða bíómynd. Ég horfði til dæmis á teiknimyndina Inside out með kærustunni minni um daginn og við hágrétum bæði.Hver er besta uppfinning allra tíma? Internetið. Það er samt bara bóla. Áttu þér fyrirmynd eða einhvern sem þú lítur upp til sem hefur kennt þér eða haft áhrif á þig Ég á mér margar fyrirmyndir í lífinu og listinni en maðurinn sem ég lít mest upp til er afi minn heitinn. Hann kenndi mér með því að vera hann sjálfur, góð manneskja sem hugsaði vel um fólkið í kringum sig. Ég dáist að þeim eiginleika hans að geta verið ánægður með sitt og ekki stanslaust að þurfa meira.Hvar líður þér best?Það er svo misjafnt. Mér líður eiginlega best þegar ég er í vinnunni að fást við eitthvað krefjandi og skemmtilegt. Þá skiptir ekki öllu máli hvar nákvæmlega maður er heldur frekar með hverjum.Hvar ertu núna?Ég er nú bara heima hjá mér í litlu íbúðinni minni á sloppnum. Mér líður líka ágætlega þar.Af hverju í lífinu ertu stoltastur?Ég er stoltastur af mistökunum sem ég hef gert og hvernig ég hef dílað við þau. Þau kenna manni langmest og skilja mest eftir sig.Af hverju á ferlinum ertu stoltastur?Ferillinn minn er auðvitað svo stuttur að það á kannski eftir að koma í ljós seinna meir. En það sem ég er stoltastur af hingað til er vinnan sem ég lagði í hlutverkið mitt í Ófærð. Mér fannst ég ná nýrri dýpt í karaktersköpun sem ég vissi ekki að ég hefði í mér.Hvað finnst þér verst við samtímann? Að sitja í góðra vina hópi eða með fjölskyldunni og allir eru ofan í snjallsímanum sínum. Það er óþolandi að fólk geti ekki átt venjuleg samskipti lengur og látið sér nægja félagsskap hvert annars.Hvenær blandast ferillinn og persónulega lífið?Mjög oft. Ég er þannig gerður að ég er alltaf hálfpartinn í vinnunni, þó að ég sé heima með kærustunni að borða kvöldmat. Það er sérstaklega áberandi síðustu vikurnar fyrir frumsýningu. Þá er ég varla á staðnum. En við erum að læra á þetta saman.Hvert er besta ráðið sem þér hefur verið gefið?Það var einn besti kennari sem ég hef haft á ævinni sem sagði við mig og allan bekkinn: ,,Vertu þinn eigin mælikvarði“. Það þýðir í rauninni að maður á ekki að láta annað fólk segja sér að eitthvað sem þú ert að gera sé ömurlegt eða gott, ef maður veit betur sjálfur. Alltaf að fylgja sinni eigin sannfæringu. Það þýðir auðvitað ekki að vera þverhaus eða besservisser heldur að láta ekki stjórnast af áliti annarra.Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?Ætli það sé ekki að ákveða að verða leikari.Geturðu mælt með bók eða ljóði sem hafði mikil áhrif á þig?Það var alltaf draumur hjá mér að lifa lengur en hægt er, að upplifa breytinguna sem mannkynið verður fyrir og allt það. Ég endurskoðaði hins vegar þá afstöðu til lífsins eftir að ég las bókina The Postmortal eftir Drew Magary, sem fjallar í grófum dráttum um heim þar sem lækning við öldrun er uppgötvuð og afleiðingar þess. Mæli eindregið með henni.Mynd/Silja MaggHver er fyrsta minningin sem þú átt?Að vera rassskelltur af spænskri kennslukonu í Barcelona fyrir að gefa hundi að drekka af djúsnum mínum.Hvaða samband er þér mikilvægast?Samband mitt við kærustuna mína. Við leggjum mikla vinnu í það.Hvað er það rómantískasta sem þú hefur gert?Ég er nú ekki mikið í því að vera rómantískur í þessum hefðbundna, eða Hollywood- skilningi. Rómantíkin í mínu sambandi er frekar að gera litlu stundirnar sérstakar og njóta augnabliksins. Reyndar spurði kærastan mín mig hvað ég vildi gera á afmælisdeginum mínum í sumar. Við enduðum á að fara út á Snæfellsnes og tjalda. Svo eyddum við deginum og kvöldinu í sveitinni, bösluðum við að grilla pitsur og drukkum kampavín og gamalt viskí. Mér fannst það frekar rómantískt.Ertu andlega þenkjandi?Já, ég mundi segja það. Starfið mitt krefst þess eiginlega. Ég á það líka til að detta út og hverfa inn í einhvern annan heim, hvort sem það er tengt vinnunni eða bara lífinu. Það á það til að koma mér í klípu, t.d. ef samræður eru ekki mjög áhugaverðar og ég sóna út og missi af því sem fólk segir.Ef þú mættir breyta einu í heiminum, hvað væri það?Að fólk byrjaði að læra af mistökunum. Þá færi ýmislegt að gerast.Að Ófærð, hvernig gengu tökurnar?Rosalega vel. Ég hef tekið þátt í þó nokkrum kvikmyndaverkefnum, bæði sem leikari en líka í hinum ýmsu deildum, og ég hef aldrei séð svona stóran hóp fólks takast jafn vel að vinna saman. Það myndaðist svo mikil heild og fólk var svo hjálplegt hvert öðru að það var nánast enginn núningur eða vesen. Það var náttúrulega ekkert grín að vera í tökum í hálft ár og púsla öllu þessu saman, sérstaklega þegar tökurnar færðust norður og leikararnir voru að fljúga fram og til baka og jafnvel keyra á næturnar vegna veðurs. En á einhvern ótrúlegan hátt hafðist þetta.Kom eitthvað á óvart í tökuferlinu?Það kom eiginlega bara á óvart hvað þetta var ógeðslega skemmtileg reynsla. Ég hélt að þetta yrði algjört púl, langt og erfitt, en fólkið sem stóð að þessu gerði þessa framleiðslu eitt skemmtilegasta tímabil sem ég hef upplifað. Það var alltaf eins og maður væri kominn heim þegar maður mætti á sett.Hvað var erfiðast?Ég þurfti einu sinni að standa úti í hnédjúpum snjó í marga klukkutíma. Það var ansi kalt. Nei, það erfiðasta var samt bara löngu senurnar mínar þar sem ég var að tala í mjög langan tíma og leika á móti þessum kanónum sem eru í aðalhlutverkunum. Það tók á en var líka ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt.Er þetta í fyrsta sinn sem þú leikur undir stjórn föður þíns? Hvernig var það?Ég hef leikið hjá honum áður en þá bara í örlitlum hlutverkum, aldrei svona stóru. Það var bara eðlilegast í heimi. Við höfum reyndar unnið áður saman eins og í Djúpinu, en þá var ég annar aðstoðarleikstjóri hjá honum, þannig að ég hef kynnst honum þegar hann er í vinnugír. Við vinnum bara vel saman og erum að fara að vinna saman aftur í vor í uppfærslu hans á Djöflaeyjunni í Þjóðleikhúsinu. Ef maður velur sér sama starfsvettvang og foreldrar manns þá verður maður nú að geta unnið með þeim. Glamour Tíska Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Gleðin við völd í partý Swimslow og Geysi Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir barnið Glamour Beyoncé hvatti Serenu Williams til dáða á Wimbledon Glamour Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour
Baltasar Breki Samper er ný stjarna á sjónvarpsskjánum sem og á leiksviðinu. Hann hefur getið sér gott orð í Þjóðleikhúsinu auk þess sem hann er í einu lykilhlutverka í sjónvarpsþáttunum Ófærð þar sem hann leikur undir stjórn föður síns, Baltasars Kormáks. Glamour fékk að aðeins kynnast Breka, eins og hann er kallaður.Segðu okkur frá verkinu, Sporvagninum Girnd?Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra bókmennta. Það fjallar um hjónin Stellu og Stanley Kowalski sem búa í lítilli íbúð í New Orleans og systur Stellu, Blanche Dubois, sem kemur í heimsókn eftir að hafa lent í vandræðum heima fyrir. Hún flytur eiginlega bara inn á þau og gerir Stanley alveg brjálaðan. Verkið tekur á alls konar samfélagsmeinum, eins og alkóhólisma, heimilisofbeldi, meðvirkni og fleiru sem á alveg jafn vel við núna og fyrir um sextíu árum þegar verkið var skrifað. Aðalþemað í verkinu er þó kannski hvernig karllægur heimur tekur á þessari konu, Blanche, og eyðileggur hana.Hvert er þitt hlutverk?Ég leik Stanley Kowalski sem er ótrúlega spennandi karakter. Honum finnst að allt sem hann á sé merkt honum og er mjög upptekinn af því að vera húsbóndi á sínu heimili. En innst inni er hann í rauninni bara lítill strákur þó svo að hann geri allt í sínu valdi til þess að fela það.Hvað er það besta við að stíga á svið?Það er held ég frelsið sem fylgir því að leyfa verkinu að flæða og sleppa egóinu. Fá að vera einhver annar í nokkra tíma og upplifa kosti og bresti karaktersins. Ef maður er heppinn þá kemst maður líka oft að einhverju um sjálfan sig í leiðinni.Hvert er draumahlutverkið?Ég veit ekki hvort það er eitthvert eitt hlutverk sem mig dreymir um að leika. Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að leika Macbeth eða einhverja andhetju, en síðan hef ég áttað mig á því að langmest gefandi og skapandi vinnan er að búa til karakter frá grunni. Ekki að leika hlutverk eins og það hefur verið gert milljón sinnum eða eins og ,,á að gera það“, heldur leyfa sér að hafa frelsi til að gera hlutverkið algjörlega að sínu. Þá skiptir minna máli hvert hlutverkið er. Ég verð þó að viðurkenna að mig dauðlangar að leika í nýju Star Wars-myndunum. Þó svo að það væri bara einhver „stormtrooper“.Um hvað ertu að hugsa núna?Það kemst lítið annað fyrir í hausnum á mér þessa dagana en Stanley Kowalski og Hjörtur Stefánsson. Það er ótrúlega sérstakt að vera með hausinn á kafi í einhverju hlutverki og sjá svo útkomuna af öðru hlutverki sem maður lék fyrir u.þ.b. ári í sjónvarpinu.Hvað fær þig til að hlæja? Litlu skrítnu mómentin í hversdagsleikanum.Hvað fær þig til að gráta? Ótrúlegustu hlutir. Stundum er það bara eitthvert lag eða bíómynd. Ég horfði til dæmis á teiknimyndina Inside out með kærustunni minni um daginn og við hágrétum bæði.Hver er besta uppfinning allra tíma? Internetið. Það er samt bara bóla. Áttu þér fyrirmynd eða einhvern sem þú lítur upp til sem hefur kennt þér eða haft áhrif á þig Ég á mér margar fyrirmyndir í lífinu og listinni en maðurinn sem ég lít mest upp til er afi minn heitinn. Hann kenndi mér með því að vera hann sjálfur, góð manneskja sem hugsaði vel um fólkið í kringum sig. Ég dáist að þeim eiginleika hans að geta verið ánægður með sitt og ekki stanslaust að þurfa meira.Hvar líður þér best?Það er svo misjafnt. Mér líður eiginlega best þegar ég er í vinnunni að fást við eitthvað krefjandi og skemmtilegt. Þá skiptir ekki öllu máli hvar nákvæmlega maður er heldur frekar með hverjum.Hvar ertu núna?Ég er nú bara heima hjá mér í litlu íbúðinni minni á sloppnum. Mér líður líka ágætlega þar.Af hverju í lífinu ertu stoltastur?Ég er stoltastur af mistökunum sem ég hef gert og hvernig ég hef dílað við þau. Þau kenna manni langmest og skilja mest eftir sig.Af hverju á ferlinum ertu stoltastur?Ferillinn minn er auðvitað svo stuttur að það á kannski eftir að koma í ljós seinna meir. En það sem ég er stoltastur af hingað til er vinnan sem ég lagði í hlutverkið mitt í Ófærð. Mér fannst ég ná nýrri dýpt í karaktersköpun sem ég vissi ekki að ég hefði í mér.Hvað finnst þér verst við samtímann? Að sitja í góðra vina hópi eða með fjölskyldunni og allir eru ofan í snjallsímanum sínum. Það er óþolandi að fólk geti ekki átt venjuleg samskipti lengur og látið sér nægja félagsskap hvert annars.Hvenær blandast ferillinn og persónulega lífið?Mjög oft. Ég er þannig gerður að ég er alltaf hálfpartinn í vinnunni, þó að ég sé heima með kærustunni að borða kvöldmat. Það er sérstaklega áberandi síðustu vikurnar fyrir frumsýningu. Þá er ég varla á staðnum. En við erum að læra á þetta saman.Hvert er besta ráðið sem þér hefur verið gefið?Það var einn besti kennari sem ég hef haft á ævinni sem sagði við mig og allan bekkinn: ,,Vertu þinn eigin mælikvarði“. Það þýðir í rauninni að maður á ekki að láta annað fólk segja sér að eitthvað sem þú ert að gera sé ömurlegt eða gott, ef maður veit betur sjálfur. Alltaf að fylgja sinni eigin sannfæringu. Það þýðir auðvitað ekki að vera þverhaus eða besservisser heldur að láta ekki stjórnast af áliti annarra.Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?Ætli það sé ekki að ákveða að verða leikari.Geturðu mælt með bók eða ljóði sem hafði mikil áhrif á þig?Það var alltaf draumur hjá mér að lifa lengur en hægt er, að upplifa breytinguna sem mannkynið verður fyrir og allt það. Ég endurskoðaði hins vegar þá afstöðu til lífsins eftir að ég las bókina The Postmortal eftir Drew Magary, sem fjallar í grófum dráttum um heim þar sem lækning við öldrun er uppgötvuð og afleiðingar þess. Mæli eindregið með henni.Mynd/Silja MaggHver er fyrsta minningin sem þú átt?Að vera rassskelltur af spænskri kennslukonu í Barcelona fyrir að gefa hundi að drekka af djúsnum mínum.Hvaða samband er þér mikilvægast?Samband mitt við kærustuna mína. Við leggjum mikla vinnu í það.Hvað er það rómantískasta sem þú hefur gert?Ég er nú ekki mikið í því að vera rómantískur í þessum hefðbundna, eða Hollywood- skilningi. Rómantíkin í mínu sambandi er frekar að gera litlu stundirnar sérstakar og njóta augnabliksins. Reyndar spurði kærastan mín mig hvað ég vildi gera á afmælisdeginum mínum í sumar. Við enduðum á að fara út á Snæfellsnes og tjalda. Svo eyddum við deginum og kvöldinu í sveitinni, bösluðum við að grilla pitsur og drukkum kampavín og gamalt viskí. Mér fannst það frekar rómantískt.Ertu andlega þenkjandi?Já, ég mundi segja það. Starfið mitt krefst þess eiginlega. Ég á það líka til að detta út og hverfa inn í einhvern annan heim, hvort sem það er tengt vinnunni eða bara lífinu. Það á það til að koma mér í klípu, t.d. ef samræður eru ekki mjög áhugaverðar og ég sóna út og missi af því sem fólk segir.Ef þú mættir breyta einu í heiminum, hvað væri það?Að fólk byrjaði að læra af mistökunum. Þá færi ýmislegt að gerast.Að Ófærð, hvernig gengu tökurnar?Rosalega vel. Ég hef tekið þátt í þó nokkrum kvikmyndaverkefnum, bæði sem leikari en líka í hinum ýmsu deildum, og ég hef aldrei séð svona stóran hóp fólks takast jafn vel að vinna saman. Það myndaðist svo mikil heild og fólk var svo hjálplegt hvert öðru að það var nánast enginn núningur eða vesen. Það var náttúrulega ekkert grín að vera í tökum í hálft ár og púsla öllu þessu saman, sérstaklega þegar tökurnar færðust norður og leikararnir voru að fljúga fram og til baka og jafnvel keyra á næturnar vegna veðurs. En á einhvern ótrúlegan hátt hafðist þetta.Kom eitthvað á óvart í tökuferlinu?Það kom eiginlega bara á óvart hvað þetta var ógeðslega skemmtileg reynsla. Ég hélt að þetta yrði algjört púl, langt og erfitt, en fólkið sem stóð að þessu gerði þessa framleiðslu eitt skemmtilegasta tímabil sem ég hef upplifað. Það var alltaf eins og maður væri kominn heim þegar maður mætti á sett.Hvað var erfiðast?Ég þurfti einu sinni að standa úti í hnédjúpum snjó í marga klukkutíma. Það var ansi kalt. Nei, það erfiðasta var samt bara löngu senurnar mínar þar sem ég var að tala í mjög langan tíma og leika á móti þessum kanónum sem eru í aðalhlutverkunum. Það tók á en var líka ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt.Er þetta í fyrsta sinn sem þú leikur undir stjórn föður þíns? Hvernig var það?Ég hef leikið hjá honum áður en þá bara í örlitlum hlutverkum, aldrei svona stóru. Það var bara eðlilegast í heimi. Við höfum reyndar unnið áður saman eins og í Djúpinu, en þá var ég annar aðstoðarleikstjóri hjá honum, þannig að ég hef kynnst honum þegar hann er í vinnugír. Við vinnum bara vel saman og erum að fara að vinna saman aftur í vor í uppfærslu hans á Djöflaeyjunni í Þjóðleikhúsinu. Ef maður velur sér sama starfsvettvang og foreldrar manns þá verður maður nú að geta unnið með þeim.
Glamour Tíska Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Gleðin við völd í partý Swimslow og Geysi Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir barnið Glamour Beyoncé hvatti Serenu Williams til dáða á Wimbledon Glamour Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour