Alltaf langað að láta gott af mér leiða Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. desember 2016 08:30 Magnús Óskar og Lilja Dögg með börnin, Eystein, níu ára, og Signýju Steinþóru, sjö ára. Vísir/GVA Lilja Dögg býr í raðhúsi í Fossvoginum með manni sínum, Magnúsi Óskari Hafsteinssyni hagfræðingi, og börnunum Eysteini, níu ára, og Signýju Steinþóru, sjö ára. Heimilið er jólaskreytt, Lilja segir Signýju Steinþóru eiga mesta heiðurinn af því. „Það þarf að vera jólaskraut alls staðar svo hún sé ánægð. Svo er Magnús líka mikill jólagaur,“ segir hún brosandi. Eitt af því sem athygli vekur er lítið útsaumað jólaveggteppi. „Ég saumaði þetta þegar ég var í Fellaskóla,“ segir Lilja sem ólst upp í Breiðholtinu og kveðst enn hafa taugar til hverfisins. „Það var gaman að vera barn í Breiðholtinu á áttunda og níunda áratugnum þegar það var að byggjast upp og var fullt af krökkum að leika sér úti frá morgni til kvölds,“ segir hún. „Fyrsta heimsóknin sem ég fór í sem ráðherra var í Fellaskóla. Ég var í þeim skóla allan grunnskólaaldurinn og er í góðu sambandi við útskriftarárganginn þaðan. Nú reyni ég að fylgjast með málefnum barna af erlendum uppruna, þau eru mörg í Fellahverfinu. Það var öðruvísi þegar ég var að alast upp í Breiðholti þó félagsleg staða barna þar væri misjöfn, ég kynntist því vel á grunnskólaárunum. Þar bjó fólk með mismunandi bakgrunn og mismunandi fjölskyldusögu. Það jók mér víðsýni og er að mörgu leyti dýrmætari reynsla en að vera í hverfi með einsleitu mannlífi.“Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR til ársins 2006.Fréttablaðið/ValliForeldrar Lilju eru Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri, og Guðný Kristjánsdóttir prentsmiður. Fæddist hún ekki með silfurskeið í munni? „Báðir foreldrar mínir þurftu að hafa fyrir sínu og ég er alin upp við að þau ynnu bæði úti, mamma var í umbroti hjá Tímanum. Ég var oft með foreldrum mínum í vinnunni, sérstaklega fylgdi ég pabba mikið. Ég tel mig gæfusama hvað mína æsku varðar,“ svarar Lilja og er næst spurð hvað hafi komið henni best í lífinu af því sem hún lærði í uppvextinum. Ekki stendur á svari: „Að axla ábyrgð og að koma fram við aðra eins og ég vildi að aðrir kæmu fram við mig. Það var leiðarljós í öllu sem fyrir mér var haft. Svo var talsvert mikill agi á heimilinu, jákvæður agi og líka mikil ástúð en maður þurfti að standa sína plikt.“Stolt af að vera kjörin á þing Eftir stúdentspróf frá MR fór Lilja í skiptinám til Suður-Kóreu þar sem hún stúderaði stjórnmálasögu Austur-Asíu. „Ég var hjá kóreskri fjölskyldu og ferðaðist svo um allt Kína eftir það með bakpoka,“ rifjar hún upp. Hún lauk BA-prófi í stjórnmálafræði við HÍ og meistaragráðu í alþjóðahagfræði í Kólumbíu og hefur reynslu af að búa í þremur heimsálfum. „Ég hef eytt tvennum jólum erlendis, fyrst í Seúl í Kóreu og svo bjuggum við Maggi með börnin í tvö ár í Bandaríkjunum og héldum þar ein jól. Bandaríkin eru auðvitað mikið jólaland og þar var yndislegt að vera með lítil börn en aðdragandinn var ekki eins mikill og hér á landi og ekki eins hátíðlegur. Það eru ákveðnir töfrar yfir jólunum hér vegna myrkursins, ljósin njóta sín svo vel og allar skreytingarnar. Ég elska þessar hátíðar í svartasta skammdeginu,“ segir Lilja og rifjar upp jólasögu frá æskuheimilinu. „Þegar ég var átta ára kom til okkar maður á aðfangadagskvöld sem ég hafði aldrei séð en honum hafði verið boðið af foreldrum mínum. Þá voru erfiðleikar í fjölskyldunni hans og pabbi hafði frétt að hann yrði einn. Svo var þessi maður hjá okkur næstu 25 árin á aðfangadagskvöld, alveg þangað til hann féll frá og hátíðleikinn sem fylgdi honum þegar hann kom inn í húsið, var einstakur. Svona finnst mér jólin eiga að vera, snúast um umhyggju, kærleika og samveru.“ Þó jólin hafi alltaf verið kærkomin í lífi Lilju þá voru þau það kannski sérstaklega nú því álagið í vinnunni hefur verið með meira móti. Hún er starfandi utanríkisráðherra og líka nýr þingmaður. Hvernig kann hún því? „Mér finnst það gaman. Ég er stolt af því að vera kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga og tek því mjög alvarlega. Það tekur tíma að setja sig inn í málin en sú vinna er skemmtileg og mikill lærdómur. Ég kom fyrst inn í þingið sem utanþingsráðherra og flutti mín mál, þannig að ég var ekki að koma í þingsal í fyrsta sinn í haust en nú var það í umboði þjóðarinnar. Viðvera ráðherra í þinginu verður samt alltaf aðeins minni en almennra þingmanna og af því ég er frekar samviskusöm vil ég vera í þinginu þegar þingfundur er en hef líka skyldur uppi í ráðuneyti.“ Hún segir fjárlögin hafa verið mikið til umræðu fyrir jólafrí. „Flestir vilja forgangsraða í þágu velferðarmála, ég þar á meðal. En ég viðurkenni að ég hef vissar áhyggjur af því að við séum stödd á þeim stað í hagsveiflunni að það sé verið að gefa í alls staðar auk þess sem krónan er að styrkjast. Önnur ríki auka sín útgjöld um tvö til þrjú prósent en við erum að gefa í um sjö prósent í nánast öllum málaflokkum. Samt er allt vitlaust. Eflaust er eitthvað sem við stjórnmálamenn erum ekki að gera rétt en kröfurnar eru heldur ekki raunhæfar. Við þurfum að vanda okkur og hugsa: hvar viljum við sjá hagkerfið okkar eftir fimm ár, eftir tíu ár, eftir tuttugu ár? Það sem vex svona gríðarlega hratt þarf ekki að vera sjálfbært.“Lilja man vel eftir því þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti.Þurfum að vera á vaktinni Íslendingar búa við meira jafnrétti en þekkist víða annars staðar, að mati Lilju. „Það er búið að fjárfesta mikið í leikskólum og grunnskólum og allir hafa jafnt aðgengi að þeim. Mér finnst það mjög mikilvægt. Það eru ekkert mörg ríki í heiminum sem hafa svona góða leikskóla, við hugsum bara ekki út í það. Meginmunurinn á því að búa í Bandaríkjunum og á Íslandi er að hér hafa allir jafnan rétt að þessu leyti. Í Bretlandi og víðar er lúxus að senda börn á leikskóla. En auðvitað getum við gert enn betur. Launabilið er of mikið og við þurfum að vera á vaktinni. Tómstundir barna eru dýrar. Það er eitt af því sem fólk finnur fyrir og ég held að þar geti orðið aðstöðumunur en annars er frábært að vera með börn á Íslandi.“ Á mynd sem Lilja sýnir mér í tölvunni, og tekin var á Natófundi í Brussel um daginn, sést að allir utanríkisráðherrar Natóríkjanna eru karlar, nema sá íslenski. „Kynjajafnréttið á víða langt í land,“ bendir hún á. „En hér á landi eru jafn margar konur og karlar á þingi nú og sama er að segja í ríkisstjórninni. Ég var sjö ára þegar forsetakosningarnar voru 1980. Langamma mín var í jafnréttishreyfingu og studdi Vigdísi dyggilega. Ég var eitthvað að velta Alberti Guðmundssyni fyrir mér af því að hann var fótboltamaður og ég fór oft á völlinn með pabba. En amma sagði hreint út: „Lilja, þetta er í fyrsta sinn sem kona er í framboði og að sjálfsögðu styðjum við hana.“ Þessi skilaboð líða mér ekki úr minni, ég man enn hvar við sátum í sófanum í Skipholti þegar ég fékk þau.“ Lilja kveðst hafa tekið dóttur sína með í bæinn á kvennafrídaginn og á eftir rætt um launamun kynjanna við börnin og líkt honum við það að strákur fengi fleiri límmiða en stelpa fyrir sömu vinnu. „Eitt kvöldið vildi sonur minn lesa lengur fram eftir en ég taldi hollt, þó ég sé ánægð með að hann sé lestrarhestur. Þegar ég slökkti ljósið sagði hann að það væri ósanngjarnt eins og launamunur kynjanna. Það var þá það fyrsta sem honum datt í hug þegar honum fannst hann misrétti beittur.“Lilja Alfreðsdóttir ætlaði að verða blaðamaður.Vísir/Anton BrinkÆtlaði að verða blaðamaður Faðir Lilju var stjórnmálamaður. Skyldi hana hafa dreymt um það í æsku að verða það líka? „Ég ætlaði nú að verða blaðamaður, fannst það mjög áhugavert. Svo hefur mig alltaf langað að láta gott af mér leiða. Það eru jákvæðar hliðar á pólitíkinni en líka mjög neikvæðar og stjórnmálin voru ekki á stefnuskrá hjá mér í upphafi þessa árs. Bara alls ekki. En svo hafa málin þróast með þessum hætti,“ segir Lilja sem er órög við að taka málin í sínar hendur. Til dæmis brást hún við kennaraskorti í fimleikum með því að fara að kenna þá sjálf fyrir nokkrum árum. „Ég var í fimleikum sem barn og þegar krakkarnir mínir voru báðir að byrja í þeim vantaði kennara svo ég skellti mér á þjálfaranámskeið og var að kenna fimleika í að minnsta kosti eitt ár, mér fannst það mjög gaman, sérstaklega að vera með yngri börnin þegar þau voru að stíga sín fyrstu skref í þeirri íþrótt. Sjálf var ég grjóthörð í litla meistaraflokki Gerplu á sínum tíma. Signý Steinþóra er á fullu í fimleikum en Eysteinn nýhættur, hann hefur nóg annað að gera en ég hefði viljað hafa hann lengur því ég tel að fólk búi að fimleikaiðkun alla ævi.“ Lilja tekur fram að þau Maggi fái mikla hjálp frá foreldrum sínum í sambandi við fimleikaskutl og fleira, annars mundi dæmið ekki ganga upp hjá þeim. „Við fáum ómetanlega aðstoð,“ segir hún. Nú vil ég vita eitthvað um Magnús og hvernig hún krækti í hann. „Ég kynntist Magga í afmæli hjá systur minni, Lindu Rós. Hann er með músík í blóðinu og var í pönkhljómsveit á sínum tíma, sem mér þótti svolítið skemmtilegt en framandi. Hann starfar í dag sem hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og hefur gert undanfarin ár. Við erum búin að vera saman í hér um bil 20 ár og höfum búið víða bæði hér heima og erlendis,“ upplýsir hún. Tími okkar í Bandaríkjunum með krökkunum þegar þau voru mjög ung var sérstaklega skemmtilegur!“ Þau Lilja og Magnús verða með stórt matarboð í kvöld, gamlárskvöld. „Við fáum fjölskyldur okkar beggja til okkar og verðum með íslenskan kalkún á ameríska vísu sem við eldum sjálf allan daginn. Þvílíka smjörstykkið sem fer í það að halda honum mjúkum og góðum! Mér finnst kalkúnn hentugur matur þegar maður er með svona marga, kannski 20 manns. Fyllingin er ekki síðri og það er skemmtilegt að búa hana til.“ Hún segir svona gamlárskvöldsboð bæði hefð og ekki hefð. „Við gerum þetta reglulega,“ segir hún. „Það er gaman að fá alla hingað. Húsið hentar vel, hér er pallur og útsýni svo hægt er að fylgjast með flugeldunum ef veður leyfir.“Greinin birtist fyrst 31. desember 2016. Alþingi Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Lilja Dögg býr í raðhúsi í Fossvoginum með manni sínum, Magnúsi Óskari Hafsteinssyni hagfræðingi, og börnunum Eysteini, níu ára, og Signýju Steinþóru, sjö ára. Heimilið er jólaskreytt, Lilja segir Signýju Steinþóru eiga mesta heiðurinn af því. „Það þarf að vera jólaskraut alls staðar svo hún sé ánægð. Svo er Magnús líka mikill jólagaur,“ segir hún brosandi. Eitt af því sem athygli vekur er lítið útsaumað jólaveggteppi. „Ég saumaði þetta þegar ég var í Fellaskóla,“ segir Lilja sem ólst upp í Breiðholtinu og kveðst enn hafa taugar til hverfisins. „Það var gaman að vera barn í Breiðholtinu á áttunda og níunda áratugnum þegar það var að byggjast upp og var fullt af krökkum að leika sér úti frá morgni til kvölds,“ segir hún. „Fyrsta heimsóknin sem ég fór í sem ráðherra var í Fellaskóla. Ég var í þeim skóla allan grunnskólaaldurinn og er í góðu sambandi við útskriftarárganginn þaðan. Nú reyni ég að fylgjast með málefnum barna af erlendum uppruna, þau eru mörg í Fellahverfinu. Það var öðruvísi þegar ég var að alast upp í Breiðholti þó félagsleg staða barna þar væri misjöfn, ég kynntist því vel á grunnskólaárunum. Þar bjó fólk með mismunandi bakgrunn og mismunandi fjölskyldusögu. Það jók mér víðsýni og er að mörgu leyti dýrmætari reynsla en að vera í hverfi með einsleitu mannlífi.“Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR til ársins 2006.Fréttablaðið/ValliForeldrar Lilju eru Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri, og Guðný Kristjánsdóttir prentsmiður. Fæddist hún ekki með silfurskeið í munni? „Báðir foreldrar mínir þurftu að hafa fyrir sínu og ég er alin upp við að þau ynnu bæði úti, mamma var í umbroti hjá Tímanum. Ég var oft með foreldrum mínum í vinnunni, sérstaklega fylgdi ég pabba mikið. Ég tel mig gæfusama hvað mína æsku varðar,“ svarar Lilja og er næst spurð hvað hafi komið henni best í lífinu af því sem hún lærði í uppvextinum. Ekki stendur á svari: „Að axla ábyrgð og að koma fram við aðra eins og ég vildi að aðrir kæmu fram við mig. Það var leiðarljós í öllu sem fyrir mér var haft. Svo var talsvert mikill agi á heimilinu, jákvæður agi og líka mikil ástúð en maður þurfti að standa sína plikt.“Stolt af að vera kjörin á þing Eftir stúdentspróf frá MR fór Lilja í skiptinám til Suður-Kóreu þar sem hún stúderaði stjórnmálasögu Austur-Asíu. „Ég var hjá kóreskri fjölskyldu og ferðaðist svo um allt Kína eftir það með bakpoka,“ rifjar hún upp. Hún lauk BA-prófi í stjórnmálafræði við HÍ og meistaragráðu í alþjóðahagfræði í Kólumbíu og hefur reynslu af að búa í þremur heimsálfum. „Ég hef eytt tvennum jólum erlendis, fyrst í Seúl í Kóreu og svo bjuggum við Maggi með börnin í tvö ár í Bandaríkjunum og héldum þar ein jól. Bandaríkin eru auðvitað mikið jólaland og þar var yndislegt að vera með lítil börn en aðdragandinn var ekki eins mikill og hér á landi og ekki eins hátíðlegur. Það eru ákveðnir töfrar yfir jólunum hér vegna myrkursins, ljósin njóta sín svo vel og allar skreytingarnar. Ég elska þessar hátíðar í svartasta skammdeginu,“ segir Lilja og rifjar upp jólasögu frá æskuheimilinu. „Þegar ég var átta ára kom til okkar maður á aðfangadagskvöld sem ég hafði aldrei séð en honum hafði verið boðið af foreldrum mínum. Þá voru erfiðleikar í fjölskyldunni hans og pabbi hafði frétt að hann yrði einn. Svo var þessi maður hjá okkur næstu 25 árin á aðfangadagskvöld, alveg þangað til hann féll frá og hátíðleikinn sem fylgdi honum þegar hann kom inn í húsið, var einstakur. Svona finnst mér jólin eiga að vera, snúast um umhyggju, kærleika og samveru.“ Þó jólin hafi alltaf verið kærkomin í lífi Lilju þá voru þau það kannski sérstaklega nú því álagið í vinnunni hefur verið með meira móti. Hún er starfandi utanríkisráðherra og líka nýr þingmaður. Hvernig kann hún því? „Mér finnst það gaman. Ég er stolt af því að vera kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga og tek því mjög alvarlega. Það tekur tíma að setja sig inn í málin en sú vinna er skemmtileg og mikill lærdómur. Ég kom fyrst inn í þingið sem utanþingsráðherra og flutti mín mál, þannig að ég var ekki að koma í þingsal í fyrsta sinn í haust en nú var það í umboði þjóðarinnar. Viðvera ráðherra í þinginu verður samt alltaf aðeins minni en almennra þingmanna og af því ég er frekar samviskusöm vil ég vera í þinginu þegar þingfundur er en hef líka skyldur uppi í ráðuneyti.“ Hún segir fjárlögin hafa verið mikið til umræðu fyrir jólafrí. „Flestir vilja forgangsraða í þágu velferðarmála, ég þar á meðal. En ég viðurkenni að ég hef vissar áhyggjur af því að við séum stödd á þeim stað í hagsveiflunni að það sé verið að gefa í alls staðar auk þess sem krónan er að styrkjast. Önnur ríki auka sín útgjöld um tvö til þrjú prósent en við erum að gefa í um sjö prósent í nánast öllum málaflokkum. Samt er allt vitlaust. Eflaust er eitthvað sem við stjórnmálamenn erum ekki að gera rétt en kröfurnar eru heldur ekki raunhæfar. Við þurfum að vanda okkur og hugsa: hvar viljum við sjá hagkerfið okkar eftir fimm ár, eftir tíu ár, eftir tuttugu ár? Það sem vex svona gríðarlega hratt þarf ekki að vera sjálfbært.“Lilja man vel eftir því þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti.Þurfum að vera á vaktinni Íslendingar búa við meira jafnrétti en þekkist víða annars staðar, að mati Lilju. „Það er búið að fjárfesta mikið í leikskólum og grunnskólum og allir hafa jafnt aðgengi að þeim. Mér finnst það mjög mikilvægt. Það eru ekkert mörg ríki í heiminum sem hafa svona góða leikskóla, við hugsum bara ekki út í það. Meginmunurinn á því að búa í Bandaríkjunum og á Íslandi er að hér hafa allir jafnan rétt að þessu leyti. Í Bretlandi og víðar er lúxus að senda börn á leikskóla. En auðvitað getum við gert enn betur. Launabilið er of mikið og við þurfum að vera á vaktinni. Tómstundir barna eru dýrar. Það er eitt af því sem fólk finnur fyrir og ég held að þar geti orðið aðstöðumunur en annars er frábært að vera með börn á Íslandi.“ Á mynd sem Lilja sýnir mér í tölvunni, og tekin var á Natófundi í Brussel um daginn, sést að allir utanríkisráðherrar Natóríkjanna eru karlar, nema sá íslenski. „Kynjajafnréttið á víða langt í land,“ bendir hún á. „En hér á landi eru jafn margar konur og karlar á þingi nú og sama er að segja í ríkisstjórninni. Ég var sjö ára þegar forsetakosningarnar voru 1980. Langamma mín var í jafnréttishreyfingu og studdi Vigdísi dyggilega. Ég var eitthvað að velta Alberti Guðmundssyni fyrir mér af því að hann var fótboltamaður og ég fór oft á völlinn með pabba. En amma sagði hreint út: „Lilja, þetta er í fyrsta sinn sem kona er í framboði og að sjálfsögðu styðjum við hana.“ Þessi skilaboð líða mér ekki úr minni, ég man enn hvar við sátum í sófanum í Skipholti þegar ég fékk þau.“ Lilja kveðst hafa tekið dóttur sína með í bæinn á kvennafrídaginn og á eftir rætt um launamun kynjanna við börnin og líkt honum við það að strákur fengi fleiri límmiða en stelpa fyrir sömu vinnu. „Eitt kvöldið vildi sonur minn lesa lengur fram eftir en ég taldi hollt, þó ég sé ánægð með að hann sé lestrarhestur. Þegar ég slökkti ljósið sagði hann að það væri ósanngjarnt eins og launamunur kynjanna. Það var þá það fyrsta sem honum datt í hug þegar honum fannst hann misrétti beittur.“Lilja Alfreðsdóttir ætlaði að verða blaðamaður.Vísir/Anton BrinkÆtlaði að verða blaðamaður Faðir Lilju var stjórnmálamaður. Skyldi hana hafa dreymt um það í æsku að verða það líka? „Ég ætlaði nú að verða blaðamaður, fannst það mjög áhugavert. Svo hefur mig alltaf langað að láta gott af mér leiða. Það eru jákvæðar hliðar á pólitíkinni en líka mjög neikvæðar og stjórnmálin voru ekki á stefnuskrá hjá mér í upphafi þessa árs. Bara alls ekki. En svo hafa málin þróast með þessum hætti,“ segir Lilja sem er órög við að taka málin í sínar hendur. Til dæmis brást hún við kennaraskorti í fimleikum með því að fara að kenna þá sjálf fyrir nokkrum árum. „Ég var í fimleikum sem barn og þegar krakkarnir mínir voru báðir að byrja í þeim vantaði kennara svo ég skellti mér á þjálfaranámskeið og var að kenna fimleika í að minnsta kosti eitt ár, mér fannst það mjög gaman, sérstaklega að vera með yngri börnin þegar þau voru að stíga sín fyrstu skref í þeirri íþrótt. Sjálf var ég grjóthörð í litla meistaraflokki Gerplu á sínum tíma. Signý Steinþóra er á fullu í fimleikum en Eysteinn nýhættur, hann hefur nóg annað að gera en ég hefði viljað hafa hann lengur því ég tel að fólk búi að fimleikaiðkun alla ævi.“ Lilja tekur fram að þau Maggi fái mikla hjálp frá foreldrum sínum í sambandi við fimleikaskutl og fleira, annars mundi dæmið ekki ganga upp hjá þeim. „Við fáum ómetanlega aðstoð,“ segir hún. Nú vil ég vita eitthvað um Magnús og hvernig hún krækti í hann. „Ég kynntist Magga í afmæli hjá systur minni, Lindu Rós. Hann er með músík í blóðinu og var í pönkhljómsveit á sínum tíma, sem mér þótti svolítið skemmtilegt en framandi. Hann starfar í dag sem hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og hefur gert undanfarin ár. Við erum búin að vera saman í hér um bil 20 ár og höfum búið víða bæði hér heima og erlendis,“ upplýsir hún. Tími okkar í Bandaríkjunum með krökkunum þegar þau voru mjög ung var sérstaklega skemmtilegur!“ Þau Lilja og Magnús verða með stórt matarboð í kvöld, gamlárskvöld. „Við fáum fjölskyldur okkar beggja til okkar og verðum með íslenskan kalkún á ameríska vísu sem við eldum sjálf allan daginn. Þvílíka smjörstykkið sem fer í það að halda honum mjúkum og góðum! Mér finnst kalkúnn hentugur matur þegar maður er með svona marga, kannski 20 manns. Fyllingin er ekki síðri og það er skemmtilegt að búa hana til.“ Hún segir svona gamlárskvöldsboð bæði hefð og ekki hefð. „Við gerum þetta reglulega,“ segir hún. „Það er gaman að fá alla hingað. Húsið hentar vel, hér er pallur og útsýni svo hægt er að fylgjast með flugeldunum ef veður leyfir.“Greinin birtist fyrst 31. desember 2016.
Alþingi Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira