Vinsældir forseta í tölu sem sést eiginlega aldrei segir prófessor Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47