Segir Vestmannaeyjabæ ekki vera að vinna að neinu sem líkist Keiko-ævintýrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 10:21 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Friðriksson Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag um að fyrirtækið Merlin undirbúi nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið vinni náið með WDC-dýraverndunarsamtökunum sem hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi til að synda frjálsir um höfin á ný. Í tilkynningu frá bæjarstjóranum kemur fram að Vestmannaeyjabæ sé kunnugt um vilja „kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu.“ Síðan segir að bærinn muni því hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlanda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. Svo segir: „Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.“ Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hefur vaxið mikið á síðustu árum og þá mest í tengslum við siglingar í Landeyjahöfn. Þessi vöxtur hefur hefur fjölgað störfum og bætt lífsgæði íbúa verulega. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að halda áfram að efla þessa atvinnugrein og er þar meðal annars horft til samstarfs við sterkra aðila erlendis. Afar mikilvægt er að vel til takist enda er störfum í sjávarútvegi stöðugt að fækka og því aukin þörf á nýsköpun og þróun í sjávarbyggðum. Vestmannaeyjabæ er kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu. Vestmannaeyjabær mun að svo stöddu hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlenda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar. Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag um að fyrirtækið Merlin undirbúi nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið vinni náið með WDC-dýraverndunarsamtökunum sem hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi til að synda frjálsir um höfin á ný. Í tilkynningu frá bæjarstjóranum kemur fram að Vestmannaeyjabæ sé kunnugt um vilja „kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu.“ Síðan segir að bærinn muni því hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlanda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. Svo segir: „Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.“ Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hefur vaxið mikið á síðustu árum og þá mest í tengslum við siglingar í Landeyjahöfn. Þessi vöxtur hefur hefur fjölgað störfum og bætt lífsgæði íbúa verulega. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að halda áfram að efla þessa atvinnugrein og er þar meðal annars horft til samstarfs við sterkra aðila erlendis. Afar mikilvægt er að vel til takist enda er störfum í sjávarútvegi stöðugt að fækka og því aukin þörf á nýsköpun og þróun í sjávarbyggðum. Vestmannaeyjabæ er kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu. Vestmannaeyjabær mun að svo stöddu hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlenda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar. Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30