Grindahlauparinn kemur aftur og aftur upp í besta hlaupara NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 19:00 Ezekiel Elliott með einum besta hlaupara sögunnar, Emmitt Smith. Vísir/AP Nýliðinn Ezekiel Elliott hefur slegið í gegn á fyrsta ári sínu í NFL-deildinni og er með yfirburðarforystu þegar kemur að því að hlaupa með boltann í gegnum varnir andstæðinganna. Ezekiel Elliott hefur hlaupið 1551 jarda í fyrstu fjórtán leikjum Dallas Cowboys á tímabilinu og liðið hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni enda með tólf sigra í fjórtán leikjum. Elliott hljóp 159 jarda í sigrinum á á sunnudagskvöldið sem var hann sjöundi hundrað jarda leikur á tímabilinu. Hann vakti þó líklega mesta athygli í fjölmiðlum fyrir að fagna snertimarki með því að hoppa ofan í risavaxinn pott merktan Hjálpræðishernum. Hann vantar nú 258 jarda í tveimur síðustu leikjunum til þess að bæta nýliðamet Eric Dickerson sem hljóp 1808 jarda árið 1983. Ezekiel Elliott er lipur, eldsnöggur og harður af sér og það er ekkert grín að ráða við hann þegar hann kemst á ferðina. Eitt hefur vakið athygli hjá kappanum en það er að hann hoppar hvað eftir annað yfir mótherja sem eru að reyna að stoppa hann.This is becoming a weekly occurrence. pic.twitter.com/GKLwPG1vsZ — SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016 Hér kemur bakgrunnur Ezekiel Elliott sterkur inn. Hann var nefnilega frjálsíþróttamaður í háskóla og í menntaskóla vann hann fjórfalt á Missouri-fylkismótinu þegar hann tók gullið í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi, 110 metra grindarhlaupi og 300 metra grindarhlaupi. Hann vann þessi fjögur hlaup á tveimur og hálfum tíma. Bestu tímar Ezekiel Elliott í þessum fjórum greinum eru 10,95 sekúndur (100 metra hlaup), 22,05 sekúndur (200 metra hlaup), 13,77 sekúndur (110 metra grindarhlaup) og 37,52 sekúndur(300 metra grindarhlaup). NFL Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Sjá meira
Nýliðinn Ezekiel Elliott hefur slegið í gegn á fyrsta ári sínu í NFL-deildinni og er með yfirburðarforystu þegar kemur að því að hlaupa með boltann í gegnum varnir andstæðinganna. Ezekiel Elliott hefur hlaupið 1551 jarda í fyrstu fjórtán leikjum Dallas Cowboys á tímabilinu og liðið hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni enda með tólf sigra í fjórtán leikjum. Elliott hljóp 159 jarda í sigrinum á á sunnudagskvöldið sem var hann sjöundi hundrað jarda leikur á tímabilinu. Hann vakti þó líklega mesta athygli í fjölmiðlum fyrir að fagna snertimarki með því að hoppa ofan í risavaxinn pott merktan Hjálpræðishernum. Hann vantar nú 258 jarda í tveimur síðustu leikjunum til þess að bæta nýliðamet Eric Dickerson sem hljóp 1808 jarda árið 1983. Ezekiel Elliott er lipur, eldsnöggur og harður af sér og það er ekkert grín að ráða við hann þegar hann kemst á ferðina. Eitt hefur vakið athygli hjá kappanum en það er að hann hoppar hvað eftir annað yfir mótherja sem eru að reyna að stoppa hann.This is becoming a weekly occurrence. pic.twitter.com/GKLwPG1vsZ — SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016 Hér kemur bakgrunnur Ezekiel Elliott sterkur inn. Hann var nefnilega frjálsíþróttamaður í háskóla og í menntaskóla vann hann fjórfalt á Missouri-fylkismótinu þegar hann tók gullið í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi, 110 metra grindarhlaupi og 300 metra grindarhlaupi. Hann vann þessi fjögur hlaup á tveimur og hálfum tíma. Bestu tímar Ezekiel Elliott í þessum fjórum greinum eru 10,95 sekúndur (100 metra hlaup), 22,05 sekúndur (200 metra hlaup), 13,77 sekúndur (110 metra grindarhlaup) og 37,52 sekúndur(300 metra grindarhlaup).
NFL Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Sjá meira