Órökstuddar fullyrðingar formanns Neytendasamtakanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 21. desember 2016 14:04 Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna skrifaði opið bréf í vikunni til mín og annarra þingmanna þar sem að hann hvetur okkur til að falla frá „beinni aðför að íslenskum neytendum og heimilum landsins“ - en þar vísar hann til 100 milljóna króna framlags á fjáraukalögum sem ætluð er til markaðssetningar á íslenskum sauðfjárafurðum. Við þessar aðstæður þykir mér rétt að fara yfir feril málsins með staðreyndir að vopni. Íslenskur landbúnaður skapar 10-12 þúsund bein og óbein störf á Íslandi og veltir hátt í 70 milljörðum á ári. Sauðfjárbúskapur er ein megin forsendan fyrir dreifðri byggð í landinu og saman mynda sauðfjárbúin menningarlegt, atvinnulegt og öryggislegt net vítt og breitt um landið. Sauðfjárafurðir frá íslenskum bændum eru einnig framúrskarandi vara hvað varðar gæði, heilnæmi og aðbúnað dýra. en einhverra hluta vegna er það orðið vinsælt að gera lítið úr þessari eftirsóknarverðu stöðu sem við höfum náð. Þrengingar hafa orðið hjá útflutningsgreinum á Íslandi í kjölfar styrkingar krónunar og í ofanálag hafa viðskiptadeilur Vesturvelda við Rússland leitt til lækkunar á mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir. Í kjölfarið tóku sauðfjárbændur á sig tekjuskerðingu uppá 600 milljónir síðasta haust þegar afurðastöðvar lækkuðu verð til bænda vegna fyrrnefndra aðstæðna. Í haust bárust svo þau tíðindi að Norðmenn myndu ekki taka sín 600 tonn af lambakjöti eins og þeir hafa gert undanfarin ár samkvæmt samningi þar um. Því var ljóst að ef ekki yrði brugðist við yrðu enn frekari verðlækkanir til sauðfjárbænda næsta haust með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur. Það taldi ég ekki ásættanlegt. Í kjölfarið brugðumst við með því að samþykkja í ríkisstjórn sérstakt 100 milljón króna framlag í fjáraukalögum til markaðssetningar á íslensku lambakjöti til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Það má því öllum vera ljóst að fullyrðing Ólafs þess efnis að aðgerðin sé ekki í þágu bænda á við engin rök að styðjast. Ólafur hefur miklar áhyggjur af því að aðgerðin haldi verði á lambakjöti hér á landi of háu en rétt er að benda á að í alþjóðlegum samanburði er smásöluverð á lambakjöti mjög lágt hér á landi, íslenska lambakjötið er hágæða vara á sanngjörnu verði. Það er því stórfurðulegt að það skuli vera forgangsatriði hjá Ólafi að tortryggja þessa einstöku aðgerð sem miðar af því að tryggja kjör bænda og halda byggð í landinu. Ekki má gleyma því að þessi starfsstétt hefur tekið á sig launaskerðingu á sama tíma og allar aðrar stéttir hafa fengið töluverðar kjarabætur undanfarin misseri. Það er rétt að benda á að við erum einnig að byggja upp til lengri tíma, í gangi er metnaðarfullt markaðsstarf á sauðfjárafurðum sem þegar er byrjað að skila árangri . Meðal annars er Landssamband sauðfjárbænda ásamt fleirum að vinna frábært starf við kynningu og markaðssetningu sem er ekki síst miðuð að þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Árangurinn er byrjaður að skila sér og jókst sala á lambakjöti um 25% hér á landi, fyrsta ársfjórðung ársins 2016. Ef nýr formaður Neytendasamtakanna vill sérstaklega skoða starfsumhverfi sauðfjárbænda gæti hann beint spjótum sínum að versluninni og skoða hversu hátt hlutfall hún tekur af smásöluverðinu útí búð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fær hver bóndi einungis að meðaltali þriðjung af heildarverði kjöts í sinn hlut. Hann gæti líka skoðað hvernig stendur á því að arðsemi af verslunarkeðjum hér á landi er mun meiri en á löndunum í kringum okkur og athugað sérstaklega hvers vegna styrking krónunnar og niðurfelling á vörugjöldum og tollum skili sér ekki útí verðlagið? Ég bíð spenntur eftir öðru opnu bréfi þar sem hann fer yfir þátt verslunarinnar í of háu verðlagi hér á landi en jafnframt vona ég að hann kynni sér málin betur áður en hann skrifar fleiri opin bréf með órökstuddum fullyrðingum um íslenskan landbúnað. Að endingu óska ég Ólafi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með fullvissu um að þeir munu njóta alls þess besta sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa um hátíðarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna skrifaði opið bréf í vikunni til mín og annarra þingmanna þar sem að hann hvetur okkur til að falla frá „beinni aðför að íslenskum neytendum og heimilum landsins“ - en þar vísar hann til 100 milljóna króna framlags á fjáraukalögum sem ætluð er til markaðssetningar á íslenskum sauðfjárafurðum. Við þessar aðstæður þykir mér rétt að fara yfir feril málsins með staðreyndir að vopni. Íslenskur landbúnaður skapar 10-12 þúsund bein og óbein störf á Íslandi og veltir hátt í 70 milljörðum á ári. Sauðfjárbúskapur er ein megin forsendan fyrir dreifðri byggð í landinu og saman mynda sauðfjárbúin menningarlegt, atvinnulegt og öryggislegt net vítt og breitt um landið. Sauðfjárafurðir frá íslenskum bændum eru einnig framúrskarandi vara hvað varðar gæði, heilnæmi og aðbúnað dýra. en einhverra hluta vegna er það orðið vinsælt að gera lítið úr þessari eftirsóknarverðu stöðu sem við höfum náð. Þrengingar hafa orðið hjá útflutningsgreinum á Íslandi í kjölfar styrkingar krónunar og í ofanálag hafa viðskiptadeilur Vesturvelda við Rússland leitt til lækkunar á mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir. Í kjölfarið tóku sauðfjárbændur á sig tekjuskerðingu uppá 600 milljónir síðasta haust þegar afurðastöðvar lækkuðu verð til bænda vegna fyrrnefndra aðstæðna. Í haust bárust svo þau tíðindi að Norðmenn myndu ekki taka sín 600 tonn af lambakjöti eins og þeir hafa gert undanfarin ár samkvæmt samningi þar um. Því var ljóst að ef ekki yrði brugðist við yrðu enn frekari verðlækkanir til sauðfjárbænda næsta haust með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur. Það taldi ég ekki ásættanlegt. Í kjölfarið brugðumst við með því að samþykkja í ríkisstjórn sérstakt 100 milljón króna framlag í fjáraukalögum til markaðssetningar á íslensku lambakjöti til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Það má því öllum vera ljóst að fullyrðing Ólafs þess efnis að aðgerðin sé ekki í þágu bænda á við engin rök að styðjast. Ólafur hefur miklar áhyggjur af því að aðgerðin haldi verði á lambakjöti hér á landi of háu en rétt er að benda á að í alþjóðlegum samanburði er smásöluverð á lambakjöti mjög lágt hér á landi, íslenska lambakjötið er hágæða vara á sanngjörnu verði. Það er því stórfurðulegt að það skuli vera forgangsatriði hjá Ólafi að tortryggja þessa einstöku aðgerð sem miðar af því að tryggja kjör bænda og halda byggð í landinu. Ekki má gleyma því að þessi starfsstétt hefur tekið á sig launaskerðingu á sama tíma og allar aðrar stéttir hafa fengið töluverðar kjarabætur undanfarin misseri. Það er rétt að benda á að við erum einnig að byggja upp til lengri tíma, í gangi er metnaðarfullt markaðsstarf á sauðfjárafurðum sem þegar er byrjað að skila árangri . Meðal annars er Landssamband sauðfjárbænda ásamt fleirum að vinna frábært starf við kynningu og markaðssetningu sem er ekki síst miðuð að þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Árangurinn er byrjaður að skila sér og jókst sala á lambakjöti um 25% hér á landi, fyrsta ársfjórðung ársins 2016. Ef nýr formaður Neytendasamtakanna vill sérstaklega skoða starfsumhverfi sauðfjárbænda gæti hann beint spjótum sínum að versluninni og skoða hversu hátt hlutfall hún tekur af smásöluverðinu útí búð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fær hver bóndi einungis að meðaltali þriðjung af heildarverði kjöts í sinn hlut. Hann gæti líka skoðað hvernig stendur á því að arðsemi af verslunarkeðjum hér á landi er mun meiri en á löndunum í kringum okkur og athugað sérstaklega hvers vegna styrking krónunnar og niðurfelling á vörugjöldum og tollum skili sér ekki útí verðlagið? Ég bíð spenntur eftir öðru opnu bréfi þar sem hann fer yfir þátt verslunarinnar í of háu verðlagi hér á landi en jafnframt vona ég að hann kynni sér málin betur áður en hann skrifar fleiri opin bréf með órökstuddum fullyrðingum um íslenskan landbúnað. Að endingu óska ég Ólafi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með fullvissu um að þeir munu njóta alls þess besta sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa um hátíðarnar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar