Hótaði að eyðileggja starfsferil blaðamanns Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2016 14:31 Hinn litríki Sherman ræðir hér við dómara. Vísir/Getty Richard Sherman er einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar og lykilmaður í sterku liði Seattle Seahawks. Það er þó óhætt að fullyrða að hann sé með muninn fyrir neðan nefið og sé óhræddur að svara fyrir sig. Hann gekk þó líklega of langt á blaðamannafundi í gær. Seattle vann öruggan 24-3 sigur á LA Rams á fimmtudagskvöldið en þrátt fyrir yfirburði sjóhaukanna náðust myndir af því þegar Sherman var að hnakkrífast við sóknarþjálfara liðsins, Darrell Bevell. Sherman var ekki ánægður með að Bevell hafi kallað eftir kastkerfi þegar sókn Seattle var við endamarkið í stað þess að láta hlaupa með boltann, sem er öllu algengara og mun hættuminna. Jim Moore, blaðamaður í Seattle, spurði Sherman út í málið á blaðamannafundi í gær. Sherman reiddist spurninginn. „Leyfðu mér að giska. Þú hefur betri hugmynd um hvernig á að spila leikinn?“ svaraði hann. Moore svaraði neitandi og Sherman svaraði um hæl að honum væri þá líklegast hollast að hætta að tala. Sherman lét ekki þar við sitja og eftir blaðamannafundinn vatt hann sér upp að Moore. „Þú ættir ekki að koma hingað inn,“ sagði hann og átti við búningsklefa Seattle, þar sem blaðamenn fá oft að ræða við leikmenn. „Þú vilt það ekki. Ég mun eyðileggja ferilinn þinn,“ sagði Sherman. „Nú? Hvernig?“ „Ég læt fjarlægja blaðamannapassann þinn.“ „Já, er það?“ „Já. Já, það er rétt.“ Sherman hefur greinilega séð eftir öllu saman miðað við skrif hans á Twitter-síðu sína í gærkvöldi, eins og sjá má hér fyrir neðan.I appreciate the role the media plays and they have a tough job. I let it get personal today and I regret that. Next one should be fun— Richard Sherman (@RSherman_25) December 21, 2016 NFL Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Richard Sherman er einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar og lykilmaður í sterku liði Seattle Seahawks. Það er þó óhætt að fullyrða að hann sé með muninn fyrir neðan nefið og sé óhræddur að svara fyrir sig. Hann gekk þó líklega of langt á blaðamannafundi í gær. Seattle vann öruggan 24-3 sigur á LA Rams á fimmtudagskvöldið en þrátt fyrir yfirburði sjóhaukanna náðust myndir af því þegar Sherman var að hnakkrífast við sóknarþjálfara liðsins, Darrell Bevell. Sherman var ekki ánægður með að Bevell hafi kallað eftir kastkerfi þegar sókn Seattle var við endamarkið í stað þess að láta hlaupa með boltann, sem er öllu algengara og mun hættuminna. Jim Moore, blaðamaður í Seattle, spurði Sherman út í málið á blaðamannafundi í gær. Sherman reiddist spurninginn. „Leyfðu mér að giska. Þú hefur betri hugmynd um hvernig á að spila leikinn?“ svaraði hann. Moore svaraði neitandi og Sherman svaraði um hæl að honum væri þá líklegast hollast að hætta að tala. Sherman lét ekki þar við sitja og eftir blaðamannafundinn vatt hann sér upp að Moore. „Þú ættir ekki að koma hingað inn,“ sagði hann og átti við búningsklefa Seattle, þar sem blaðamenn fá oft að ræða við leikmenn. „Þú vilt það ekki. Ég mun eyðileggja ferilinn þinn,“ sagði Sherman. „Nú? Hvernig?“ „Ég læt fjarlægja blaðamannapassann þinn.“ „Já, er það?“ „Já. Já, það er rétt.“ Sherman hefur greinilega séð eftir öllu saman miðað við skrif hans á Twitter-síðu sína í gærkvöldi, eins og sjá má hér fyrir neðan.I appreciate the role the media plays and they have a tough job. I let it get personal today and I regret that. Next one should be fun— Richard Sherman (@RSherman_25) December 21, 2016
NFL Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira