Materazzi ennþá að stríða Zidane tíu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 11:30 Materazzi liggur í grasinu eftir skalla Zidane Vísir/Getty Ítalinn Marco Materazzi vann næstum því alla titla í boði á sínum ferli en hans verður samt alltaf þekktastur fyrir það að Frakkinn Zinedine Zidane skallaði hann í brjóstkassann í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006. Zinedine Zidane fékk rauða spjaldið fyrir „skallann“ í leik sem var hans síðasti á ferlinum. Zidane missti algjörlega stjórn á sér og réðst á Ítalann eins og naut í nautaati. Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í vítakeppni en Zinedine Zidane hafði skorað úr víti í úrslitaleiknum áður en hann var rekinn í sturtu. Marco Materazzi vill greinilega ekki að þetta atvik falli í gleymskunnar dá og hefur bæði farið í viðtal í tilefni af tíu ára „afmælinu“ sem og að hann heldur áfram að stríða Zinedine Zidane á samfélagsmiðlum. Marco Materazzi hefur staðfest það sem hann talað um við Zinedine Zidane. „Ég talaði við hann um systur hans en ekki ekki um móður hans eins og blöðin skrifuðu um. Móðir mín dó þegar ég var fimmtán ára og ég hefði aldrei getað hugsað mér um að segja eitthvað um móður hans,“ sagði Marco Materazzi í viðtali við franska blaðið L'Équipe. Marco Materazzi varð fimm sinnum ítalskur meistari með Internazionale og þá vann hann einnig Meistaradeildina 2010 og heimsmeistarakeppni félagsliða 2010. Nýjasta færsla Materazzi á Instagram-síðu hans snýst um þetta heimsfræga atvik á Ólympíuleikvanginum í Berlín fyrir tíu árum síðan. Materazzi hefur bætt aðeins í stríðnina með því að nota nýja listræna útfærslu á atvikinu þar sem hann er látinn halda á heimsmeistarabikarnum á saman tíma og Zidane skallar hann. Það er hægt að sjá nýja færslu Materazzi hér fyrir neðan. Tanto per .......... #2006/2016 #10anni #lodola #miocugino #berlino2006 #space23 @space23it A photo posted by Marco Materazzi (@iomatrix23) on Dec 20, 2016 at 6:23am PST Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Ítalinn Marco Materazzi vann næstum því alla titla í boði á sínum ferli en hans verður samt alltaf þekktastur fyrir það að Frakkinn Zinedine Zidane skallaði hann í brjóstkassann í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006. Zinedine Zidane fékk rauða spjaldið fyrir „skallann“ í leik sem var hans síðasti á ferlinum. Zidane missti algjörlega stjórn á sér og réðst á Ítalann eins og naut í nautaati. Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í vítakeppni en Zinedine Zidane hafði skorað úr víti í úrslitaleiknum áður en hann var rekinn í sturtu. Marco Materazzi vill greinilega ekki að þetta atvik falli í gleymskunnar dá og hefur bæði farið í viðtal í tilefni af tíu ára „afmælinu“ sem og að hann heldur áfram að stríða Zinedine Zidane á samfélagsmiðlum. Marco Materazzi hefur staðfest það sem hann talað um við Zinedine Zidane. „Ég talaði við hann um systur hans en ekki ekki um móður hans eins og blöðin skrifuðu um. Móðir mín dó þegar ég var fimmtán ára og ég hefði aldrei getað hugsað mér um að segja eitthvað um móður hans,“ sagði Marco Materazzi í viðtali við franska blaðið L'Équipe. Marco Materazzi varð fimm sinnum ítalskur meistari með Internazionale og þá vann hann einnig Meistaradeildina 2010 og heimsmeistarakeppni félagsliða 2010. Nýjasta færsla Materazzi á Instagram-síðu hans snýst um þetta heimsfræga atvik á Ólympíuleikvanginum í Berlín fyrir tíu árum síðan. Materazzi hefur bætt aðeins í stríðnina með því að nota nýja listræna útfærslu á atvikinu þar sem hann er látinn halda á heimsmeistarabikarnum á saman tíma og Zidane skallar hann. Það er hægt að sjá nýja færslu Materazzi hér fyrir neðan. Tanto per .......... #2006/2016 #10anni #lodola #miocugino #berlino2006 #space23 @space23it A photo posted by Marco Materazzi (@iomatrix23) on Dec 20, 2016 at 6:23am PST
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira