Hodgson um tapið á móti Íslandi: Ég trúði því ekki að þetta gæti gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:30 Roy Hodgson og fögnuður íslenska landsliðsins. Vísir/Getty og EPA Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið atvinnulaus síðan að hann sagði af sér eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar. Hodgson hefur ekki veitt dagblaði viðtal eftir leikinn á móti Íslandi í júní fyrr en nú þegar hann fór yfir eitt óvæntasta tap í sögu Evrópukeppninnar með blaðamanni The Times. „Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Allur aðdragandi leiksins gaf okkur falskt öryggi, ekki bara hjá leikmönnunum heldur hjá þjálfurunum líka,“ sagði Roy Hodgson í viðtalinu í The Times. „Við fórum inn í leikinn hugsandi að við værum betri en liðið sem við vorum að fara að mæta. Við værum með betri leikmenn og við erum í góðu standi og góðu formi. Við mættum fullir sjálfstraust um að hlutirnir myndu falla með okkur,“ sagði Hodgson. „Við mættum þarna liði sem kom inn á leikinn á fullu skriði og með vindinn í seglin. Þeir höfðu engu að tapa og við gátum ekki svarað þeim inn á vellinum. Við erum vissulega leiðir yfir þessu en þegar er öllu er á botninn hvolft þá gátum við bara ekki klárað dæmið,“ sagði Hodgson. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir Íslandsleikinn og allt gekk vel. Æfingarnar heppnuðust vel og allir voru tilbúnir," sagði Hodgson. „Við eyddum mestum tíma í að vinna í því að halda breiddinni og þeir Daniel Sturridge og Raheem Sterling áttu að koma bakvörðum þeirra í vandræði,“ sagði Hodgson. Leikurinn byrjaði vel fyrir enska liðið sem fékk vítaspyrnu og komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur. „Þeir jöfnuðu um leið og það var smá áfall en þeir þegar skoruðu annað markið þá misstum við dampinn. Það endurvakti trú þeirra og að einhverjum ástæðum frusu mínir menn,“ sagði Hodgson. „Við vorum vissir um það í hálfleik að við kæmust aftur í gang enda höfðum við enn 45 mínútur. Í seinni hálfleik fór maður samt að hugsa: Ég trúi því ekki að þetta geti gerst því þetta er svo slæmt móment. Við getum ekki komist í gegnum eftirmála svona taps,“ sagði Roy Hodgson en hvað segir hann um íslenska liðið. „Þeir höfðu leikmennina sem voru tilbúnir að hlaupa, gátu hlaupið og vissu hvert þeir áttu að hlaupa,“ sagði Hodgson og í dag er hann alveg tilbúinn að hrósa íslenska landsliðinu. „Ég dáist af því sem þeir gerðu. Ég er fyrsti maðurinn til að taka hattinn ofan fyrir þeim. Ef einhver spyr mig um íslenska liðið þá mun ég hrósa þeim. Strax eftir að við töpuðum þessum leik þá vildi ég samt ekki heyra orðið Ísland aftur,“ sagði Roy Hodgson en það má finna allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira